Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Næstum jafnmargir hafna viðræðum.

Fyrir ekki svo löngu var Capacent Gallup einnig með könnun, þar sem viðhorf fólks til umsóknarinnar, sjálfrar var kannað.  Í þeirri könnun kom fram að ca. 57% aðspurðra var andvígur aðildarviðræðunum. Það er því nokkuð ljóst að það helst nokkurn vegin í hendur afstaða til aðildar eða til aðildarviðræðna.

 Aðildarsinnar eða aðildarviðræðnasinnar segja að enginn viti hvað sé í boði og því sé nauðsynlegt að fara í þessar viðræður.  Fólk er nú nokkuð upplýst um það hvað er í boði. Það sem stendur til boða er ESB og ekkert annað, reglur sambandsins og stjórnarskrá þess. Stjórnarskrá sem rétthærri er stjórnarskrá aðildarríkjana.  Það er ófrávíkjanleg krafa, eingöngu verða í boði tímabundnar undanþágur frá þeim skilmálum, ef þær verða þá nokkrar.  Það í rauninni slær út af borðinu rök aðildarsinna, að auðlindum okkar verði borgið, ef við bara bindum þær eign þjóðarinnar í stjórnarskrá, því að sú stjórnarskrá, mun verða réttlægri, þeirri evrópsku við aðild.

 Fyrir nokkrum vikum, var nokkrum "völdum blaðamönnum og ofurbloggurum, boðið  til Brussel í "kynningarferð" til Brussel.  Þann 23. júní sl. var síðan þessum sömu aðilum, boðið á fund í Utanríkisráðuneytinu, þar sem ræða átti ferðina, auk þess sem að formaður íslensku samninganefndarinnar sat fyrir svörum og skýrði út fyrir hópnum hver næstu skref í aðildarferlinu yrðu.

 Það má líkja boðsferðinni og fundinum í Utanríkisráðuneytinu, við blaðamannafund.  Í því samhengi hljóta að vakna upp spurningar eins og: Hvort það vekji ekki furðu að ekki einn einasti þessara blaðamanna sem í ferðina fóru, hafa skrifað frétt eða þá fréttaskýringu um ferðina eða fundinn í ráðuneytinu?  

 En það vekur hins vegar enn minni furðu að einhverjir þeirra blaðamanna sem fóru í þessa boðsferð, hafa verið uppteknir af því, að gera lítið úr þeim andvígir eru aðild eða aðildarviðræðum og hafa jafnvel tekið það að sér, að birta "ekki" fréttir af klofningi í þeim flokki, sem einn flokka á Íslandi, hefur lýst sig andvígan viðræðum.

 Skildi það vera merki um vandaðan og upplýstan fréttaflutning, eða merki um "keyptan fréttaflutning?


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband