Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Hákarlar og dómstólagrýlur.

Í auglýsingu Áframhópsins í blöðum í dag, er mynd af ófrýnilegum hákarli, sem nálgast hjálparvana fólk á fleka eða báti. 

 Það þarf ekki fjörugt ímyndunnarafl til þess að átta sig á því að hákarlinn, á að tákna ,,foxill" bresk og hollensk stjórnvöld og fólkið á bátnum á að tákna íslensku þjóðina.  

Rökrétt útlegging á myndlíkingu Áframhópsins er því sú, að segi þjóðin ,,nei" við Icesave, þá komi hákarlinn hingað, með dyggum stuðningi ESB og éti allt sem að kjafti kemur.

Það er nú reyndar spurning, hvort við ættum ekki bara að leyfa hákarlinum að koma. Ef að hákarlinn ætlar að sækja sínar bætur fyrir íslenskum dómstólum þá þarf hann fyrst að viðurkenna lögsögu
EFTAdómstólsins. Gerist það, þá mun dómsorð EFTAdómstólsins hafa fordæmisgildi á öllu EES-svæðinu, þarmeð talið í öllum ESB-ríkjum.

ECJ, dómstóll ESB er því andvígur að annar dómstóll, en hann sjálfur, kveði á um álitamál innan ESB, þannig að varla má ætla að hákarlinn færi gegn  sjálfu ESB og dómstóli ESB og viðurkenndi lögsögu EFTAdómstólsins.


Eru einhverjar líkur á því, að það yrði eitthvað bit í hákarli, sem veifaði
niðurstöðu dóms, sem hann viðurkennir ekki sjálfur?

Líklegast er því að hákarlinn sé ,  þeir innistæðueigendur, er ekki fá  tjón sitt bætt að fullu.  Þeir innistæðueigendur, er áttu upphæðir umfram tryggingarupphæðina á Icesavereikningunum.  Dæmi íslenskir dómstólar, þeim innistæðueigendum bætur,  þá má greiða þær út í íslenskum krónum. 

( Það hlýtur að gleðja ESB-sinnanna, að hægt verði að losa sig við eitthvað af  ,,ónýtri“ krónu í einhverja útlendinga)

Verði samningarnir hins vegar samþykktir syndir hákarlinn upp Thamesá og krefst sinna bóta fyrir breskum dómstólum.  Eða trúir því einhver að Héraðsdómur Reykjavíkur, túlki bresk lög og dæmi eftir þeim?

Grein 10.9 Lög sem gilda. SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM.

 

 


mbl.is Gildi neyðarlaga staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1648

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband