Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
24.4.2013 | 23:58
Heildstæðri tillögu fórnað fyrir aðra verri.....
Í tíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem heilbrigðisráðherra var sett á laggirnar svokölluð 'Pétursnefnd' sem ætlað var að búa til greiðslukerfi yfir allt heilbrigðiskerfið.
Þannig að kostnaður sjúklings við meðferð sjúkdóms eða slyss, færi aldrei yfir ákveðna upphæð. Inn í þeirri upphæð átti að vera læknis og sérfræðikostnaður, hjálpartækjakostnaður og lyfjakostnaður svo eitthvað sé nefnt.
Heilbrigðisráðherra hinnar norrænu velferðarstjórnar setti hins vegar tillögur Pétursnefndarinnar í pappírstætarann. Ekkert var svo aðhafst í málinu fyrr en árið 2010 er stofnaður var sá starfshópur er skilaði af sér þessari meingölluðu tillögu um lyfjakostnaðinn.
Greiða fyrir að halda lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2013 | 20:45
Svona stjórna jafnaðarmenn í velferðarmálum!!
Hún er orðin lífseig lygasagan um okur sjálfstæðismanna á sjúklingum. Í nýlegri grein sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars:
Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja auka heilbrigðisþjónustuna en án þess að hækka skatta. Þvert á móti eigi að lækka skatta. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn vill láta sjúklingana borga beint.
Þessi fullyrðing Ögmundar er beinlínis röng og þarf ekki að leita lengra en í tölur Hagstofunnar til þess að sjá að svo er. En tölur Hagstofunnar benda einmitt á eftirfarandi:
Árið 2008 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með heilbrigðismálin, greiddu sjúklingar 15,3 prósent af kostnaðinum en árið 2012 18,6 prósent. Þannig hefur hlutur sjúklings í heildarkostnaði við rekstur heilbrigðisþjónustunnar vaxið síðan fyrir hrun.
Munurinn á þessu liggur og mun áfram liggja fyrst og fremst í því að í stað þess að fara í flatan niðurskurð, heilt yfir, munu sjálfstæðismenn hér eftir sem hingað til, ólikt vinstri mönnum sem gjarnan kalla sig jafnaðarmenn, forgangsraða fjármunum til þeirra hluta sem brýnastir eru. Eins og reyndar gert er í öllum heilbrigðum rekstri.
En láta pólitísk gæluverkerfni bíða betri tíma, þegar betur árar í ríkisbúskapnum. Ólíkt verklagi svokallaðra jafnaðarmanna. Sem sólundað hafa fjármunum ótæpilega í hin ýmsu gæluverkefni sem of langt mál er að telja upp. Á meðan heilbrigðiskerfið og aðrir þættir velferðarkerfisins hafa smám saman molnað niður og innviðir þeirra morknað.
Við þetta má svo bæta að árið 2008 greiddu fullborgandi einstaklingar tæplega þrisvar sinnum meira fyrir lyf en öryrkjar, lífeyrisþegar og börn.
Árið 2012 greiddu hins vegar fullborgandi einstaklingar 1,44 sinnum meira fyrir lyf en öryrkjar, lífeyrisþegar og börn. Með öðrum orðum lyfjakostnaður hefur hækkað hlutfallslega mest hjá þeim sem minna mega sín.
Í ofanálag voru svo kjör þessarra hópa skert verulega á fyrstu dögum hinnar norrænu velferðarstjórnar. Skerðing sem ekki hefur gengið til baka þó skerðingar á kjörum annarra hópa, eins og ráðherra og annarra opinberra starfsmanna sem aðgerðir velferðarstjórnarinnar beindust að hafi að stærstum hluta gengið til baka.
Já svona stjórna jafnaðarmenn í velferðarmálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 06:11
Samkvæmt þessari könnun ætti fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
"65,6% settu skuldamál heimilanna sem eitt af þremur mikilvægustu málunum næstu fjögur árin, 54,8% völdu heilbrigðismál og 42,6% atvinnumál."
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þetta séu þau mál sem helst brenni á þjóðinni. Enda eru þetta málin sem setið hafa á hakanum sl. fjögur ár. Ekkert aðal stefnumál stjórnarflokkanna sl. fjögur ár nær að vera hálfdrættingur á við hvert þessara mála.
Þó að röð málanna sé þessi þá ætti það að vera hverjum manni ljóst að ef ekki verði farið í að búa atvinnulífinu hér skilyrði til vaxtar þá verði nær ómögulegt að vinna þeim tveimur málum er mikilvægari teljast þann sess sem þau eiga skilið.
Enda er aukin atvinna og verðmætasköpun grundvallar forsenda þess að heimili landsins, velferðar og menntakerfi blómstri hér á ný.
Stefna Sjálfstæðisflokksins býður upp á farsæla lausn á þessum öllum málaflokkum. Án allra töfrabragðra og væntinga um auðfengna fjármuni úr hendi kröfuhafa bankanna.
Það skal hins vegar ekki látið ósagt. Að fari svo að það verði hægt að ná einhverjum hundruðum milljarða út úr samningum við kröfuhafanna, þá muni heimili landsins fá að njóta þess. Ásamt því að þeim fjármunum verður varið til þess að minnka snjóhengjuna sem hangir yfir okkur og greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Það eru einmitt þeir hlutir sem að þarf fyrst og fremst að ráðast í. Svo árangurinn af aðgerðum í þeim þremur málaflokkum er mikilvægastir eru verði varanlegur.
Eina örugga leiðin til að tryggja það er að setja X við D í kosningunum 27. apríl nk.
Skuldamál heimilanna mikilvægust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar