Leita í fréttum mbl.is

Biðlaun og biðlaunaréttur alþingismanna.

Samkvæmt fréttum á eyjan.is, ætlar Þórunn Sveinbjarnardóttir að þiggja biðlaun, er hún lætur af þingmennsku, enda sé það lögbundinn réttur hennar.  Ekki ætla ég að deila um það, heldur benda á aðra eða aðrar hliðar málsins.

Síðuritara segir svo hugur, að lög um biðlaunarétt alþingismanna, hafi verið sett á sinum tíma til þess að tryggja þeim þingmönnum sem ekki næðu kjöri í kosningum, eða gæfu ekki kost á sér eftir kosningar, laun út einhvern uppsagnarfrest, líkt og tíðkast með almenna launamenn hér á landi.

Hinum almenna launamanni er tilkynnt með fyrirvara sem nemur uppsagnarfrestinum, að starfskrafta hans sé ekki lengur vænst.  Vinnur launamaðurinn þá oftast nær út uppsagnarfrestinn eða þá ef honum er gert að hætta samstundis þá fær hann uppsagnarfrestinn greiddan.  Alþingismönnum er hins vegar ,,sagt upp störfum" í þingkosningum.  Biðlaunin eru því laun út ,,uppsagnarfrestinn".

Ákveði launamaðurinn hins vegar að hætta störfum, þá vinnur hann út uppsagnarfrestinn. Að öðrum kosti þá fær hann ekki uppsagnarfrestinn borgaðan.

Þegar alþingismaður nær kjöri til Alþingis, fær hann samkvæmt stjórnarskrá í hendur kjörbréf, sem gildir til næstu þingkosninga, eða allt að fjögur ár.  Kjörbréfið tekur hins vegar ekki gildi, fyrr en þingmaðurinn hefur undirritað drengskap sinn við stjórnarskrána og þar með ,,bundið" til þingmennsku til næstu kosninga eða allt að fjögur ár. 

 Þingmaður sem hættir á miðju kjörtímabili, ætti því í rauninni að vera í sömu sporum og sá launamaður sem hættir fyrirvaralaust í starfi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er leit að þingmönnum sem starfa fyrir fólkið í landinu. Flestir eru þeir líklega bara að starfa fyrir sjálfan sig eða tiltölulega þrönga hagsmunavinahópa.

Björn (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála, hún ætlar greinilega ekki að lifa á námslánum eins og aðrir námsmenn.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.9.2011 kl. 11:20

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta eru kjörin..

Biðlaun


Alþingismaður, sem hefur setið á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum er hann hættir þingmennsku. Biðlaun eru jafnhá þingfararkaupi, sem í apríl 2009 eru 520.000 kr. á mánuði, og greiðast þau í þrjá mánuði en í sex mánuði eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur. Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur.

Ekki svo sem mikið um þetta að segja annað en það að jú 6 mánuðir eru heldur meira en almennt launafólk fær, en starfsöryggi þingmanna er hverfult eða ætti að vera það...

Ef þingmaður starfar af heilindum, og vinnur eins og maður getur ýmindað sér að þurfi að vinna sinni maður starfinu vel, þá eru þessi laun ekki ofskömtuð, hinsvegar er þetta há laun séu menn einungis áskrifendur að þeim...

Eiður Ragnarsson, 5.9.2011 kl. 12:25

4 identicon

Eiður, fyrir góðan þingmann þá er núverandi þingfararkaup alltof lágt. Fyrir lélegan þingmann er það alltof hátt. Stór hluti núverandi þingmanna eru með alltof hátt kaup.

Það verður áhugavert að sjá fyrstu siðfræðiritgerð Þórunnar. Mun hún fjalla um siðferði þess að segja upp starfi sínu, fara í nám og lifa á lýðnum.

Björn (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 16:09

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi samanburður hjá þér Kristinn, á biðlaunum þingmanna við uppsagnarkjör launafólks er nokkuð skýr. Munurinn þarna á milli er afgerandi, sérstaklega þegar launþeginn segir upp vinnu og óskar eftir að hætta störfum strax.

Það er hins vegar sjónarsviptir af Þórunni. Hún er ein örfárra Samfylkingarþingmanna sem hefur sýnt skynsemi. Flokkurinn mátt síst við að missa hana af þingi. En það er kannski vegna þeirrar skynsemi sem hún býr yfir sem ákvörðun hennar um að yfirgefa flokkinn er tekinn.

Samfylkingin hefur orðið fyrir stórum skaða undir stjórn Jóhönnu!

Gunnar Heiðarsson, 5.9.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1684

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband