Leita í fréttum mbl.is

Svona stjórna jafnaðarmenn í velferðarmálum!!

Hún er orðin lífseig lygasagan um okur sjálfstæðismanna á sjúklingum.  Í nýlegri grein sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra meðal annars:

Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja auka heilbrigðisþjónustuna en án þess að hækka skatta. Þvert á móti eigi að lækka skatta. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn vill láta sjúklingana borga beint.“

Þessi fullyrðing Ögmundar er beinlínis röng og þarf ekki að leita lengra en í tölur Hagstofunnar til þess að sjá að svo er.  En tölur Hagstofunnar benda einmitt á eftirfarandi:

“Árið 2008 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með heilbrigðismálin, greiddu sjúklingar 15,3 prósent af kostnaðinum en árið 2012  18,6 prósent. Þannig hefur hlutur sjúklings í heildarkostnaði við rekstur heilbrigðisþjónustunnar vaxið síðan fyrir hrun.“

Munurinn á þessu liggur og mun áfram liggja fyrst og fremst í því að í stað þess að fara í flatan niðurskurð, heilt yfir,  munu sjálfstæðismenn hér eftir sem hingað til, ólikt vinstri mönnum sem gjarnan kalla sig jafnaðarmenn, forgangsraða fjármunum til þeirra hluta sem brýnastir eru.  Eins og reyndar gert er í öllum heilbrigðum rekstri.

 En láta“ pólitísk gæluverkerfni“ bíða betri tíma, þegar betur árar í ríkisbúskapnum. Ólíkt verklagi svokallaðra jafnaðarmanna. Sem sólundað hafa fjármunum ótæpilega í hin ýmsu „gæluverkefni“ sem of langt mál er að telja upp.  Á meðan heilbrigðiskerfið og aðrir þættir velferðarkerfisins hafa smám saman molnað niður og innviðir þeirra morknað.

Við þetta má svo bæta að árið 2008 greiddu fullborgandi einstaklingar tæplega þrisvar sinnum meira fyrir lyf en öryrkjar, lífeyrisþegar og börn.
Árið 2012 greiddu hins vegar fullborgandi einstaklingar 1,44 sinnum meira fyrir lyf en öryrkjar, lífeyrisþegar og börn. Með öðrum orðum lyfjakostnaður hefur hækkað hlutfallslega mest hjá þeim sem minna mega sín. 

Í ofanálag voru svo kjör þessarra hópa skert verulega á fyrstu dögum hinnar norrænu velferðarstjórnar.  Skerðing sem ekki hefur gengið til baka þó skerðingar  á kjörum annarra hópa, eins og ráðherra og annarra opinberra starfsmanna sem aðgerðir velferðarstjórnarinnar beindust að  hafi að stærstum hluta gengið til baka.


Já svona stjórna jafnaðarmenn í velferðarmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband