Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
1.12.2010 | 18:43
Er Eftir-Helgi þá kominn heim frá Langtíburtistan?
Núna eru átta vikur síðan 8000 manns mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda, vegna skuldavanda heimilana. Jóhanna Sigurðardóttir, sem vanalega lætur sér fátt um finnast, þó sauðsvartur almúginn, æmti og skæmti, tók á sig rögg, þó meira af hræðslu, en af skyldurækni og vilja og kallaði fulltrúa stjórnarandstöðunnar á fund, til lausnar skuldavanda heimilana.
Fyrstu fundirnir, voru að sögn þeirra, er þá sátu, að mestu einhvers konar súrealískt leikrit, þar sem látið var líta svo út, að annars verklaus ríkisstjórn síðustu tuttugu mánuði þar á undan, væri nú loksins búin að taka hendur úr vösum og ætlaði að taka á vandanum í eitt skipti fyrir öll.
Síðan voru hagsmunaaðilar, fjármálastofnanir, lífeyrissjóðir og talsmenn lánþega (HH) kallaðir að borðinu ásamt því, sem reiknimeistar Skjaldborgarinnar fengu smá viðvik við að reikna hinar ýmsust mögulegar og ómögulegar leiðir út úr vandanum.
Samt var þó eins og einhvern vantaði, megnið af ferlinu. Eftir nokkra daga, þá rann upp ljós fyrir mönnum. Eftir - Helgi var staddur í Langtíburtistan og var væntanlegur heim hvað úr hverju, en þó líklegast ekki fyrr en í næstu viku, eða í síðasta lagi örðum hvorum megin við næstu viku.
Núna berast hins vegar þær fréttir að Eftir - Helgi sé nú loksins kominn heim og þá fari hlutirnir að gerast. Hvað þá gerist veit nú enginn, enda er vandi um slíkt að spá.
Almennar niðurfellingar skulda, eru þó nær örugglega útaf borðinu, enda lífeyrissjóðir, eða stjórnarmenn þeirra, nær allir drullað upp á hnakka í fjárfestingar stefnu eða óstefnu sjóðana og þeir nánast á hausnum eða í það minnsta sjá sér ekki fært um að, greiða fólki þann lífeyri sem það á rétt á. Þannig að ekki geta þeir afskrifað hjálparlaust á alla línuna. Svipaða sögu er svo að segja af Íbúðalánasjóði, enda sá sjóður á hausnum og þurfa stjórnvöld að öllu líkindum að ljá honum 33 milljarða, svo sjóðurinn fari ekki í þrot.
Almennar niðfellingar frá hendi bankana, voru hins vegar afskrifaðar, þegar stjórnvöld sömdu við kröfuhafa gömlu bankana um yfirtöku á nýju bönkunum. Í því samkomulagi, fengu bankarnir nýju lánasöfn gömlu bankana með góðum afslætti, til þess að geta fegrað eignastöðu sína. Stjórnvöld fengu svo að leggja bönkunum til minna fé en áætlað var í upphafi, gegn því að bankarnir yrðu ekki ónáðaðir um of, með kröfum um almennar niðurfellingar skulda.
Enda færi almenn niðurfærsla skulda, frekar illa með bókhaldsfagra eignarstöðu bankana. Hugsast gæti þó að bankarnir hugi að sértækri niðurfellingu skulda, þegar líða fer að lokadegi þeirra lána er umræðir. Þannig fá bankarnir svigrúm til þess að koma sér upp afskriftareikningum, sem gera slíka niðurfellingu mögulega, án þess að það sjái á bókhaldsfagri ásjónu eignasafna þeirra.
Engin ákvörðun tekin í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar