15.5.2014 | 21:45
150 milljónkróna misskilningur?
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á fundi borgarráðs þann 2. maí sl. að fulltrúar meirihlutans felldu eigin tillögu um skipulags og matslýsingu fyrir hverfi borgarinnar sem þeir höíðu áður samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði. Tillöguna sem þau höfðu samþykkt með mótatkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar mátti sjá hugmyndir um þéttingu byggðar inn á grónum lóðum. Þar sem bílskúrum í eigu íbúa borgarinnar og grænum svæðum í borginni yrði rutt í burt til þess að rýma fyrir nýbyggingum á svokölluðum þéttingarreitum.
Nú er það ekki svo að tillögur þessar hafi fallið af himnum ofan á borð umhverfis- og skipulagsráðs. Heldur býr að baki þeim töluverð vinna arkitekta og annarra og lætur nærri að sá kostnaður sem nú þegar er fallinn á borgina, sé á bilinu 150 160 milljónir króna.
Eftiráskýringar kjörinna fulltrúa borgarstjórnarmeirihlutans eru afar haldlitlar og bera afar glöggt vitni þess að núverandi meirihlutaflokkar eru á hröðu undanhaldi frá eigin stefnu af ótta við töpuð atkvæði í borgarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi.
Páll Hjaltason formaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar sagði að tillögurnar hafi verið umræðugrundvöllur til frekari vinnu í skipulagsmálum en ekki tillögur að aðgerðum. Þær hafi ekki verið nógu skýrar. Tillögurnar voru greinilega villandi í veigamiklum atriðum. Það var ekki metið þannig að það væri rétt að halda áfram með þær eins og þær liggja fyrir. Þetta var verkefnalýsing og í heildina yfir 1.000 blaðsíður og var mjög flókið og greinilega olli misskilningi og það er alls ekki þannig sem við höfum hugsað okkur að skipuleggja borgina í framtíðinni.
Skýring Páls er afar furðuleg. Þar er farið undan í flæmingi með einhver tæknileg atriði sem í fáu koma málinu við. Afhverju í veöldinni var tillagan lögð fram til samþykkis ? Ekki bara í umhverfis og skipulagsráði, heldur einnig í borgarráði, ef um svo villandi og óskyrar tillögur var að ræða? Voru tillögunar einn stór misskilningur upp á 150 160 milljónir króna? Úr því að um misskilning var að ræða, eru þá þessar 150 til 160 milljónir sem fóru í kostnað við þennan stóra misskilning tapaðar? Ef ekki, er þá ekki ætlunin að hrinda þeim í framkvæmd á næsta kjörtímabili, þegar kosningar innan fárra vikna verða ekki að þvælast fyrir framkvæmdinni?
Staðreyndir málsins eru auðvitað þær, að fulltrúum meirihlutans var og er full alvara með þessum tillögum. Á því leikur ekki nokkur vafi að tillögum þessum verður hrint í framkvæmd að loknum kosningum, verði sömu flokkar í meirihluta borgarstjórnar að þeim loknum. Hörð viðbrögð og mótmæli íbúa í Vesturbæ og öðrum hverfum borgarinnar urðu einungis til þess að fresta samþykkt og framkvæmd þessara tillagna. Enda meirihlutaflokkarnir skíthræddir við að bíða afhroð í þeim hverfum borgarinnar sem stærstur hluti þeirra fylgis kemur frá.
Stefnan hefur verið mörkuð, en framkvæmd hennar einungis verið frestað framyfir kosningar, vegna ótta við töpuð atkæði. Í besta falli gæti orðið um breytingar sem lítl áhrif hafa á heildarmyndina.
Kosningar snúast ekki um tæknilega útfærslu heldur stefnumörkun. Verði Samfylking og Björt framtíð enn við völd í Ráðhúsinu að kosningum loknum í vor verður sömu stefnu fylgt. Ráðist verður inn í rótgróin hverfi um alla borg, bílskúrum rutt úr vegi á Hjarðarhaganum og græn svæði víða um borgina eyðilögð til þess að rýma fyrir nýjum byggingum. Nýbyggingum sem skerða munu verulega búsetugæði þeirra sem nú þegar byggja þessi hverfi.
Það er bara ein leið til þess að forða þessari vá. Hún er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum þann 31. mai. XD fyrir dásamlega Reykjavík.
Grein mín í Morgunblaðinu 14.5. 2014
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.