Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
5.1.2011 | 19:51
Allt samkvæmt handritinu.
Það einna helst að manni detti ,, úlfur, úlfur" í hug þegar meintir ,,villikettir" kvæsa.
Það er nær öruggt að villikettirnir hafi óopinbert leyfi fyrir þessu kvæsi sínu, svo framarlega sem þeir fella ekki ríkisstjórnina og /eða greiða atkvæði á þann hátt, að stefna ríkisstjórnarinnar verði ekki undir.
Nægir þar að skoða atkvæðahönnun villikattanna í Icesaveatkvæðagreiðslunni 30. des. 2009. Í þeirri atkvæðagreiðslu, skiptu villikettirnir atkvæðum sínum, milli atkvæðagreiðslu um samninginn sjálfan og svo atkvæðagreiðslu um það hvort vísa ætti samningnum til þjóðarinnar.
Segir þingflokk VG styðja stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 17:22
Englandsbanki og ,,Mávurinn" í Svörtuloftum.
Haustið 2008, skömmu eftir hrun, átti sér stað símtal milli þeirra Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Melvyns Kings, bankastjóra Englandsbanka.
Í því símtali fullyrti Melvyn að Bretar myndu ekki krefjast þess að íslenska ríkið endurgreiddi breska ríkinu það fé sem breska ríkið lagði út vegna innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans, enda lagði breska ríkið það ekki út af greiðasemi við Íslendinga, heldur til að afstýra áhlaupi á breska banka. Fastlega má reikna með því, að sömu ástæður hafi legið að baki því, að Hollendingar gerðu slíkt hið sama, þ.e. lagt út fé hollenskum Icesavereikningshöfum til handa, til þess að afstýra hlaupi á hollenska banka.
Var þetta símtal tekið upp og á upptakan af því að liggja í Seðlabankanum. En þegar Icesave II var í algleymingi og Utanríkismálanefnd Alþingis bað um aðgang af upptökunum, var beiðni um afrit af upptökunni synjað af Má Guðmundssyni, sem þá var orðinn Seðlabankastjóri. Ástæðan sem að Már gaf fyrir synjuninni var sú að hann hefði ekki samþykki Englandsbanka fyrir því að láta af hendi afrit af upptökunni.
Nú er varla hægt að gera ráð fyrir öðru en að Englandsbanki hafi í framhaldinu, verið spurður leyfis vegna upptökunnar. Eina ástæða þess að ekki hafi verið gengið lengra til þess að fá aðgang að upptökunum, eftir synjun Más sé svo raunin, er þá einfaldlega sú að stjórnvöld og aðrir í Bretavinnunni, hafi einsett sér að fá að borga í það minnsta 400 milljörðum meira en Icesave III kveður á um.
Tölur stjórnvalda um eitthvað lægri upphæð en 400 milljarða, standast ekki skoðun, enda varla við því að búast að t.d. gengisþróunin hefði verið okkur í hag, hefðu stjórnvöld borgað nærri 100 milljarða í vexti árið 2010, eins og Icesave II kvað á um.
Hafi Már hins vegar spurt Englandsbanka um leyfi fyrir því að láta af hendi afrit af upptökunni og fengið synjun, þá skuldar Már íslensku þjóðinni skýringu á því, hvers vegna honum hafi verið neitað um birtingu á afritinu.
Kannski hefur bara ástæðan verið sú, eins og Már gaf í skyn er launamál hans voru algleymingi, að manni sem skömmtuð er slík hungurlús, er laun hans eru eða voru í það minnsta þá, sé ekki sýnd virðing í alþjóðlega seðlabankaheiminum. Hann hafi af þeim sökum ekki verið virtur viðlits er hann bar upp erindið við Englandsbanka.
Þetta símtal er nú ekki eins og tveggja manna tal um veðrið eða daginn og veginn, heldur er þetta símtal lykill að vörn, þess hluta íslensku þjóðarinnar, sem aftekur með öllu að gangast við ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga í Icesacedeilunni.
En eins og Bretavinnugengið hefur látið, síðan snemmsumars 2009, er Svavar Gestsson nennti ekki þessu samningakarpi lengur og kom heim með hinn arfaslaka og þjóðhættulega Icesave I samning, þá má vel ímynda sér að sá flokkur manna er telst til áðurnefnds gengis vilji helst að upptaka þessi komi aldrei fram og verði helst eytt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líklegast markar þessi þingflokksfundur Vinstri grænna varla nein tímamót. Líklegast er áfram verði bara það í boði, sem Vinstri grænir kalla skoðanaskipti.
Þegar fólk hefur svo talað frá sér allt vit og helst talað í marga hringi, verður fallist á vera bara áfram sammála um að vera ósammála.
Ennfremur má reikna með því, að formanni flokksins verði falið það, að taka þau deilumál er um ræðir upp í ríkisstjórninni.
Það verður gert, þrátt fyrir að slíkar æfingar formannsins hingað til, hafi litlu skilað undanfarin tvö ár tæp.
Í þeim málum sem ríkisstjórnarflokkana, eða öllu heldur stefnuskrár flokkana, greinir á um hafa Vinstri grænir oftar en ekki þurft að lúffa og mátt sitja undir hótunum forsætisráðherra um stjórnarslit, eða eitthvað þaðan af verra, verði stefna Samfylkingarinnar ekki ofan á.
Ráðherrar Vg. hafa þó fengið, svona kaup kaups, óopinbert leyfi til að þvælast fyrir allri atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun í landinu.
Það ætti að vera flestum það ljóst, að stjórnarslitahótanir Jóhönnu, bíta vart núna, enda fá önnur stjórnarmynstur möguleg, eins og staðan er í dag. Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum og atkvæðahönnun þingmanna Samfylkingar, þegar greidd voru atkvæði um ákærur fyrir landsdómi, eyða möguleika á stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkur þyrfti alla flokka nema Samfylkingu, með sér til að mynda meirihlutastjórn og Samfylkingin þyrfti Framsókn og Hreyfingu með sér, til þess að mynda meirihlutastjórn, sem hefði þó ekki nema eins manns meirihluta. Þannig að möguleiki á myndun nýrrar stjórnar, án kosninga er því verulega hverfandi.
Eins myndi þátttaka og eða stuðningur tveggja til þriggja framsóknarmanna við ríkisstjórnina, ekki skila neinu nema fleiri villiköttum í Vg og í raun gera stjórnarsamstarfið, mun þyngra í vöfum en það er í dag.
Það er því nokkuð ljóst, að ekkert annað en kosningar kæmu þá til greina. Þingmenn Vg., hvort sem þeir teljast til villi eða heimiliskatta, hljóta að hugsa með hryllingi til þess, yrðu hér kosningar innan fárra vikna eða mánuða.
Enda hefur flokksforustan, tekið hvert einasta stefnumál sem flokkurinn fékk atkvæði út á síðustu kosningum og grýtt þeim út í hafsauga og mun flokkurinn án efa líða mun verr en skoðanakannanir benda til, fyrir það að líta svo á að stefnuskrá samstarfsflokks í ríkisstjórn, sé stefnu eigin flokks æðri.
Það eru því hverfandi líkur á því að eitthvað stórt uppgjör, verði á þessum þingflokksfundi. Uppgjör innan Vg. mun bíða þess tíma, er forysta flokksins ,,þorir" að boða til landsfundar, eða verður neydd til þess af öðrum ástæðum.
Mikill átakafundur hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar