Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Starfsmaður SA í settinu hjá Gísla Marteini.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi starfsmaður  SA var fengin í settið hjá Gísla Marteini til þess að ræða "stöðu Sjálfstæðisflokksins". 

Vitandi það að ESBmálið yrði örugglega þungamiðjan í dómi Þorgerðar hefur Gísla sjálfsagt þótt það engu máli skipta að Þorgerður er í dag starfsmaður SA.  Í það minnsta lét hann þess ógetið í kynningu.

Nú er það alkunna að Þorgerður var jú einu sinni varaformaður og einu sinni menntamálaráðherra. Hins vegar efast ég um að margir svosem viti, að hún starfar nú fyrir SA.  

Það hefur því verið lífsins ómögulegt fyrir þá sem ekki vissu af starfinu hjá SA, að geta metið hvort að þar talaði fyrrverandi varaformaðurinn, fyrrverandi ráðherrann eða starfsmaður SA.

Það er nú bara svo, að RÚV er bundið lögum að sýna óhlutdrægni í umræðum og fréttaflutningi.  Það er ekki gert með því að fela hugsanlega hagsmuni viðmælanda.

Mér gæti í sjálfu sér ekki verið meira sama hverjir sitja í sófanum hjá Gísla Marteini og ausa úr koppum reiði sinnar.  En vegna óhlutdrægnisreglunar er ég nefni hér að ofan, er það lágmarkskrafa að upplýst sé um jafn augljos hagsmunatengsl og það er þegar starfsmaður SA, eys úr koppum reiði sinnar vegna andstöðu fyrrverandi félaga sinna í ESBmálinu.

Að öðru leyti hvað mig varðar persónulega þá finnst mér finnst það afar hvimleitt að vera kallaður fasisti og frekjupungur og það í sjónvarpinu mínu.

En mér finnst líka þetta fólk sem að predikar víðsýni og umburðarlyndi oft ekkert hafa neitt einstaklega umburðarlynd eða víðsýn viðhorf til þeirra hugtaka.


mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband