Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
30.6.2010 | 12:02
Að verja hagsmuni, eða fara að lögum?
"Tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins byggja á þeirri afstöðu þeirra að hvorki séu lagaleg né efnahagsleg rök fyrir því að vaxtakjör sem áður tóku mið af erlendum millibankavöxtum haldist áfram eftir að tenging þess hluta höfuðstólsins sem bar slíka vexti við viðkomandi gjaldmiðil hefur verið rofin með dómi Hæstaréttar. Þetta kom fram í máli Arnórs Sighvatssonar, aðstoðaseðlabankastjóra á fundi með fréttamönnum í morgun."
Erfitt er að túlka orð Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra öðruvísi, en að Hæstiréttur hafi ekki lengur síðasta orðið í dómsmálum hér á landi, þrátt fyrir það að það sé kveðið á um slíkt í stjórnarskrá.
Vera má að SÍ og FME, hafi notið ráðgjafar og leiðsagnar færustu lögspekinga landsins, til þess að komast að þessari niðurstöðu, þó svo að niðurstaðan sé á pari við yfirlýsingar Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra.
Það er samt í ljósi dóms Hæstaréttar, erfitt að sjá efnisleg og lagaleg rök fyrir þessum tilmælum, þar sem dómur Hæstaréttar, tók ekki til vaxtakjara, þessara myntkörfulána, heldur eingöngu til gengistryggingar höfuðstóls lánana. Dómur Hæstaréttar, kvað á um að þessir lánasamningar, væru löglegir að öllu leyti nema því að ekki mátti nota gengisviðmið, við útreikninga á höfuðstól þeirra. Allt annað í þessum lánasamningum stendur, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Það er með örðum orðum, þannig, að það er í rauninni nóg að taka úr þessum lánasamningum, allt sem lýtur að gengistryggingu en láta allt annað standa.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra sagði eftir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, að enginn hafi reiknað með því, að ef að gengistryggingin yrði dæmd ólögleg, þá myndu samningsvextir standa. Í þessu samhengi skiptir engu máli, hvað menn halda eða héldu. Hér skiptir dómsorð Hæstaréttar öllu máli, enda hefur Hæstiréttur Íslands lokaorðið í málum sem þessum, en ekki hvað menn halda eða búast við, óháð hugsanlegu "tjóni" fjármálafyrirtækja, vegna fullnustu dómsins.
Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 18:29
ESB, ESA, Icesave og "vörn" íslenskra stjórnvalda.
Núna þegar þessi orð eru skrifuð, eru ca. fjórar vikur, þangað til sá frestur rennur út, sem íslensk stjórnvöld hafa, til þess að grípa til varna, vegna úrskurðar ESA í Icesavedeilunni.
Þegar forsetinn synjaði Icesavelögunum staðfestingar í janúar sl., tóku Bretar og Hollendingar, þann eðlilega pól í hæðina, að stjórnvöld, ein sér, hefðu ekki umboð þjóðarinnar, til frekari samninga og kröfðust þess, ef að viðræður ættu að fara í gang, þá þyrfti einnig stjórnarandstaðan að koma að því ferli. Þjóðin tók svo undir þetta umboðsleysi stjórnvalda í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars sl.
Sama hversu oft stjórnvöld endurtaka það, að ESB-umsóknin og Icesavedeilan, séu óskyld mál, þá breytir það engu með það, að þessi tvö mál eru náskyld. Styttri útgáfan af deilunni er sú, að gráðugir íslenskir bankamenn, nýttu sér þær glufur sem í regluverki ESB voru, til þess að stofna til þessara reikninga og þessar sömu glufur, leyfðu einnig þeim þá meðferð á því fé sem inn á þessa reikninga var lagt.
Réttlát lausn deilunnar, að mati meirihluta íslensku þjóðarinnar, væri því stórt áfall fyrir ESB og myndi eflaust valda, ekki minni usla en ástandið í Grikklandi og yfirvofandi ástand í öðrum ríkjum Suður-Evrópu. Réttlát og í raun lausn á lagalegum grundvelli, væri því ekkert annað en áfall, fyrir stefnu Samfylkingar varðandi ESB-aðild, enda varla við því að búast umsókn Íslendinga yrði tekið jafn "fagnandi" af ríkjum ESB, eftir slíkar lyktir málsins.
Litlar fréttir hafa hins vegar borist af því, hvort að tekið verður til varna, gegn ESA af þeim aðilum, sem bæði viðsemjendur okkar og þjóðin, hafa í raun sagt að hafi hafi umboð til að leysa deiluna, þ.e. að ekki er vitað til þess að stjórnvöld, ætli að hafa eitthvað samráð við stjórnarandstöðuna, um það, á hvaða hátt skuli tekið til varna gegn úrskurði ESA.
Það er því alveg ljóst að varnir Íslendinga gegn úrskurði ESA, verða ekki í umboði íslensku þjóðarinnar, heldur í umboði ESB-umsóknar Samfylkingar, studdri af Vinstri grænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2010 | 14:31
Var eitthvað annað í boði?
Í ræðu sinni í upphafi fundarins, hvatti Jóhanna félaga sína í Samfylkingunni, að skipta sér út, þætti þeim einhverjir aðrir betur til þess fallnir að leiða flokkinn. Þessi orð hennar voru sögð í þeirri vissu, að flokkurinn þyldi ekki formannskjör, enda var hugmyndinn um að halda landsfund í stað flokksráðsfundar blásin af, vegna ótta við afsögn Jóhönnu.
Ástæðan fyrir því að Jóhanna varð formaður Samfylkingarinnar er sú að þegar Ingibjörg Sólrún hætti, vegna veikinda, var fyrst og fremst sú, að sá einstaklingur er ekki annar til í flokknum, sem að ekki myndi kljúfa hann í herðar niður, yrði farið í formannskosningar.
Stuðningsyfirlýsing flokksráðsfundarins, var því fyrirséð og varla fréttnæm. Yfirlýsingin lýsir fyrst og fremst þeim skorti á aftökum Jóhönnu, fremur en stuðningi við hana. Yfirlýsingin, var líka samþykkt í skugga þess ótta, að Jóhanna segði af sér og flokkurinn myndi neyðast til að boða landsfundar og kjósa nýjan formann og þar með hugsanlega æsa til klofnings innan flokksins.
Svo neyðarleg er staðan innan Samfylkingarinnar, varðandi formannskjör, að reynt er í bloggheimum, að gera lítið úr 62% kosningu Bjarna Benetiktssonar í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.
Það er t.d. ekki hægt að segja að þeir formenn sem Samfylkingin, hefur haft hingað til, hafi notið óskerts stuðnings flokksmanna, í þau skipti sem kosið hefur verið á milli manna í embættið, eða jafnvel milli þess sem kosið er á milli manna í embættið.
Stuðningur flokksins við Össur fyrir þingkosningarnar 2003, var nú ekki meiri en svo, að þó að ekki hafi borist mótframboð í embættið, það árið, þá treysti flokkurinn honum til að leiða flokkinn í kosningabaráttunni, fyrir þær kosningar. Fyrir þær kosningar var Ingibjörgu Sólrúnu, stillt upp sem forsætisráðherraefni, fyrst og fremst vegna þess að flokkurinn treysti ekki Össuri til þess að leiða flokkinn í þeirri kosningabaráttu, en vildi á sama tíma losna við þann klofning, eða óeiningu innan flokksins, sem annars hefði orðið, hefði Ingibjörg boðið sig fram gegn Össuri.
Ingibjörg náði hins vegar ekki kjöri til Alþingis í þeim kosningum og varð upphaflega, varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Siðan losnaði þingsæti fyrir Ingibjörgu, þegar nýkjörinn þingmaður flokksins, Ásgeir Friðgeirsson, ákvað að gerast frekar talsmaður Björgólfsfeðga, en setjast á þing.
Samfylkingin, skipti svo um formann á miðju kjörtímabili, eftir að Össur og Ingibjörg tókust þar á, þar sem Ingibjörg sigraði, eftir hatramma baráttu við Össur. Baráttu sem aldrei hefði verið boðið upp á undanfara kosninga.
Ég veit ekki með þig lesandi góður, en mér þykir vandamál Samfylkingunnar vera það að flokkurinn getur ekki með nokkru móti, séð vanda sinn í eigin ranni, heldur alltaf reynt að benda á aðra, þegar harðnar á dalnum.
Lýsa yfir stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2010 | 23:43
Hárrétt ákvörðun.
Í dag, þann 26. júní, hjó Sjálfstæðisflokkurinn á aukalandsfundi sínum á þann hnút sem, afstaðan, eða hinar mörgu afstöður innan flokksins til aðildarumsóknar að ESB, hafði hnýtt í flokknum.
Óhætt er að segja að ákvörðun flokksins hafi vakið viðbrögð hjá "blogglúðrasveit" Samfylkingarinnar, ESB-miðlum og hjá verðandi formannsefni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Árni gefur út þá yfirlýsingu, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stimplað sig út úr umræðunni um ESB og sé orðinn einangraður "öfga-hægriflokkur". Það er reyndar erfitt að sjá hvernig flokku, sem tekur staðfasta afstöðu með 70% þjóðarinnar í máli, eins og aðildarumsókn að ESB er. Maður skyldi nú ætla að sá flokkur, eða þeir flokkar, sem skipa sér í sveit með 30% þjóðarinnar, séu frekar að mála sig út í horn.
Rök margra í blogglúðrasveitinni, eru þau að flokkurinn hafi breytt um stefnu í málinu. Það tel ég reyndar ranga túlkun á málinu. Á landsfundi flokksins í lok janúar 2009, var samþykkt, að ekki skyldi gengið til viðræðna við ESB, um inngöngu Íslands í sambandið, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að loknum samningaviðræðum, þegar og ef að nýr samningur, lægi á borðinu, þá skildi þjóðin kjósa um samninginn í bindandi kosningum, ekki ráðgefandi, eins og núverandi þingsályktunnartillaga, sem unnið er samkvæmt, hljóðar uppá. Flutti þingflokkur Sjálfstæðismanna breytingartillögu þess efnis, þegar málið, var til efnislegrar umræðu í þinginu, vorið og sumarið 2009. Voru þær tillögur báðar felldar og þá um leið, möguleiki flokksins á stuðningi við málið.
Þess má geta að þegar umræður fóru fram, þá var meirihluti fyrir aðildarviðræðum, meðal þjóðarinnar, þannig að Samfylkingin, hefði varla þurft að óttast þær kosningar. Líklegt má þó telja, að stjórnarflokkarnir, hafi ekki verið hrifnir af því að þurfa að reka kosningabaráttu fyrir máli sem að annað stjórnarflokkurinn er í prinsippinu andvígur. Hefði því sú kosningabarátta ekki gert annað en að sýna fram á forystuleysið, sem einkennt hefur málið frá upphafi. Eins má geta að stjórnvöld treystu sér ekki að hafa kosninguna um aðildina bindandi, heldur ráðgefandi, þannig að stjórnvöld gætu í sjálfu sér, ef þeim líkaði ekki ráðgjöf þjóðarinnar, hafnað henni og þröngvað aðilinni, í gegnum þingið. Stjórnvöld hafa reyndar sýnt það að þau, fari ekki eftir vilja þjóðarinnar, þó að kosið sé um hann, nægir þar að nefna Icesavemálið.
Esb-miðlanir, sem varla hafa komið frá sér öðrum fréttum undanfarna daga, en fréttum að yfirvofandi klofningi Sjálfstæðisflokksins, hafa líka verið duglegir að snapa aðrar fréttir að af "hugsanlegri" óeiningu innan flokksins og til þess að undirstrika það þá hafa þeir gert úr því stórfrétt, að fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi flokksins, sem bauð sig fram fyrir annan flokk, eða framboð í síðustu sveitarstjórnarkosningum, hafi verið rekinn úr flokknum og fengi ekki sæti á landsfundinum. Víðast hvar þætti það nú eðlilegasti hlutur í heimi, að einstaklingar, sem stundi trúnaðarstörf fyrir stjórnmálaflokka eða öfl, sætu ekki landsfundi annara flokka.
Pressan birti svo viðtal við Svein Andra Sveinsson, einn þeirra sjálfstæðismanna, sem vilja ESB-aðild, áður en að landsfundinum lauk, þar sem að hann boðaði, stofnun nýs hægriflokks með ESB- fetish. Má leiða að því líkum að viðtalið hafi verið tekið fyrirfram og verið tilbúið til birtingar, þegar skoðun, meirihluta landsfundarfulltrúa væri kunn. Sé svo rauninn, þá óska ég Sveini Andra og félögum góðs gengis, í baráttunni um atkvæðin við kjósendur Samfylkingarinnar, þessi ca 20-30%.
Það er vitað að í kosningunum 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn, galt afhroð, vegna hrunsins, að stór hluti fastafylgis flokksins, frá þeim sem studdu ESB aðild, fluttist yfir á Samfylkingu, þau atkvæði munu þá væntanlega fara til Sveins Andra og co., séu þeir kjósendur enn svag fyrir ESB, annars koma þau atkvæði "heim" aftur. Sá hluti fylgisins sem fór af flokknum, frá þeim sem andvígir eru ESB, fluttist hins vegar yfir á Vg og verður að telja, að miðað við störf og efndir Vg á kjörtímabilinu, að þau atkvæði, komi að mestu leyti til baka.
Vilja draga umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010 | 10:17
Hæstiréttur kom með línuna 16. júní.
Í allri þessari umræðu um dóm Hæstaréttar, læðist að manni sá grunur, að þeir fulltrúar stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og svo núna Samtaka Atvinnulífsins, hafi ekki lesið meginiðurstöðu dóms Hæstaréttar.
Í stuttu máli er megin niðurstaðan sú að, þessir lánasamningar eru löglegir að öllu leyti, nema því að ekki var heimilt að hafa í þeim"gengistryggða verðtryggingu". Allt annað í samningum stendur, eins og vextir og lánstími.
Það skiptir engu máli, varðandi dóm Hæstaréttar, hvort að aðrir séu með "annars konar" verðtrygginu á sínum lánum, sem er lögleg. Það er ekki hægt að setja fram einhver "jafnræðisviðmið" gagnvart þeim sem tóku sín lán, miðað við "hefðbundna" verðtryggingu. Almenningi stóð til boða á sínum tíma, báðir möguleikarnir og fólk sem að hafði, þá þegar lán með "hefðbundinni" verðryggingu, stóð velflestu til boða, að skuldbreyta yfir í gengistryggðu lánin.
Sú eina lína sem fjármálafyrirtækjunum er mögulegt að gefa, samkvæmt dómi Hæstaréttar, er að taka hvert þeirra lána, sem eru sambærileg þeim sem Hæstiréttur, felldi sinn dóm um, reikna hvað hver afborgun, hefði verið til dagsins í dag, miðað við þá vexti sem eru í samningunum og hver heildarupphæð afborgananna hefði verið samkvæmt því. Hafi fólk borgað meira, þá endurgreiða því. Eigi fólk enn eftir að borga einhverja upphæð af láninu, þá senda því greiðsluseðla, samkvæmt þeim úrskurði, sem Hæstiréttur kvað upp.
Hæstiréttur, er æðsta dómsvald landsins, en ekki einhver álitsgjafi út í bæ. Dómum Hæstaréttar ber að fylgja, en ekki snúa útúr og draga lappirnar gagnvart og upphugsa eitthvað annað en dómurinn kveður á um.
Fjármálafyrirtækin komi með línuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 15:44
Framkvæmdavaldið, segir Hæstarétti fyrir verkum.
Það getur ekki verið annað en eindæmi í lýðræðisríki, með þrískipt vald, að framkvæmdavaldið sé að segja dómsvaldinu fyrir verkum.
Stjórnvöld eru með þessu, bæði að setja Hæstarétt í óviðunandi stöðu, auk þess sem að vegið er að trúverðugleika Hæstaréttar. Til þess að sátt náist í þjóðfélaginu, eftir að rannsóknum og dómsmálum lýkur, þarf Hæstiréttur á öllum þeim trúverðugleika að halda, sem hann getur haft.
Það er í rauninni, verið að slá ryki í augum almennings, með þeim fullyrðingum, að þessi dómur Hæstaréttar skilji eftir sig fleiri spurningar en svör.
Í þessum tveimur málum sem dæmt hefur verið í, eru þeir samningar sem eru efnislega eins og þeir samningar, sem dómsmálið varð til út af, löglegir að öllu leyti nema því, að óheimilt var að gengistryggja þá. Þá stendur eftir að samningurinn glidir, eins og hann er, án gengistryggingar. Allt annað varðandi samningana er löglegt og ekki Hæstaréttar, eða annara dómsstiga að breyta þeim á einn eða annan hátt. Alveg óháð stöðu lánafyrirtækjana, eða ríkissjóðs.
Stjórnvöld gætu eflaust sett ný lög sem kveða á um aðra vexti, en standa í samningunum, en spurning er hvort að slík lög stæðust skoðun, gagnvart EES tilskipunum, eða þá jafnvel mannréttindum.
Samningsvextir haldist ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2010 | 12:41
Hvað eru þá Gylfi og Már að verja?
Nokkrum dögum, áður en bæði Íslandsbanki og Arionbanki, gefa frá sér yfirlýsingu, eftir að hafa skoðað stöðu eigin banka, að bankarnir muni "lifa" af dóm Hæstaréttar, gáfu Gylfi Magnússon Efnahags og viðskiptaráðherra og Már Guðmundsson, út yfirlýsingu um hið gagnstæða.
Að baki slíku, hljóta að liggja einhverjar ástæður, heldur en óígrundaðar yfirlýsingar, byggðar á tilfinningum þeirra.
Ein ástæðan gæti verið sú, að Landsbankinn lifi þetta ekki af og til þess að hylma yfir þá staðreynd, þá séu hinir bankarnir, dregnir með inní myndina. Það hljómar kannski ekki ólíklega, í ljósi þeirrar umræðu sem að orðið hefur um 260 milljarða skuldabréf Landsbankans. Vegna þessa skuldabréfs knúðu stjórnvöld í gegnum þingið á síðustu dögum þess, breytingu á lögum, sem kvað á um að kröfur vegna skuldabréfsins, yrðu settar fram fyrir innistæður, félli bankinn. Slíkar lagabreytingar, gerðu menn varla, nema hafandi áhyggjur af afdrifum bankans.
Svo gæti önnur ástæðan verið sú að stjórnvöld, hafi gert baksamninga, við kröfuhafa gömlu bankanna, sem fæi í sér, að ef endurreistu bankarnir yrðu fyrir skaða, vegna dóms Hæstaréttar, þá myndi ríkið bera skaðann.
Eigi síðari ástæðan við, er ekki annað að sjá, að stjórnvöld, hafi með þessum baksamningum, veitt ríkisábyrgð, án heimildar. Það kveður skýrt um það í lögum um fjármál ríkisins, að ríkisábyrgð, megi ekki veita, án efnislegrar umræðu og samþykkis Alþingis.
Stefnir ekki efnahag bankans í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2010 | 21:52
Flokksráðsfundir stjórnarflokkanna.
Í það minnsta tvær vikur, hefur legið ljóst fyrir að á sömu helginni í lok júní, verði aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins og stjórnarflokkarnir halda sína flokksráðsfundi. Þrátt fyrir það virðast fjölmiðlar landsins, alveg hafa gleymt, flokksráðsfundunum, heldur velt sé upp úr öllum mögulegum og ómögulegum erjum, sem kunna að eiga sér stað á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hvort einhver bjóði sig fram gegn formanni flokksins og þá hver, ásamt því sem að fjölmiðlar hafa verið uppteknir af því að finna flokknum nýjan varaformann og uppdikta, einhverjar fléttur sem þar gætu komið. Fjölmiðlar hafa miklar áhyggjur af því hvort landsfundinn samþykki ályktun, gegn ESB-umsókninni, hvort flokkurinn klofni þá og stofnaður verði nýr hægri flokkur, með ESB-áhuga.
Fari svo að flokkurinn klofni, þá verður bara að vera svo, enda varla gott að halda uppi góðu flokksstarfi og skýrri stefnu, með "ESB-ráfandi sauði" innanborðs. Nú kann einhver að segja að þetta muni kosta flokkinn, mikið fylgi. Ég tel að svo þurfi ekki að vera. Í síðustu þingkosningum, þá var flokknum refsað, bæði fyrir að hafa verið við völd í hruninu og vegna þess hversu "volgur" hann var í ESB-afstöðunni.
Sá hluti "fastafylgisins" sem færðist yfir til Samfylkingar, kom að mínu mati frá ESB-ráfandi sauðunum að mestu og mun því þessi, hugsanlega nýi hægri flokkur, plokka fylgi af Samfylkingunni, eða í það mesta, mun meira fylgi en af Sjálfstæðisflokknum. Sá hluti "fastafylgisins" sem vildi refsa flokknum, fyrir "hrunið", en var í andstöðu við ESB, kaus að stórum hluta VG, enda fékk sá flokkur óeðlilega góða kosningu, eða þá Borgarahreyfinguna. Fólki eru nú orðin ljós afrek þessara tveggja flokka, eftir kosningar og mun því stórhluti þess fylgis sem flúði til þessara flokka, frá Sjálfstæðisflokknum, skila sér til baka.
En snúum okkur þá að þessum flokksráðsfundum, sem ættu í rauninni að valda jafnmiklum, ef ekki meiri hugarangri hjá fjölmiðlum, bloggurum og álitsgjöfum, þar sem niðurstöður, eða skortur á niðurstöður þeirra funda hafa meira að segja um þá atburði, sem gætu átt sér stað hér á landi, á næstu vikum og mánuðum. Þessir tveir flokkar eru jú þeir flokkar sem nú um stundir eru við völd.
Hvernig munu Vinstri grænir álykta varðandi ESB? Hvernig munu Vinstri grænir álykta um stöðu heimilana? Hvernig munu báðir flokkarnir álykta varðandi dóm Hæstaréttar? Hvernig munu Vinstri grænir álykta um stöðu Icesavedeilunnar? Hvernig munu Vinstri grænir álykta um Stjornarráðsfrumvarp forsætisráðherra? Mun órólega deildin í Vinstri grænum gera uppreisn? Mun Samfylkingin setja Vinstri grænum afarkosti? Munu Vinstri grænir setja Samfylkingu afarkosti?
Þetta eru nú bara þær helstu spurningar, sem ég held að fjölmiðlamenn mættu með ósekju snúa sér að, þar sem niðurstöður eða skortur á þeim af flokksráðsfundum stjórnarflokkanna, mun hafa meiri áhrif á fólkið í landinu, þ.e. lesendur, hlustendur og áhorfendur, þessara fjölmiðla.
Dagskráin liggur fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2010 | 16:51
Íhlutun Seðlabankastjóra.
Það hlýtur að vera eindæmi í vestrænu lýðræðisríki, að Seðlabankastjóri, þess ríkis, komi fram með aðra eins íhlutun og beinlínis, hvetji til þess að dómur Hæstaréttar verði hundsaður. Núna eru nokkrir klukkutímar frá þessari yfirlýsingu (íhlutun) Seðlabankastjóra og ekki hefur heyrst, hósti né stuna, frá stjórnvöldum. Stjónvöldum, sem að fyrir ekki lengri tíma, en viku, voru að eigin sögn, búin að velta fyrir sér mögulegri niðurstöðu Hæstaréttar, að varla væru stafirnir í stafrófinu nógu margir, svo að hægt væri að skreyta, hin mörgu "plön" stjórnvalda með bókstöfum. ( Samanber "plan A, "plan B" o.s.f.v.).
Það vekur líka athygli að stjórnvöld voru ekki búin, eftir því næst verður komist, búin að verða sér út um lögfræðiálit, vegna gengistryggðu lánana, svo hægt yrði að móta stefnu, gagnvart þeim dómi Hæstaréttar, sem upp yrði kveðinn, á hvora leiðina sem að hann hefði orðið.
Eins hlýtur það að verða furðulegt að þau lánafyrirtæki, sem að fá dóm fyrir ólöglega gengistryggingu lána, skuli hafa ekki upphugsað, einhver önnur viðbrögð við niðurstöðu dóms Hæstaréttar, en að bíða eftir því hvað stjórnvöld komi til með að aðhafast í málinu. Sú staðreynd, rennir reyndar stoðum undir þá kenningu, að fyrirtækjunum hafi verið "lofað" inngripum stjórnvalda, ef illa færi. Réttaróvissan varðandi gengistryggðu lánin, varð ekki til við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, heldur hefur hún varað um einhver ár og séu orð Valgerðar Sverrisdóttur fyrrv. viðskiptaráðherra, tekin góð og gild, hefur réttaróvissan verið fyrir hendi, frá árinu 2001, í Viðskiptaráðuneytinu hið minnsta og sá "grunur" um réttaróvissu, hverfur ekkert úr ráðuneytinu, við stjórnarskipti.
Lykilatriðið í máli þessu, hlýtur að vera, hvað Hæstiréttur, dæmdi ólöglegt. Samkvæmt dómi Hæstaréttar, þá eru þessir lánasamningar löglegir, fyrir utan það að ekki var löglegt að miða við gengistrygginguna. Það er þá borðliggjandi, að samningarnir standi að öðru leyti, nema um annað verði samið, óháð áhyggjum Seðlabankastjóra, stjórnvalda, fræðimanna eða fjármálafyrirtækjana sjálfra, af afkomu þeirra í kjölfar dóms Hæstaréttar. Það getur engan vegin staðist núverandi lög, að inní skilmálana séu sett önnur ákvæði, til björgunnar lánafyrirtækjunum, en heimil eru samkvæmt lögum, hvort sem það séu einhverjir Libor-vextir eða stýrivextir Seðlabankans, eða þá bara þeir vextir sem voru reiknaðir í þessum lánasamningum, fyrir utan gengistrygginguna, sem nú hefur verið dæmd ólögmæt.
Hefðu lækkað vexti meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2010 | 10:24
Ekki nýjar fréttir.
það var ljóst, strax vikurnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, að Bretar og Hollendingar, væru fúsir til viðræðna um Icesave. Þeir voru þá, eins og reyndar núna, eingöngu reiðubúnir að ræða lausn deilunnar, á grundvelli, þessa "betra tilboðs", sem lagt var fram vikurnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Það verður samt að segjast eins og er, að þetta svokallaða "betra tilboð", getur vart talist "betra", þar sem, ekki er tekið á þeim ágreiningi, sem að í raun hefur "tafið" lausn deilunnar. Sá ágreiningur, snýst ekki um vexti og vaxtakjör, heldur um greiðsluskyldu, eða öllu heldur ábyrgð Ríkissjóðs og þar með íslenskra skattgreiðenda á erlendum skuldum einkabanka.
Það var ríkisábyrgðin, sem þjóðin kaus gegn þann 6. mars sl. þjóðin kaus ekki um vaxtakjörin, þó svo að Össur og fleiri hundtryggir starfsmenn Bretavinnunnar, rembist eins og rjúpa við staur, við að endurskrifa söguna á þann hátt.
Stjórnvöld hafa því ekki umboð þjóðarinnar, til annars en að ganga frá deilunni, án ríkisábyrgðar, hvað sem einbeittum vilja stjórnvalda til annars líður. Segja má að umboð stjórnvalda, lúti eingöngu að því, að leysa deiluna, á þeim grundvelli, sem sameiginlegt samningsviðmið stjórnar og stjórnarandstöðu, snerist um. Í því samningsviðmiði, kvað á um að fyrst skildi leitast við að ná sem mestu upp í upphæðina úr þrotabúi Gamla Landsbankans, sem sannarlega stofnaði til skuldarinnar, að því loknu, myndu svo þjóðirnar þrjár, setjast aftur að samningaborðinu og semja um sameiginlega ábyrgð, á þeirri fjárhæð sem útaf stæði, þar sem tilvist Icesavereikninganna, var ekki eingöngu á ábyrgð Íslendinga og því síður á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Svo má líka segja, að stjórnvöld hafi umboð til lausnar deilunnar, á þann hátt, að fyrri Icesavesamningurinn, með fyrirvörunum, taki gildi með fyrirvörunum öllum óbreyttum.
Icesavereikningarnir, eða möguleikinn á því að stofna til þeirra af Landsbankanum, varð til vegna þess að stjórnvöld höfðu lögleitt, tilskipanir ESB um tryggingarsjóð innistæðueigenda. Sú lögleiðing hlaut samþykki ESA, hvað sem að sú ágæta stofnun ályktar nú. Í þeirri tilskipun er skýrt kveðið á um að ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum, er óheimil.
Sú fullyrðing að Icesavedeilan og ESB-umsóknin og deilan þar með ESB óviðkomandi, er beinlínis röng. Hið rétta er að ESB hefur verið á harðahlaupum undan þessu "skilgetna afkvæmi" sínu, afkvæmi vanhugsaðrar og meingallaðrar reglugerðar sinnar, sem að Icesavedeilan, er með sanni sprotin upp af.
Næstu dagar og vikur munu því fara áróðursstríð, milli aðildarsinna og hundtryggra starfsmanna í Bretavinnunni, gegn stórum meirihluta þjóðarinnar, sem leysa vill deiluna á réttlátan og sanngjarnan hátt, en ekki á þann sakbitna hátt glæpamannsins, sem að stjórnvöld og þeirra fylgismenn vilja.
Bretar reiðubúnir í Icesave-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi