Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Enn ein uppgjöf Jóhönnustjórnarinnar.

Það þykir svosem ekkert heyra til stórtíðinda að Jóhanna Sigurðardóttir hóti og steyti hnefann í allar áttir þegar frekjuköst hennar ná hámarki.  Það hefur verið hennar saga þau rúmu 30 ár sem hún hefur setið sem á Alþingi, bæði í og utan ríkisstjórnar.

 Núna tekst henni ekki að koma kvótamálum í þann farveg, sem að hún helst vildi hafa þau og þá á að skella þremur ónothæfum kostum í þjóðaratkvæði.  Það verklag hefur þó þann galla, að Alþingi mun alltaf hafa síðasta orðið í málinu, samkvæmt núgildandi stjórnarskrá.

Varla er hægt að ætlast til þess að alþingismenn kjósi svo á endanum um málið, gegn sinni sannfæringu, hljómi hún öðruvísi en sannfæring þjóðarinnar.  Það er nefnilega þannig, að þingmönnum skrifa undir drengskaparheit, þar sem þeir heita því að fylgja eingöngu eigin sannfæringu, en ekki boðum frá kjósendum eða öðrum.

Sjávarútvegsmálin eru reyndar í þvílíku klúðri hjá Jóhönnustjórninni, að varla mun henni takast að koma á kerfi sem að fær að lifa lengur en stjórnin.  Enda hefur verklagið við málin verið með eindæmum.

 Ef að sjávarútvegsmálin hefði átt að leysa af einhverju viti  þá hefðu menn, í stað þess að  togast á milli stjórnarflokkanna um niðurstöðu sáttarnefndarinnar, átt að einhenda sér í að skrifa frumvarp, byggt á niðurstöðu nefndarinnar og leggja það fyrir þingið.  

 Frumvörpin hefði þá komið inn í þingið á ,,löglegum" tíma, ekki einum og hálfum mánuði of seint. Frumvörpin hefðu svo getað tekið nauðsynlegum breytingum í meðferð þingsins, en ekki orðið að þrætuepli íbúannna í gamla fangelsinu við Lækjartorg, mánuðum saman.   


mbl.is Kvótamálin í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjáleið framhjá Jóni Bjarnasyni.

Það hefur nánast verið á dagskrá síðan hin ,,hreina" vinstri stjórn tók við völdum, að koma Jóni Bjarnasyni út úr Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu. Það hefur hins vegar ekki tekist hingað til og mun ekki takast nema þá með því að sprengja stjórnina. 

Hins vegar er það með öllu ótækt að mati Samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar að Jón Bjarnason, sé í forsvari gagnvart ESB í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum.  Enda fór það svo, fyrir ekki svo löngu, að Össur þurfti að umskrifa svör Jóns B. við spurningum ESB um sjávarútvegs og landbúnaðarmál. 

Verði stjórnarráðsfrumvarp Jóhönnu að lögum, þá þurfa ESBsinnaðir ráðherrar ekkert að hafa neinar áhyggjur af því hvað eða hvort Jón B. skrifi eitthvað til ESB.  Frumvarpið gerir nefnilega ráð fyrir því að forsætisráðherra, geti flutt málaflokka á milli ráðuneyta. 

Það er því nokkuð augljóst að verði frumvarpið að lögum, þá færist forræðið á sjávarútvegs og landbúnaðarmálum, gagnvart ESB á hendi utanríkisráðherra.  Með því verður þá búið að ryðja hjáleið framhjá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. 


mbl.is Ekki boðlegt í sölum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband