Leita í fréttum mbl.is

NATO ræðst ekki á Sýrland, nema með samþykki íslensku þjóðarinnar.

Allt frá því að Íraksstríðið hófst, hafa sprottið upp umræður í vandlætingartóni, vegna þess að þeir Halldór og Davíð, lýstu í nafni þjóðarinnar, stuðningi við það stríð með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða.  Án þess að tala við kóng eða prest, þ.e. að hafa ekki haft samráð við þing eða Utanríkísnefnd þingsins.  

Það má svosem alveg gagnrýna þá ákvörðun Halldórs og Davíðs.  En hafa ber þó í huga að á þeim tíma var starfhæfur öruggur stjórnarmeirihluti í landinu, annað en nú er og því nokkuð ljóst að þingið hefði gefið grænt ljós á þessa ákvörðun.  Auk þess sem að stuðningur þessi, hafði ekkert að gera með það, hvort stríðið yrði háð eða ekki.

Það mun hins vegar, án efa, koma til tals á neyðarfundi NATO á þriðjudaginn, að ráðist skuli á Sýrland, vegna þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska orustuþotu á dögunum.  Enda segir svo í sáttmála NATO, að árás á eitt aðildarríki NATO jafngidli árás á þau öll.

Stuðningur íslenskra stjórnvalda, við þá tillögu mun hins vegar ráða baggamuninn, hvort NATO ráðist á Sýrland eður ei.  Enda hafa Íslendingar líkt og aðrar aðildarþjóðir NATO, neitunnarvald innan samtakana.  Semsagt ef íslenski fulltrúinn segir nei við tillögunni, þá mun NATO EKKI ráðast á Sýrland.    Sama staða var uppi er NATO réðst á Líbýju.  Íslensk stjórnvöld höfðu það í rauninni í hendi  sér, hvort NATO réðist á Líbýju eða ekki.

Sú ákvörðun var hins vegar tekin án alls samráðs.  Meira að segja samstarfsflokkur utanríkisráðherra, Vg. vissi ekki af ákvörðun fastafulltrúans, þó vissulega væri hún afdrifaríkari, en stuðningurinn við Íraksstríðið á sínum tíma.   Enda stuðningurinn við Íraksstríðið, miklu fremur ,,móralskur", heldur en hluti af einhverju ákvarðanaferli varðandi það stríð.

Það hlýtur því að vera borðleggjandi, að í ljósi gagnrýni stjórnarflokkanna á ákvörðun fyrri stjórnvalda vegna Íraksstríðsins, að Utanríkismálanefnd þingsins eða jafnvel þingið sjálft verði kallaða saman, til þess að ræða, hvaða ákvörðun skuli taka.

Eða er það bara eðlilegt að Össur taki einn ákvörðun um stuðning við árás á Sýrland, í nafni íslensku þjóðarinnar? 


mbl.is Tyrkland leitar til NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1600

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband