Leita í fréttum mbl.is

Fékk Steingrímur J. sér Pepsí?

Það er gjarnan sagt, þegar skipstjórinn syngjandi frá Ólafsfirði, Björn Valur Gíslason, ryðst fram á ritvöllinn að nú hafi Steingrímur J. fengið sér Pepsísopa og að Björn væri að taka fyrir hann ,,ropann".

 Í fljótu bragði þá lykta þessi skrif Björns af slíku.  Það má reyndar vel vera að það sé afrek út af fyrir sig að þvæla þessu máli í gegnum þingið, enda önnur eins hrákasmíð ekki sést þar innan dyra í áraraðir.  

 Þetta mál hefur verið, síðan sáttanefndin lauk störfum, í meðförum stjórnarflokkanna, þar sem vílað hefur verið og dílað með málið.

Þingflokkar stjórnarflokkanna, sé þeim alvara með að bæta þingstörfin, hljóta nú í sumar að fara yfir það hvernig þeir geti bætt sín vinnubrögð.  Enda hleyptu þeir þessum frumvörpum inn í þingið á síðustu metrunum í bullandi ágreining, sín á milli og innbyrðis, þegar önnur mál hefðu eflaust mátt með ósekju fá meiri tíma og athygli þingheims.  

Slík vinnubrögð hljóta að teljast vítaverð, nema auðvitað hafi verið, eins og oft áður ætlast til þess, að stjórnarandstaðan myndi draga sundraðan stjórnarmeirihlutann að landi eina ferðina enn.  

En þá hefði eflaust þurft að vinna þetta mál öðruvísi, en á lokuðum sellufundum stjórnarþingmanna, þar sem togast var á um málið með hrossakaupum og fleiru sem tilheyrði því, sem þessi flokkar kalla gjarnan á tylliögum Gamla Ísland.

 Ekki ætla ég að leggja neinn dóm á störf formanns sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar þingsins. En það hlýtur samt að skjóta skökku við að Björn Valur skuli sjá sig knúinn til þess að hrósa formanninum fyrir gott starf, þegar hann sjálfur treystir sér ekki til að skrifa undir nefndarálit, frá formanninum.

  En þetta hrós Björns Vals, má kannski líka alveg túlka sem skot á fyrrverandi formann nefndarinnar Atla Gíslason, sem eins og kunnugt er, yfirgaf þingflokk Vg ásamt Ásmundi Einari og Lilju Mós. 

 Það er í það minnsta alveg með ólíkindum, að á öllum þessum tíma sem liðinn er síðan, vinna hófst við þessi frumvörp, að ekki hafi tekist betur til. Það er jú þannig, alla vega á pappírunum, meirihlutastjórn hér við völd og ef að innan þess hóps er mynda meirihlutann, hefði verið sátt um málið.

 En stjórnarflokkarnir virðast bara sjá sér einhvern hag í því að hafa þessi mál í eilífum ágreiningi, þó svo að það væri ekki til neins annars en að draga athyglina, frá öllu hinu klúðrinu og spillingarfeninu sem núverandi stjórnarflokkar, eru búnir að sökkva sér í. 


mbl.is „Sagan samofin kvótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband