Leita í fréttum mbl.is

Þöggun og undanhald meirihluta borgarstjórnar.

Það segir sína sögu um það hvað borgarstjórnarmeirihlutanum finnst um eigin skipulagstillögur, þegar hann reynir að þagga þær niður með því að fjarlægja þær af vef Reykjavíkurborgar.

Sá sem þetta skrifar er ekki frá því að, hann myndi hugleiða það sama  honum  dottið slík fásinna í hug sem  stærstur hluti þessara tillagna býður upp á.

  Þær bjóða meðal annars upp á, innrás í rótgróið og vinsælt útivistarsvæði Reykvíkinga í  Laugardalnum með blokkarlengju við norðanverða Suðurlandsbraut frá Reykjavegi að Glæsibæ.

 Þá er hægt að nefna, innrás í rótgróin íbúðahverfi eins og Vesturbæinn með niðurbroti á bílskúrum í einkaeigu til þess að koma fyrir fleiri blokkum.

Í umferðarmálum bjóða þessar tillögur upp á það, að þrengt verði að stofnæðum innan rótgróinna íbúðahverfa og umferðinni beint í gegnum íbúðagötur, sem mörgum hverjum verður breytt  úr botngötum í götur opnar í báða enda.

Fyrir fjórum árum mátti bæði heyra og sjá fulltrúa núverandi meirihlutaflokka í borgarstjórn, lofa auknu samráði við borgarbúa ásamt auknu íbúalýðræði.  Afrek þessara flokka hvað varðar samráð og íbúalýðræði eru þó varla nokkuð til þess að að monta sig af.  Sér í lagi ef að skólasameiningar og málefni Reykjavíkurflugvallar ber á góma.  En þess verður þó geta, svo sanngirni sé gætt, að íbúar Reykjavíkur hafa fengið að kjósa á milli verkefna í íbúakosningum, sem alla jafna eru ynnt af hendi af sveitarfélögum, án þess að um þau sé kosið sérstaklega.

Það væri kannsk hægt að virða það við meirihlutann að vissulega er um að ræða samráð og íbúalýðræði varðandi hverfisskipulag meirihlutans,  ef að samráðið og íbúalýðræðið væri ekki eftirá.

Og auðvitað mætti svo fagna því, væri það svo að hvarf þessara skipulagstillagna af vef borgarinnar þýddi það að fallið hafi verið frá þeim.  Svo gott er það því miður ekki, gott fólk.   Eina raunhæfa  leiðin til þess að fá þessar tillögur út úr heiminum er að koma þessum meirihluta frá völdum. 

Það getur varla verið að borgarbúar ætli  kjósa til valda flokka  sem eru  á hröðum flótta undan eigin tillögum og beitir þær sömu tillögur þöggun. 

Það yrði í besta falli mjög súrealískt, ef að borgarbúar veittu núverandi meirihluta áframhaldandi umboð til aðgerða sem flestar ef ekki allar eru í andstöðu við vilja meirihluta borgarbúa.

Grein birt á visir.is 23.5. 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta er alveg laukrétt hjá þér. Ég er þér hjartanlega sammála. Sannleikurinn er bara sá, að meðan Alþýðuflokkurinn var og hét, og Samfylkingin leikur eftir honum, þá var það siðurinn hjá fólkinu þar, og er nú í Samfylkingunni að ota frambjóðendunum fram og leggja megin áherslu á þá og persónukjör, sem flokkarnir hafa alltaf barist fyrir, þegar þeir finna, að ekki er stuðningur við óvinsæl málefni og tillögur, sem þeir koma fram með. Þá skal það sett undir stól á meðan og frambjóðendunum hampað, og fólk beðið um að kjósa þá, eins og þeir eru að gera með Dag núna, og passað sig á að minnast ekki á málefnin. Ég veit þetta, því að ég hef verið tengd þessum flokkum lengi og veit um kosningametóðurnar þar inni. Þetta arfavitlausa og freklega skipulagsrugl, sem þeir lögðu fram á dögunum, gerir það að verkum, að ég ætla ekki að kjósa þessa flokka núna, þegar þeir vaða svona yfir fólk með þessu. Ég er búin að fá nóg af þessu liði. Ég kýs ekki Bjarta framtíð heldur, og veit ekki, fyrir hvað hún stendur eiginlega. Það væri betra að kalla hana slæma framtíð held ég. En ég er alveg hjartanlega sammála því, sem þú segir þarna í greininni. Hafðu þökk fyrir þitt framlag.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband