Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Með ólíkindum............

...þetta sleifarlag stjórnvalda, að hafa hunskast til þess að gera þessa lagalegu og hagfræðilegu úttekt á gjaldeyrishöftunum, eins og ákveðið var samkvæmt samkomulagi við stórnarandstöðuna sl. vor.

 Hvað stóð í vegi fyrir því að samkomulagið var ekki efnt?  Gátu stjórnarflokkarnir kannski ekki komið sér saman um framæmdina?  Óttuðust stjórnvöld það, að útkoma úttektarinnar, yrði þeim óhliðholl?

Hver sem ástæðan kann að vera, þá er það hins vegar morgunljóst, að ríkisstjórn sem að hefur ekki dug í sér til þess að láta gera úttektir sem þessar, á jafnstóru máli og þessu, er vita gangslaus og ekki á vetur setjandi.


mbl.is Gjaldeyrisumræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðlaun og biðlaunaréttur alþingismanna.

Samkvæmt fréttum á eyjan.is, ætlar Þórunn Sveinbjarnardóttir að þiggja biðlaun, er hún lætur af þingmennsku, enda sé það lögbundinn réttur hennar.  Ekki ætla ég að deila um það, heldur benda á aðra eða aðrar hliðar málsins.

Síðuritara segir svo hugur, að lög um biðlaunarétt alþingismanna, hafi verið sett á sinum tíma til þess að tryggja þeim þingmönnum sem ekki næðu kjöri í kosningum, eða gæfu ekki kost á sér eftir kosningar, laun út einhvern uppsagnarfrest, líkt og tíðkast með almenna launamenn hér á landi.

Hinum almenna launamanni er tilkynnt með fyrirvara sem nemur uppsagnarfrestinum, að starfskrafta hans sé ekki lengur vænst.  Vinnur launamaðurinn þá oftast nær út uppsagnarfrestinn eða þá ef honum er gert að hætta samstundis þá fær hann uppsagnarfrestinn greiddan.  Alþingismönnum er hins vegar ,,sagt upp störfum" í þingkosningum.  Biðlaunin eru því laun út ,,uppsagnarfrestinn".

Ákveði launamaðurinn hins vegar að hætta störfum, þá vinnur hann út uppsagnarfrestinn. Að öðrum kosti þá fær hann ekki uppsagnarfrestinn borgaðan.

Þegar alþingismaður nær kjöri til Alþingis, fær hann samkvæmt stjórnarskrá í hendur kjörbréf, sem gildir til næstu þingkosninga, eða allt að fjögur ár.  Kjörbréfið tekur hins vegar ekki gildi, fyrr en þingmaðurinn hefur undirritað drengskap sinn við stjórnarskrána og þar með ,,bundið" til þingmennsku til næstu kosninga eða allt að fjögur ár. 

 Þingmaður sem hættir á miðju kjörtímabili, ætti því í rauninni að vera í sömu sporum og sá launamaður sem hættir fyrirvaralaust í starfi. 

 


Leigja Grímsstaði á Fjöllum?

Vegna fyrirhugaðra kaupa Kínverjans á Grímsstöðum á Fjöllum, hefur verið rætt erlendar fjárfestingar, gagnkvæmni í viðskiptum.

Á milli Íslands og Kína eru engir slíkir samningar til, í það minnsta ekki hvað varðar kaup á landi, að hvað best ég veit.

Í Kína eru lögin hins vegar þannig, að Íslendingur, gætti greitt fyrir afnot af kínversku landi í 70 ár og svo tæki kínverka ríkið það til sín.

 Í Þeirri viðleitni að halda einhverri gagnkvæmni gangandi, mætti bjóða Kínverjanum Grímsstaði til leigu til langs tíma (70 ár) og jafnvel gera enn betur en kínversk stjórnvöld og bjóða upp á framlengingu samningsins að loknum leigutíma, að uppfylltum skilyrðum.

 Í samningnum yrði þó að tryggja að allar þær auðlindir er kynnu að finnast á jörðinni, væru eign Íslendinga og gæti leigutakinn ekki vænst tekna af þeim, nema einhverjar greiðslur, eða afslátt af leigu, fyrir afnot af því landi sem vinnsla auðlindana færi fram á. Enda væri landið innan þess landssvæðis er hann leigir.


mbl.is Óska eftir viðræðum við Huang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama hvaðan ,,gott" kemur hjá Samfó?

Það er óhætt að segja að fjárfestingaráform Kínverjans sem hyggst kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hafi vakið viðbrögð meðal þjóðarinnar.  Sitt sýnist hverjum, eins og eðlilegt er. 

Hvað stjórnmálaflokkana varðar, þá er merkjanleg andstaða við áformin í þeim öllum, utan Samfylkingar. Reyndar kemur það ekki á óvart.  Án þess að fara í djúpar rannsóknir á tengslum kínverjans við íslenska aðila, þá enda tengslin inn í Samfylkingunni.

 Mágur utanríkisráðherra, Hjörleifur Sveinbjarnarson stundaði nám í Kína með Kínverjanum, fyrir nokkrum áratugum og hefur síðan haldið tengslum við hann. 

Talsmaður Kínverjans hér á landi, Halldór Jóhannsson er helsti ráðgjafi Össurar Skarphéðinssonar í málefnum Norðurslóða, auk þess sem hann veitti stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stórskipahöfn í Gunnólfvík og alþjóðaflugvöll við Þórshöfn á Langanesi.

Hallldór þessi var með einkarétt á Akureyri á sölu miða á leiki er þar fóru fram á HM95 í handbolta.  Klúðraðist það mál gjörsamlega í höndum Halldórs og þurfti Akureyrarbær að reiða fram 14 milljónir, vegna ábyrgðar í málinu. Auk þess sem að Halldór var kærður til RLR, vegna þessa máls.

  Svo má nefna lakkrísverkssmiðjuævintýri í Kína, gjaldþrot nokkurra teiknistofa og Ferðaskrifstofunar Ratvíss, þegar viðskiptaferill Halldórs er tekinn saman, í stuttu máli.

 Svo má nefna að ráðgjafi Kínverjans hér á landi heitir Lúðvík Bergvinsson sem er fyrrv. þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi.  Lúðvík starfar nú sem lögfræðingur.

 Það er því nokkuð ljóst að hér er í uppsiglingu enn eitt deilumálið milli stjórnarflokkana í uppsiglingu og eflaust vonlítið fyrir Samfylkingu að fá stuðning stjórnarandstöðunnar í málinu, eins t.d. gert var í tilfelli gagnavers Novators í Keflavík.  Það er einnig ljóst að Samfylkingin lúffar ekki í þessu máli, án láta innan flokksins. 

 Enda er mottóið: ,,Sama hvaðan gott kemur", í hávegum haft hjá Samfylkingunni og gildir þá einu, um hvað sé að ræða.


mbl.is Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað en frávísun óhugsandi............

... nema auðvitað að þetta hafi þá ekkert með réttlæti að gera, heldur sé pólitískur farsi. Skrifaður af vinstri flokkunum, með það eitt í huga meiða andstæðinginn á þann hátt sem enginn getur metið  hér og nú, hverju skilar.

Málið var afgreitt á tveimur löggjafarþingum, sem er ekki heimilt samkvæmt þingsköpum.  Úr því að ekki vannst tími til að finna saksóknara á haustþinginu í fyrra, þá féll málið í rauninni um sjálft sig.

Til þess að bæta úr því, hefði þurft að taka málið upp aftur á næsta þingi, greiða atkvæði um ákærur og kjósa saksóknara á því sama þingi.

Málið er því ótækt sem dómsmál, sökum handvammar, þess hluta Alþingis er vildi ákæra. Bæði hvað varðar lög um landsdóm og þingsköp.


mbl.is Alþingi tók ekki viturlega ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtir samningar strax við undirritun.

Miðað við efndir stjórnvalda á stöðugleikasáttmálanum, þá er ekki ofsagt að bjartsýni þeirra er töldu, kjarasamninga þá er skrifað var undir í vor, vísir til betri framtíðar fyrir hinn almenna launamann, óraunhæf og draumkennd.

 Það er alltaf þannig að þegar nýir kjarasamingar, sem innihalda launahækkanir eru gerðir, þá þarf að koma á móti tekjuaukning hjá þeim er greiða launin.  Þar er bæði átt við fyrirtækin í landinu og svo ríkið, sem gerði jú svipaða samninga við sína starfsmenn, líkt og almenni markaðurinn gerði.

Til þess að slíkt gangi eftir, þarf störfum hér á landi að fjölga verulega, fjárfestingar og landsframsleiðsla að aukast svo um munar.

Ekkert af þessu ofantöldu, er á framkvæmdalista núverandi ríkisstjórnar, þó svo að eitthvað sé jú talað um að gera eitt og annað.  

Staðan er hins vegar sú og hefur verið lengi, að tími orða er löngu liðinn og tími framkvæmda og fjárfestinga, löngu genginn í garð.  Heimilin og fyrirtækin í landinu hafa ekkert við orð að gera, þau þurfa auknar tekjur, ekki brotin loforð um mögulega tekju og kaupmáttaraukningu.

Allt ofantalið um tekjuaukningu, fjárfestingar og aukningu landsframleiðslu, er svo lykillinn að því að hér á landi verði lífvænlegt, á komandi árum og áratugum.

 Meðalaldur landsmanna fer hækkandi með ári hverju, sem að þýðir að æ færri skattgreiðendur standa eftir til þess að halda uppi velferðarþjónustunni og öðru sem nauðsynlegt er, svo þjóðfélagið funkeri sem gott er að búa í.

Aukin landsframleiðsla breikkar skattstofna, sem eykur svo tekjur ríkissjóðs, sem og þjóðarinnar. Það er í rauninni forsenda þess að hér verði búandi næstu áratugina.  

Að öðrum kosti er ekkert annað í kortunum, en enn frekari skattahækkanir og niðurskurður í velferðarkerfinu, sem leiðir svo til enn frekari kaupmáttarskerðingar og verri stöðu Ríkissjóðs.

 Það ætti því að vera öllum ljóst, að núverandi ríkisstjórn, er ekki að fara að vinna að þessum hlutum þjóðinni til heilla.  


mbl.is Nánast 100% víst að kaupmáttarforsendan stenst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri það jákvætt ef....

... hagsmunasamtök eins og LÍÚ myndu leggja til fé til þess að styrkja og bæta stjórnsýslu í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu?

Ef að fjármálastofnanir myndu leggja stjórnvöldum til fé, til þess að einfalda stjórnsýslu í efnahags og bankamálum?

Ef að álverin hér á landi leggðu stjórnvöldum til fé, til þess að bæta stjórnsýslu, varðandi stóriðju og umhverfisvernd???

Hvað yrði ofantalið kallað?  


mbl.is Ísland fær 28 milljónir evra í styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem koma skal?

Nýr kafli var skráður í þingsöguna í dag. Stjórnarfrumvarp, óskabarn forsætisráðherra, um Stjórnarráðið var fellt í allsherjarnefnd.  Reyndar er búið að boða annan fund eftir helgi, þar sem líklegast mun takast að afgreiða frumvarpið úr nefndinni.

Eflaust er bara spurningin hvað það kostar, að fá frumvarpið úr nefndinni?  Hvaða verð skyldi Þráinn setja upp?

Hætt er við því að þingstörfin á komandi vetri, muni öðru fremur snúast um sérþarfir einstaka stjórnarþingmanna, til þess að skapa málum nægan þingstyrk til afgreiðslu úr þinginu.

Ekki er víst að allar þessar ,,sérþarfir" einstaka stjórnarþingmanna, hafi eitthvað með þjóðarhag að gera. Líklegast er að þær muni helst snúast um kjördæmapot og það að róa svokallaða grasrót í Vinstri grænum.

 Þetta þing er engan vegin á vetur setjandi, en valdafíknin og ótti við afhroð í kosningum mun bara forherða oddvita ríkisstjórnarinnar í því að viðhalda gíslingu þeirri sem þjóðin hefur verið í frá 1. feb. 2009.


mbl.is Fresta fundi í allsherjarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttukona eða skrumdrottning.

Nýjasti leiðari DV endar svona:

,,Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði það sem eitt sitt helsta baráttumál að afnema verðtryggingu. Það átti sérstaklega við meðan hún var í stjórnarandstöðu. Eftir að hún komst til æðstu áhrifa hefur þetta áhugamál hennar horfið. Nú er hún varðmaður banka og okurlána. Sá tími hlýtur að vera kominn að ráðherrann láti verða af því að afnema eitt stærsta böl þeirra sem álpast til að kaupa eigið húsnæði."

 Það verður ekki af Jóhönnu tekið, að þegar hún hefur verið í stjórnarandstöðu, þá hafi hún talað líkt og hún vildi fólkinu í landinu allt hið besta.  Sem stjórnarandstöðuþingmaður hefur hún skrifað greinar um afnám verðtrygginar.  Einnig hefur hún krafist þess að ríkið lækki álögur sínar á eldsneyti.  Það gerði hún þegar literinn var seldur á ca. 150 kr.  Eflaust má svo týna til margt fleira, sem að stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna hefur ,,barist" fyrir á 33 ára þingferli sínum.

Núna hefur Jóhanna verið forsætisráðherra í tvö og hálft ár.  Aldrei hafa álögur ríkissins á eldsneyti verið jafnháar og hafa stjórnvöld, þrátt fyrir forsæti Jóhönnu þvertekið fyrir einhver afslátt á álögum ríkisins á eldsneyti.

Á þessum tíma sem forsætiðráðherra hefur svo Jóhanna, varið verðtrygginguna með kjafti og klóm og í rauninni gert allt til sem í hennar valdi stendur til þess að þvælast fyrir og tala niður allar góðar lausnir, sem gætu orðið veigamikill þáttur í endurreisn heimila og atvinnulífs í landinu. 

Það er því allt eins mögulegt, að þegar frá líður, þá muni enginn eftir baráttukonunni Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hins vegar muni skrumdrottningin Jóhanna Sigurðardóttir, lifa með þjóðinni.


mbl.is Fundur á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband