14.6.2011 | 20:01
Kvótaleikrit sett upp til að ,,gleyma" þessu?
Það er nær öruggt að meiriihluti sé í þinginu fyrir því að ráðast í þessi útboð. Gallinn við þann meirihluta er samt líklegast sá að annar stjórnarflokkurinn myndi ekki tilheyra þeim meirihluta. Enda er andstaða Vg. við áform að þessu tagi þ.e. olíuvinnslu á Drekasvæðinu alkunn.
Af þeim sökum hefur það þótt illskárri kostur að henda vanbúnum kvótafrumvörpum inn í þingið, í þverpólitískri ósátt, vitandi það að kvótafrumvörpin næðu aldrei í gegn að því gagni sem ætla má að hafi verið stefnt að í fyrstu.
Þetta er því enn eitt dæmið um það að hin norræna velferðarstjórn, gerir allt sem hún mögulega getur til þess að hindra alla mögulega framþróun í landinu.
![]() |
Olíuleitarútboði frestað? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2011 | 15:20
Hver er stefna stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum??
Í umræðunni um kvótakerfið og breytingar á því, er sínkt og heilagt talað um að hinir og þessir hafi bara engan áhuga á því að breyta einu né neinu, heldur vilji bara að verði óbreytt áfram.
Það er vissulega alveg rétt að menn vilja ganga mislangt í breytingum á kerfinu og hlýtur það að vera sanngjarnt að draga þá ályktun að stofnun sáttanefndarinnar um stjórn fiskveiða, hafi verið sett saman til þess að fá einhverja niðurstöðu sem flestir gætu sætt sig við.
Segja má að það að setja saman sáttanefndina, hafi skilað ákveðnum árangri í því að ná fram þeim breytingum á kvótakerfinu, sem nokkuð víðtæk sátt væri um. Sáttanefndin skilaði í það minnsta, af sér tillögum að breytingum sem að nær allir er sátu í sáttanefndinni skrifuðu upp á, að tveimur af sextán aðilum frátöldum, ef ég man rétt. Meðal þeirra sem að skrifuðu undir voru fulltrúar allra þingflokkanna, líka stjórnarflokkanna.
Það virðist hins vegar hafa verið metnaðarmál stjórnarflokkanna að rjúfa þá sátt sem náðist og þeir sjálfur áttu þátt í. Í það minnsta var það næsta vers stjórnarflokkanna að skipa nefnd stjórnarþingmanna sem virðist hafa haft það verkefni að vinda ofan af þeirri sátt sem náðist í sáttanefndinni.
Veturinn leið og ekkert bólaði á nýju frumvarpi, þó af og til væru gefnar út þær yfirlýsingar að nýtt frumvarp væri væntanlegt á næstu vikum eða dögum. Svo rann út sá frestur sem gefinn til framlagningar þingmála og ekkert bólaði enn á frumvarpinu.
Þær fréttir bárust þó úr gamla fangelsinu við Lækjartorg, mánuði eftir að fresturinn rann út, að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafi lagt tvö ný frumvörp fyrir ríkisstjórnina. Það frumvarp vöktu þó ekki meiri hrifningu hjá hinum stjórnarflokknum, að það fékk þá einkunn að það væri eins og simpasi hefði skrifað þau. Fékk ráðherrann vikufrest til þess að afmá fingraför simpasans af frumvörpunum og var lagði hann fram breytt frumvörp á ríkisstjórnarfundi viku síðar.
Eftir afgreiðslu úr ríkisstjórn fóru frumvörpin fyrir stjórnarflokkanna, sem fyrir sitt leyti samþykktu framlagningu þeirra í þinginu, þó svo að á þeim tímapunkt væru sex vikur liðnar síðan frestur til framlagningar mála í þinginu hafi runnið út.
Í ljósi þess hversu seint kvótafrumvörpin voru lögð fram í þinginu, má ætla að í það minnsta innan stjórnarliðsins væri sátt um frumvörpin. Enda voru bara örfáir dagar eftir af þinginu þegar frumvörpin komu loksins fram í þinginu. Því var hins vegar ekki að heilsa og er alveg óhætt að segja að það hafi verið þverpólitískt ósætti um frumvörp ráðherra.
Í ljós kom að þingflokkar stjórnarflokkanna höfðu af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hleypt frumvörpunum inn í þingið, þó svo að ekki væri einu sinni sátt um efni þeirra, þeirra í millum og eða innan flokkanna. Eflaust þarf að kalla til sagnfræðinga, til þess að benda á það, hvenær stjórnarfrumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi, sem hefði ekki einu sinni meirihluta innan stjórnarflokkanna.
Það er því ekki hlaupið að því að átta sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna sé í kvótamálinu, nema ef að vera skildi að sátt sé um það innan stjórnarflokkanna að hafa þessi mál í ósætti eitthvað áfram. Ósættið virðast líka stjórnarflokkarnir telja kjörið til þess að berja á andstæðingum sínum í þinginu og utan þess og til þess að geta slegið pólitískar keilur með einhverjum innantómum frösum og fullyrðingum, sem enginn er skoðar málin gagrýnum augum getur tekið mark á.
Það er því nokkuð ljóst, miðað við undirtektir stjórnarliða á kvótafrumvörpum Jón Bjarnasonar, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vita varla sjálfir hvaða stefnu þeir hafa í sjávarútvegsmálum, aðra en fyrningarleiðina, sem engar efnahagslegar forsendur eru fyrir.
Er það virkilega svo að stjórnarflokkarnir geti ekki náð saman um neina aðra stefnu um stjórn fiskveiða, aðra en þá sem gengur nánast að greininni dauðri.
![]() |
Snúið út úr afstöðu sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2011 | 15:40
Fékk Steingrímur J. sér Pepsí?
Það er gjarnan sagt, þegar skipstjórinn syngjandi frá Ólafsfirði, Björn Valur Gíslason, ryðst fram á ritvöllinn að nú hafi Steingrímur J. fengið sér Pepsísopa og að Björn væri að taka fyrir hann ,,ropann".
Í fljótu bragði þá lykta þessi skrif Björns af slíku. Það má reyndar vel vera að það sé afrek út af fyrir sig að þvæla þessu máli í gegnum þingið, enda önnur eins hrákasmíð ekki sést þar innan dyra í áraraðir.
Þetta mál hefur verið, síðan sáttanefndin lauk störfum, í meðförum stjórnarflokkanna, þar sem vílað hefur verið og dílað með málið.
Þingflokkar stjórnarflokkanna, sé þeim alvara með að bæta þingstörfin, hljóta nú í sumar að fara yfir það hvernig þeir geti bætt sín vinnubrögð. Enda hleyptu þeir þessum frumvörpum inn í þingið á síðustu metrunum í bullandi ágreining, sín á milli og innbyrðis, þegar önnur mál hefðu eflaust mátt með ósekju fá meiri tíma og athygli þingheims.
Slík vinnubrögð hljóta að teljast vítaverð, nema auðvitað hafi verið, eins og oft áður ætlast til þess, að stjórnarandstaðan myndi draga sundraðan stjórnarmeirihlutann að landi eina ferðina enn.
En þá hefði eflaust þurft að vinna þetta mál öðruvísi, en á lokuðum sellufundum stjórnarþingmanna, þar sem togast var á um málið með hrossakaupum og fleiru sem tilheyrði því, sem þessi flokkar kalla gjarnan á tylliögum Gamla Ísland.
Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á störf formanns sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar þingsins. En það hlýtur samt að skjóta skökku við að Björn Valur skuli sjá sig knúinn til þess að hrósa formanninum fyrir gott starf, þegar hann sjálfur treystir sér ekki til að skrifa undir nefndarálit, frá formanninum.
En þetta hrós Björns Vals, má kannski líka alveg túlka sem skot á fyrrverandi formann nefndarinnar Atla Gíslason, sem eins og kunnugt er, yfirgaf þingflokk Vg ásamt Ásmundi Einari og Lilju Mós.
Það er í það minnsta alveg með ólíkindum, að á öllum þessum tíma sem liðinn er síðan, vinna hófst við þessi frumvörp, að ekki hafi tekist betur til. Það er jú þannig, alla vega á pappírunum, meirihlutastjórn hér við völd og ef að innan þess hóps er mynda meirihlutann, hefði verið sátt um málið.
En stjórnarflokkarnir virðast bara sjá sér einhvern hag í því að hafa þessi mál í eilífum ágreiningi, þó svo að það væri ekki til neins annars en að draga athyglina, frá öllu hinu klúðrinu og spillingarfeninu sem núverandi stjórnarflokkar, eru búnir að sökkva sér í.
![]() |
Sagan samofin kvótakerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2011 | 22:51
Skuldlaust klúður!!
Hvað sem fólk kann að hrópa upp um sægreifa, kvótakónga og óeðlilega hagsmunagæslu stjórnmálaflokka á Alþingi, þá breytir það í engu að stjórnarflokkarnir eiga það alveg skuldlaust, það klúður sem fylgir þessum málum tveimur. Litla og stóra kvótafrumvarpinu.
Eftir að sáttanefndin skilaði niðurstöðu, þá tók við 8 mánuða reipitog og hrossakaup stjórnarflokkanna um þessi mál á fundum nefndar skipaðri stjórnarþingmönnum. Varla er hægt að ganga út frá því að þessi nefnd stjórnarflokkanna hafi komist að einhverri niðurstöðu annarri, en að vera ósammála.
Það var í rauninni vítavert af stjórnarmeirihlutanum, að þvínga þessi mál inn í þingið með afbrigðum, einum og hálfum mánuði, eftir að frestur til framlagningar mála rann út í þinginu.
Það hlýtur að vera sanngjarnt að velta því fyrir sér, hvað þingflokkum stjórnarflokkanna gekk til, með því að leyfa framlagningu þessara mála, bæði í ljósi þess á hvaða tíma það var leyft og svo að sjálfsögðu vegna þess að ekki einu sinni var sátt um málin meðal stjórnarflokkanna og því alveg ljóst, að þessi tvö stjórnarfrumvörp um stjórn fiskveiða höfðu ekki meirihluta á bakvið sig í þinginu.
Síðustu klukkutímum þingsins hefði örugglega verið betur varið í að ræða eitthvað annað sem sátt væri um og myndi gagnast fólkinu hér í landinu, kæmist það til framkvæmda.
Það vekur líka athygli mína, að þrátt fyrir að varla hefur mátt ræða kvótann öðruvísi undanfarin misseri, nema orðið ,,þjóðaratkvæði" komi þar fyrir í umræðunni. Samt er ekki gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í báðum þessum málum.
Með öðrum orðum, þjóðinni var ekkert ætluð aðkoma að þessum málum. Nema kannski að til hafi staðið að senda forsetanum frumvörpin, eftir að þau hafi verið samþykkt í þinginu, til synjunar en ekki staðfestingar, eins tíðkast hefur hingað til.
![]() |
Litla kvótafrumvarpið samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2011 | 22:41
Skjaldborgarleikflokkurinn toppar sig stöðugt í bullinu.
Eftir að hafa sett saman starfshóp hagmunaaðila í greininni og fulltrúa þingflokkanna sem vann að málinu í eitt ár rúmt og skilaði nánast, samhljóða niðurstöðu, með örfáum fyrirvörum, þá tóku stjórnarflokkarnir við að togast á um málið, víla og díla í nærri níu mánuði um málið.
Árangurinn af því var svo einhver frumvarpsómymd, sem sem sýnd var stjórnarflokkunum í byrjun maí. Ónefndur Samfyklkingarþingmaður sagði þá simpasa hafa skrifað hafa skrifað frumvarpið.
Frumvarpið þá að einhverju leyti bætt og lagt aftur fyrir stjórnarflokkanna, sem gáfu grænt ljós á framlagningu frumvarpsins í þinginu. Á endanum var svo frumvarp þetta, sem jafnan kallast Litla Frumvarpið og það frumvarp er kallast Stóra Frumvarpið, lögð fram í þinginu ca. 6 vikum eftir þann tíma, er þingsköp kveða á framlagningu mála. Málunum var því hleypt inn á afbrigðum.
Það skal alveg taka með í reikninginn að stjórn fiskveiða er nú ekkert smámál. En eftir allan þennan tíma við vinnslu frumvarpanna og allt reipitogið og hrossakaupin, þá hefði maður haldið að í það minnsta stjórnarflokkarnir gengju í takt í málinu.
Hins vegar virðist það vera svo að um málið er akkurat engin sátt meðal stjórnarflokkanna og jafnvel innbyrðis deilur innan þeirra um málið.
Það er nú varla við því að búast að svona sundurlyndur hópur komi sér saman um nokkurn skapaðan hlut og varla við því að búast að eitthvað lagist hér á landi, fyrr en þetta fólk fer frá og hleypir að fólki sem getur unnið saman að því að koma landinu aftur á réttan kjöl.
![]() |
Stjórnarþingmenn ósammála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2011 | 18:26
Enn ein uppgjöf Jóhönnustjórnarinnar.
Það þykir svosem ekkert heyra til stórtíðinda að Jóhanna Sigurðardóttir hóti og steyti hnefann í allar áttir þegar frekjuköst hennar ná hámarki. Það hefur verið hennar saga þau rúmu 30 ár sem hún hefur setið sem á Alþingi, bæði í og utan ríkisstjórnar.
Núna tekst henni ekki að koma kvótamálum í þann farveg, sem að hún helst vildi hafa þau og þá á að skella þremur ónothæfum kostum í þjóðaratkvæði. Það verklag hefur þó þann galla, að Alþingi mun alltaf hafa síðasta orðið í málinu, samkvæmt núgildandi stjórnarskrá.
Varla er hægt að ætlast til þess að alþingismenn kjósi svo á endanum um málið, gegn sinni sannfæringu, hljómi hún öðruvísi en sannfæring þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig, að þingmönnum skrifa undir drengskaparheit, þar sem þeir heita því að fylgja eingöngu eigin sannfæringu, en ekki boðum frá kjósendum eða öðrum.
Sjávarútvegsmálin eru reyndar í þvílíku klúðri hjá Jóhönnustjórninni, að varla mun henni takast að koma á kerfi sem að fær að lifa lengur en stjórnin. Enda hefur verklagið við málin verið með eindæmum.
Ef að sjávarútvegsmálin hefði átt að leysa af einhverju viti þá hefðu menn, í stað þess að togast á milli stjórnarflokkanna um niðurstöðu sáttarnefndarinnar, átt að einhenda sér í að skrifa frumvarp, byggt á niðurstöðu nefndarinnar og leggja það fyrir þingið.
Frumvörpin hefði þá komið inn í þingið á ,,löglegum" tíma, ekki einum og hálfum mánuði of seint. Frumvörpin hefðu svo getað tekið nauðsynlegum breytingum í meðferð þingsins, en ekki orðið að þrætuepli íbúannna í gamla fangelsinu við Lækjartorg, mánuðum saman.
![]() |
Kvótamálin í þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2011 | 22:07
Hjáleið framhjá Jóni Bjarnasyni.
Það hefur nánast verið á dagskrá síðan hin ,,hreina" vinstri stjórn tók við völdum, að koma Jóni Bjarnasyni út úr Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu. Það hefur hins vegar ekki tekist hingað til og mun ekki takast nema þá með því að sprengja stjórnina.
Hins vegar er það með öllu ótækt að mati Samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar að Jón Bjarnason, sé í forsvari gagnvart ESB í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum. Enda fór það svo, fyrir ekki svo löngu, að Össur þurfti að umskrifa svör Jóns B. við spurningum ESB um sjávarútvegs og landbúnaðarmál.
Verði stjórnarráðsfrumvarp Jóhönnu að lögum, þá þurfa ESBsinnaðir ráðherrar ekkert að hafa neinar áhyggjur af því hvað eða hvort Jón B. skrifi eitthvað til ESB. Frumvarpið gerir nefnilega ráð fyrir því að forsætisráðherra, geti flutt málaflokka á milli ráðuneyta.
Það er því nokkuð augljóst að verði frumvarpið að lögum, þá færist forræðið á sjávarútvegs og landbúnaðarmálum, gagnvart ESB á hendi utanríkisráðherra. Með því verður þá búið að ryðja hjáleið framhjá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
![]() |
Ekki boðlegt í sölum Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2011 | 11:54
Nokkuð fyrirsjánlegt.- En hvað næst?
Þetta var nú í rauninni fyrirsjáanlegt allt saman. Nei við Icesave, hafði ekkert með tímasetningar útgreiðslna úr þrotabúi Landsbankans að gera. Nei-ið hafði einnig ekkert með það að gera hversu miklar þær heimtur verða á endanum.
Það væri beinlínis fáranlegt ef að Norðurlandaþjóðirnar og AGS, héldu áfram að beita pólitískum þrýstingi í máli, sem virðist vera komið úr pólitískum farvegi í lagalegan farveg. Þá væri rauninni verið að þvínga Íslendinga til þess að grípa ekki til varna með viðeigandi hætti. Auk þess liti það vitanlega illa út, ef vörn Íslands í málinu yrði ofan á. Hvernig gætu þá þessir aðilar útskýrt þvingunnartilburði sína?
Hins vegar er ástæða til þess , af fenginni reynslu, að hafa áhyggjur af því, hvað ,,baráttuhundarnir fyrir íslenskum hagsmunum, þeir Árni Páll, Steingrímur J. og Mási í Seðló, hafa lofað AGS, varðandi næstu endurskoðun efnahagsáætlunnar sjóðsins og stjórnvalda.
Einhverjir muna eflaust enn hvernig sú ætlun sem íslensk stjórnvöld skrifuðu upp á fyrir ári síðan, þrengdi, svo ekki meira sé sagt, mjög að möguleikum stjórnvalda til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Hafi þá einhvern tímann verið áætlunuin að hjálpa heimilunum.
Einnig væri fróðlegt að vita, hvort þeir Árni Páll, Steingrímur J. Og Mási í Seðló hafi lagt grunninn að lengri veru AGS hér, en til ágústloka í ár, eins og núverandi samkomulag segir til um. Á meðan stjórnvöld hafa ekki gefið út áætlun um það hvernig taka skuli hér á málum, þegar AGS fer héðan, þá er í rauninni ekkert annað í kortunum en að AGS verði hér áfram.
En allt þetta hljóta stjórnvöld jú að leggja á borðið eftir páska, þegar Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi. Er ekki annars ríkisstjórn í landinu, sem aðhyllist opna og gegnsæja stjórnsýslu með virkri upplýsingagjöf til þings og þjóðar?
![]() |
Varnarsigur fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2011 | 14:59
Sumarkveðja alþýðuleiðtogans.
Alþýðuleiðtoginn og jafnréttissinninn, Jóhanna Sigurðardóttir, gjörir kunnugt að hún hyggist fórna sér næstu tvö ár, hið minnsta, í að leiða þjóðina til frekari hörmunga. Eingöngu þó vegna þess að annað skapar bara pólitíska óvissu og kaos.
Það væri nú varla ábætandi þá óvissu sem nú er um öll þau mál sem ríkisstjórnin þarf að semja við þingmenn eigin flokka um, til þess að koma flestum sínum málum í gegnum þingið.
Þess má þó geta að til þess að slá á þessi vandræði stjórnarflokkanna, gæti farið svo að sóttur verði liðstyrkur til þingmanna annarra flokka. Er þá sér í lagi litið þeirra þingmanna, er óttast atvinnumissi, ef boðað yrði kosninga fljótlega.
Væri það vart á þjóðina leggjandi að efna til ennfrekari óvissu með því að boða til kosninga. Það væri þjóðinni nægur hausverkur að kjósa sér til þings fólk sem hún treysti til betri verka, en núverandi stjórnarmeirihluti státar af. Það væri í rauninni skepnuskapur að bjóða þjóðinni einnig upp á það að hafa áhyggjur af afdrifum þeirra þingmanna er kastað yrði út í kuldann í þeim kosningum.
Hollast er líklegast fyrir alþýðuna að venjast því bara að herða enn frekar sultarólina og læra að lifa með óttanum um atvinnumissi hver mánaðarmót. Óttinn við að eiga ekki fyrir nauðþurftum og afborgunum lána er því miður fylgifiskur þessara fórna. En hverju fórnar ekki íslensk alþýða ekki til þess að forðast þá pólitíksu óvissu og þá von um skárri kjör er kosningar til Alþingis, gætu veitt henni?
Alþýðuleiðtoginn harmar einnig þann misskilning varðandi kosningaloforðin um 6000 ný störf, í aðdraganda kosninganna vorið 2009. Þar var átt við 6000 ný störf í Noregi og annars staðar í Skandinavíu. Þess ber þó að geta að einhverjir misskildu ekki loforðin, þar sem fólksflótti Íslendinga frá eigin landi, í atvinnuleit, hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.
Íslenskri alþýðu er þó bent að það að láta ekki hugfallast. Veturinn og vorið 2013 verða boðaðar miklar breytingar á högum alþýðunnar, gríðarfjöldi nýrra starfa hérlendis, auk frekar hagsældar. En nauðsynlegt mun vera að lofa slíku þá, því þá hyggst alþyðuleiðtoginn Jóhanna, eða arftaki hennar óska eftir umboði alþýðunnar, til frekari starfa í umboði hennar.
![]() |
Jóhanna gefur kost á sér áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2011 | 12:03
Tengja þarf saman lög um stjórn fiskveiða og ESB-aðildarumsókn.
Ef að marka má orð Ólínu Þorvarðardóttur um að fyrningarleið sú sem Samfylkingin lofaði fyrir síðustu kosningar, væri forsenda inngöngu Íslands í ESB, má alveg glögglega sjá að baráttan um kvótann stendur ekki bara á milli LÍÚ og þjóðarinnar/ríkisins.
Undir yfirborði deilna hérlendis um kvótann, upphrópanna um sægreifa, arðrán og þjóðaratkvæði, lúrir aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að ESB.
Sjávarútvegsráðneytið lét Háskólann á Ak. gera fyrir sig, úttekt á fyrningarleiðinni. Sú úttekt mælti ekki með því að sú leið yrði farin. Þar sem einhverjar útgerðir kæmust í vanda og það gæti haft dómínóáhrif út í bankakerfið t.d. Af þeim sökum var fyrningarleiðin ekki talin líkleg til þeirra hagsbóta fyrir þjóðarbúið, sem að lagt var upp með.
Einnig komst svokölluð auðlindanefnd, sem starfrækt var um síðustu aldamót, að fyrningarleiðin væri ófær, eða í það minnsta hefði í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir ríkissjóð.
Frá því að kvótakerfinu var komið á 1983 eða 1984, þá höfðu útgerðir greitt eignaskatt af aflahlutdeildinni og meiri líkur en meiri væru á því að með þeirri skattlagningu hefði skapast eignarréttur á aflahlutdeildinni, sem nýtur verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.
Auk þess sem að ætla má að lög um framsal aflahlutdeilda/heimilda hafi fest eignarréttinn í sessi.
Fyrningarleiðin þýðir því líklegast, í stuttu máli, eignarnám, með ógnarháum kostnaði ríkissjóðs, vegna eignarnámsbóta.
Fram kemur í skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB lét gera um aðildarviðræðurnar að Íslendingar vildu gefa einhver yfirráð (eða some control) á fiskveiðilögsögunni.Breytir engu um það þó Össur segir það byggt á misskilningi, þar sem skýrslan hlýtur að byggjast á samtölum stjórnvalda og ESB. Ef að fulltrúar stjórnvalda tala ekki nógu skýrt við ESB, þá hafa íslensk stjórnvöld einfaldlega ekki unnið heimavinnunna sína.
Það er því alveg ljóst að óbreytt kerfi, sem ég er alls ekki að tala fyrir eða svokölluð samningaleið, sem að var afrakstur þverpólitískrar sáttanefndar, sem Jóhönnustjórnin koma á laggirnar, dugir skammt í viðleitni stjórnvalda að ná aðildarsamningi við ESB.
Vandamálið sem ríkisstjórnin á við að etja er því að mestu heimatilbúið. Það ríkír ekki einhugur eða sátt um það innan stjórnarflokkanna, á hvaða hátt breytingar á lögum um stjórn fiskveiða skuli vera. Þjóðaratkvæði breytir engu til um það, þar sem löggjafarvaldið er Alþingis. Löggjafarvaldið kemst ekki í hendur þjóðarinnar fyrr en Alþingi hefur samþykkt lög og forsetinn synjað þeim staðfestingar.
Fyrirfram þjóðarafgreiðsla um lyktir mála, er ekki heimil samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Breyta þarf því stjórnarskránni, svo slíkt megi verða. Stjórnarskráin mun hins vegar ekki taka neinum breytingum, fyrr en tillögur stjórnlagaráðs, hafa verið ræddar í þinginu. Þeim breytt, eftir atkvikum, samþykktar í þinginu, þing rofið, kosið að nýju og nýkjörið þing samþykkt breytingarnar.
Líklegast hefur þó Jóhönnustjórnin engan áhuga á þingkosningum, fyrr en hún neyðist til að boða til þeirra, í lok kjörtímabilsins, vorið 2013. Það er því í rauninni tómt mál að kasta fram einhverjum tillögum um marktækt og lögbundið þjóðaratkvæði um kvótakerfið, með óbreytta stjórnarskrá.
Það vita flestir er málið varða, en geta þó ekki stillt sig um að kasta fram hugmyndum um slíkt, þó ekki væri nema til þess að þyrla upp nógu miklu ryki til þess að hylja vanmátt og getuleysi Jóhönnustjórnarinnar. Getuleysi gagnvart þeim ásetningi sínum að klambra saman frumvarpi að lögum um stjórn fiskveiða, sem bæði yrði í sátt við þjóðina og fokkaði ekki upp viðræðuferlinu við ESB.
![]() |
Þjóðaratkvæði um kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Amorim: Ég þjáist meira en stuðningsmennirnir
- Fyrsta mark Ólafar eftir langvarandi meiðsli
- Búið að vera mótlæti undanfarnar vikur
- 40 ára gamli Modric skoraði sigurmarkið
- Veit ekki hvað ég sólaði marga
- Arnór framlengir
- Stjarnan vann toppslaginn á Hlíðarenda
- Þrjár tvennur í stórsigri
- Fyrsta þrenna Valdimars
- Þjóðverjar Evrópumeistarar