Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

,,Meintur eignarréttur"?!

Í tillögu stjórnar Vg. að ályktun flokksráðsfundarins, stendur meðal annars:

‎,,þar sem óumdeild yfirráð íslensku þjóðarinnar á nytjastofnun á Íslandsmiðum verði tryggð og meint eignarréttarlegt samband útgerða á nytjastofnum landsins verði rofið."
 
Það er óumdeilt að þjóðin ráði yfir fiskinum í hafinu. Þjóð er hins vegar ekki lögaðili og þarf því að fá einhvern/einhverja til þess að sjá um slíkt og setja leikreglurnar. Þess vegna kjósa flestar þjóðir sér þing, sem sér um málefni og  ,eignir þjóðarinar, í hennar umboði.
 
,,Meintur eignarréttur". Ef að einhver hefur heimild til þess að selja og/eða leigja eitthvað, þá hlýtur viðkomandi að ,,eiga" sem hann má selja/leigja.
Sá sem að kaupir svo það sem selt er, hann hlýtur að eiga það sem hann kaupir.

 


mbl.is VG lítur til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig í veröldinni er hægt að fá það út............

....... að áætlun um eitthvað sem eigi að ljúka árið 2013, hafi gengið upp?

Það er nú varla hægt að segja að lokun fjárlagagatsins sé á áætlun, gangi sú áætlun út á það, að fjárlög hvers árs, standist þegar uppi verður staðið.

Í fyrra varð hallinn 40 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir.  Var það útskýrt með því hjálpa hefði Íbúðalánasjóði um 33 milljarða. 

 Þó svo að 40 milljarðir séu há tala, þá er það meira en líklegt að sú tala blikni í samanburði við það sem kann að verða fyrir þetta ár.  Þar verður ekki bara eitt tilfallandi atriði, sem mun auka áætlaðan halla á ríkissjóði, heldur nokkur.  SP-Kef, Byr, ÍLS, Saga-capital, VBS og eflaust mun fleiri atriði, sem ég tek ekki upp hér.

 Ef að endurreisn bankana hafi átt að felast  í því að gefa kröfuhöfum veiðileyfi á heimilin og fyrirtækin í landinu, þá má segja að hún hafi tekist vel.

Hins vegar er það nú svo, að enginn veit hver á bankana í dag, fyrir utan Landsbankans sem er í ríkiseigu. Samt er þó oftar en ekki eins og stjórnvöld ráði ekki einu sinni við þann banka, sem þau sjálf fara þó með meirihlutaeign í. Hvað þá að þau hafi eitthvað að segja með hina bankana. 

  Atvinnuleysistölur lækka að vísu, en varla er þó um að ræða, að það séu ný störf, fyrir hvern þann sem fer af atvinnuleysisskrá, nema þá að starfið sé í Noregi, eða þá að viðkomandi hafi farið í skóla.

Í stuttu máli sagt, þá er þessi yfirlýsing, annað hvort vísvitandi blekking, eða þá að sá sem hana skrifar sé gersamlega firrtur öllu veruleikaskyni.............................


mbl.is Samstarfinu við AGS lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuleysi og stjórnarkreppa.

Allan síðastliðinn vetur, sátu stjórnarflokkarnir yfir niðurstöðum sáttanefndar hagsmunaaðlila í sjávarútvegi og þingflokkana , vegna nýrra laga um stjórn fiskveiða.  Þrátt fyrir átta eða níu mánaða yfirlegu, þá tókst stjórnarflokkunum ekki að koma sér saman um frumvarp um stjórn fiskveiða, er nyti stuðnings stjórnarflokkana. 

Þegar  fyrsta útgáfa nýs frumvarps um stjórn fiskveiða, er fram kom í maíbyrjun sl.,   fékk svo þá einkunn samfylkingarþingmanns, að engu líkara væri að simpasi hafi skrifað frumvarpið.   Fékk sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra frumvarpið aftur i hausinn, með því fororði, að hann hefði viku eða tvær, til þess að afmá fingraför simpasans af frumvarpinu.

Frumvarpið kom svo fram seint um síðir  og eflaust hafa ekki rétt efni verið notuð til þess að hreinsa fingraför simpasans af því. 

Það var nefnilega svo að það var ekki bara stjórnarandstaðan sem beitti sér gegn frumvarpinu, heldur einnig nokkri stjórnarþingmenn og að minnsta kosti einn ráðherra. (ÁPÁ)

Stjórnarmeirihlutinn í Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd, treysti sér ekki allur til þess að standa að sameiginlegu áliti o.s.f.v.................

Jafnvel þó svo  að forsætisráðherra hefði hótað sumarþingi til þess að ljúka málinu, þá í rauninni gerðist ekkert, þar sem ekki var sátt innan stjórnarflokkana um sumarþingið, hvað þá meðal þingsins alls.

Maður skildi nú ætla að allar starfshæfar ríkisstjórnir, með sameiginlega stefnu í málaflokknum, hefðu notað sumarið, til þess að sníða af þá annmarka á frumvarpinu, svo hægt  yrði að afgreiða það nú á septemberþinginu.

Þó að málið sé vissulega stórt, þá er það í rauninni ekki svo tímafrekt að ljúka því  í sátt, með samhentum stjórnvöldum. 

En eins og í þessu máli og svo til öllum öðrum málum er rata á borð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er þetta mál í bullandi ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og innan stjórnarflokkana. 

Það er því alveg morgunljóst , að stjórnvöld eru ekki með neina stefnu í sjávarútvegi, sem hægt er að styðjast við.

Ríkisstjórn án stefnu, mun aldrei ná að vinna að þessu máli svo vel sé.  Það sem verra er, er það að hægt er að segja það sama um flest ef ekki öll mál, sem ríkisstjórnin fæst við, eða á að fást við.

 Þrátt fyrir að á ,,pappírunum“ sé stjórnarmeirihluti í þinginu, þá er sá  stjórnarmeirihluti óstarfshæfur.  Við slíkar aðstæður er viðvarandi stjórnarkreppa, þó svo að það sitji, að nafninu til ríkisstjórn að völdum.


Hvorir treysta þjóðinni??

 Aðildarsinnar og þeir sem fylgjandi eru umsókninni að ESB, sem reyndar er nánast sami hópurinn, klifa stöðugt á því, að andstæðingar aðildar og umsóknar treysti ekki þjóðinni, fyrir því að taka ákvörðun um aðild að ESB, þegar/ef að aðildarsamningur liggur á borðinu.

En hvor hópurinn skildi nú treysta þjóðinni betur, til þess að taka afstöðu?  Spuninn sem gengur í þjóðfélaginu, er það séu aðlidar/umsóknarsinnar.  En er það svo?  ............... Alveg viss, ef svarið er já?

Skoðum málið.  Þegar ákveðið var að fara í þá vegferð, sem umsókn og aðlögun að ESB er, vildu flestir í stjórnarandstöðunni, að þjóðin fengi að kjósa um það hvort, það stóra skref, að sækja um aðild að ESB, yrði stigið.  Ekki máttu aðildar/umsókarsinnar, heyra á slíkt minnst.  Svo varla hefur dómgreind þjóðarinnar, notið trausts þeirra þingmanna er sækja vildu um. 

Vantraustið var svo fóðrað með, marklausu hjali, um að þjóðaratkvæðið yrði svo dýrt og svo því á íslenska þjóðin mætti bara engan tíma missa. ESB-hraðlestin, væri á leiðinni framhjá. 

Siðan kom fram krafa um að þjóðaratkvæðagreiðslan um samninginn, yrði bindandi en ekki ráðgefandi.  Þeirri kröfu var einnig hafnað.  Var henni hafnað á þeim forsendum, að ef svo ótrúlega vildi til að, hingað slæddist ,,slæmur" aðildarsamningur, þá gæti þjóðin slysast til þess að samþykkja hann!!! 

Þetta voru í skásta falli brosleg undanbrögð, í ljósi þess að aðildar/umsókarsinnar, segjast ætla að hlýða, ráðgjöf þjóðarinnar í ráðgefandi þjóðaratkvæði.    Ætli það sé þá frekar gert ráð fyrir því, að hingað slæðist ,,slæmur samningur", ef þjóðaratkvæðið um hann er ,,bindandi"?

Aðildar/umsókarsinnar, vita það, að ,,nei" í bindandi þjóðaratkvæði, þýðir að ferlinu sé lokið.  Sé þjóðaratkvæðið, hins vegar ráðgefandi, þá eru þingmenn ekki bundnir af ,,nei-inu", heldur geta þá, farið ýmsar leiðir. Hundsað nei-ið og samþykkt aðild í þinginu, ákveðið að reyna að ná öðrum samningi eða breytingum á þeim sem feldur var eða þá að hætta ferlinu.  Síðasttaldi kosturin (og ólíklegasti) væri hin eina ,,ráðgjöf" þjóðar er segði ,,nei", en hinir tveir hunsun á ,ráðgjöfinni". 

 Í ljósi þess, er hér að ofan stendur, þá er nú varla hægt að segja að andstæðingar aðildar/umsóknar, vantreysti þjóðinni.  Hins vegar skýn vantraustið í gegn, hjá aðildar/umsóknarsinnum.


mbl.is Ekki skilyrðislaus stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eflaust hafa þau bæði rétt fyrir sér.

,,Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á föstudag að skólanum yrði tryggt fjármagn til þess að geta haldið áfram rekstri, en í kvöldfréttum RÚV sama dag var birt athugasemd frá aðstoðarmanni hennar, þess efnis að ekkert slíkt hefði verið samþykkt í ríkisstjórn. Jóhanna hefur þó ekki dregið orð sín til baka."

Ætla má í ljósi þess að Þráinn Bertelsson setur það sem skilyrði fyrir stuðning við fjárlög næsta árs, að skólanum verði tryggt nægt fjármagn, að skólanum verði tryggt það upp á vantar.

Hins vegar má það vera að slíkt hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn.  

Það er hins vegar morgunljóst að sundurlyndisfólkið í gamla fangelsinu við Lækjartorg, lætur ekki vandræði Kvikmyndaskóla Íslands, setja sundurlyndissamstarfið í uppnám, frekar en almenna stöðnun og hraðferð til verri kjara í þjóðfélaginu. 

Það hlýtur því að vera svo að forsætisráðherra hafi sagt rétt frá.  Hins vegar eigi bara eftir að hanna atburðarásina að slíku...........  

Hvort að settur menntamálaráðherra Svandís Svavarsdóttir, fái tækifæri til að slá pólitískar keilur á kostnað Katrínar Jakobsdóttur, sem nú er í fæðingarorlofi, skal ósagt látið.  En væri þó alveg í takt við vinnubrögðin í Vinstrihreyfingunni grænu framboði.


mbl.is Ærin ástæða til bjartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir sig sjálft.

Það segir sig sjálft að þessir samnigar líkt og aðrir samningar sem gerðir hafa verið á almenna markaðnum og hjá ríkinu, kosta peninga. 

Til þess að mæta slíkum kostnaði, þarf að auka tekjur, eða minnka kostnað annars staðar. 

Hagfelldari leiðin er að auka tekjur.  En það gengur samt ekki að slíkt sé gert með því að kafa dýpra ofan í vasa skattgreiðenda, enda eru þeir fyrir löngu komnir yfir sín þolmörk hvað skattgreiðslur varðar.

 Þá er bara það eitt eftir að byggja upp atvinnulífið aftur, auka framleiðslu og verðmætasköpun og stækka þar með skattstofnana.

 Það þykir hins vegar fullsannað að, af slíku verður ekki á meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er við völd.  Stuðningur einstakra stjórnarliða við ríkisstjórnina er bundinn skilyrðum sem hindra slíkt.

Að semja um kjarabætur til handa launþegum var að sjálfsögðu jákvætt.  En hins vegar líða þær kjarabætur fyrir það, að ,,röng" ríkisstjórn er við völd.  Ríkisstjórn innbyrðisdeilna og stöðnunar.


mbl.is Tekjuaukning eða niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausar ,,límingar" aðildarsinna.

Það er með ólíkindum, að í hvert sinni sem róður ESB við að halda í horfinu, eða í það minnsta að fara sem skást út úr kreppunni þyngist, þá er eins og aðildarsinnum langi aldrei eins mikið þangað inn.

 Það getur varla annað en verið skynsemi, að draga sig út úr viðræðum, við eitthvað sem enginn veit í hvað er að breytast. Líkt og segja má um ESB, eins og staðan er í dag.

Rökin um að þjóðin sé ,,rænd" tækifærinu um að kjósa um aðild, eru líka hlægileg og í raun enn ein birtingarmynd örvæntingar aðildarsinna.   Það er nú svo að sá eini flokkur, sem boðaði afdráttarlaust ESB umsókn í undanfara síðustu þingkosninga, fékk einungis 29% atkvæða. Varla er því hægt að segja að umsóknin sem slík sé lýðræðisleg.

Enda felldu aðildarsinnar í þinginu tillögu um að það færi í þjóðaratkvæði, hvort sótt skuli um aðild, þrátt fyrir að þeim tíma hafi flest bent til að umsóknin hefði orðið ofan á slíku þjóðaratkvæði.   Það er því spurning hvor fylkingin óttist þjóðaratkvæði.  Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá erum við nær undantekningalaust að tala um sömu þingmenn og máttu ekki heyra á það minnst, að Icesavesamningarnir færu í þjóðaratkvæði.

En það hlýtur hver sá maður, sem ekki er frávita af örvæntingu, að sjá að samningsstaða Ísland í aðildarviðræðunum getur vart talist góð, á meðan ESB logar stafnana á milli og kreppan leggst yfir Evruland líkt og svarta þoka.


mbl.is Vill ESB-umsóknina á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaverktaki og umboð þjóðar.............

Í þessari könnun MMR má sjá að traust þjóðarinnar til Alþingis, fer ekki vaxandi.  Þá staðreynd nýtir einn þeirra verktaka, Illugi Jökulsson, sem innan við helmingur þingmanna, réð til þess að skrifa nýtt frumvarp að stjónarskrá íslenska lýðveldisins.

Í eyjubloggi sínu segir Illugi meðal annars:

,,Fyrir okkur í stjórnlagaráði er það frekar óskemmtileg tilhugsun að margir af hinum lítt traustsverðu þingmönnum telja eindregið að þeim beri einhver réttur og skylda til að krukka í stjórnarskrárfrumvarpið okkar áður en þjóðin sjálf fær að segja álit sitt á því."

En hvað sem pælingum Illuga og eflaust fleiri stjórnlagaverktaka líður, þá er staðan í raun ekkert flóknari en þessi:

Stjórnlagaráðið var í rauninni ráðið sem verktakahópur til þess að skrifa drög að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Allt tal um umboð þjóðarinnar er í rauninni fjarstæða, þar sem svokallað umboð var fengið með ólögmætum hætti að mati Hæstaréttar.

En svo er auðvitað í gildi stjórnarskrá, sem segir á skýran hátt, hverjir eigi að ,,véla" með stjórnarskrá Íslands...... Og það er ekki einhver verktakahópur sem á að sinna því verki....


mbl.is Meiri áhersla á banka en heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gatið klárlega stærra en 50 milljarðar....

Það má vel vera, að samkvæmt fjárlagafrumvarpi þessa árs, að hallinn eigi að vera 50 milljarðar.  Það eru hins vegar meiri líkur en minni að hann verði töluvert meira en það.  Sp-Kef, Byr, Íbúðalánasjóður, VBS, Saga Capital, Sjóvá og fleira mun sjá til þess að hallinn verði nær 100 milljörðum, en 50.

Á fjárlögum síðasta árs, varð hallinn rúmlega 120 milljarðar, þó eingöngu hafi verið gert ráð fyrir ca. 80 milljarða halla.  Samt voru vaxtagjöld ríkisins 30 milljörðum lægri en áætlað var.  

 Það er því allt eins líklegt að árin 2010 og 2011, verði halli ríkissjóðs öðru hvoru við 100 milljarðana, samtals bæði árin.  

Ef að ekki verða uppi raunhæfar áætlanir um auknar tekjur Ríkissjóðs, vegna aukinnar framleiðslu og verðmætasköpunnar í landinu, þá blasir ekkert annað við, en botnlaus halli ríkissjóðs út þetta kjörtímabil og jafnvel mun lengur.


mbl.is Takast á við 50 milljarða gat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband