Leita í fréttum mbl.is

Endurtekin uppgjöf Össurar á dulmáli.

Það þarf hvorki langa né djúpa yfirlegu til þess að sjá það að aðildarferlið að ESB steytti á sjávarútvegsmálum.   Lá sú staðreynd í rauninni fyrir um mitt ár 2011.
 
Það er líka staðreynd að það var ESB sem í raun sleit viðræðunum, þar sem sambandið neitaði að afhenda íslensku samninganefndinni rýniskýrslu sína um sjávarútveg.

Án rýniskýrslu um efni einhvers samningskafla, er ekki hægt að opna viðkomandi kafla og aðlaga umsóknarríkið að regluverki ESB.   Það er aldrei spurning hvort að umsóknarríkið aðlagist, heldur hvenær það gerist.

Skilyrðið fyrir afhendingu rýniskýrslunar er afskaplega einfalt og skýrt.   Islensk stjórnvöld þurfa að falla frá samningsviðmiði sínu í sjávarútvegi og taka upp sameiginlega sjávarútvegstefnu í sjávarútvegi.

Það liggur fyrir að íslenska viðræðunefndin hafði ekkert umboð til þess að gangast við þessum skilyrðum.  Enda samningsviðmiðin samþykkt af alþingi og því eingöngu alþingi sem gat og getur breytt þeim.

Það mun enginn þingmaður fást til þess að leggja fram slíka tillögu er í rauninni gengi út á afsal á forræði þjóðarinnar á fiskveiðilandhelginni.  Hvað þá að nokkur þingmaður fengist til þess að samþykkja slíka tillögu.  Enda gengur slík tillaga út á klárt stjórnarskrárbrot.

Það skiptir engu þó ESB segist hafa einhverjar lausnir fyrir Ísland í sjávarútvegi.  Afsalið á forræðinu yrði  alltaf staðreynd.  Enda afsalið forsenda þess að Ísland geti tekið upp sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Það má líka sjá á viðbrögðum þáverandi ríkisstjórnar að viðræðunum var í rauninni sjálfhætt, þrátt fyrir að enginn hafi þó sagt það upphátt.

  Það að rjúka í að klára vinnu við  fríverslunarsamning við Kína sem legið hafði niðri síðan aðildarferlið hófst, segir allt sem segja þarf.   Enda ekki hægt að standa í viðræðum við önnur ríki um fríverslunarsamning, á meðan virkt aðildarferli stendur yfir.

Össur Skarphéðinsson fyrrv. utanríkisráðherra, endurtók svo, á sama dulmáli og áður, þá yfirlýsingu um að aðildarferlið væri dautt.  Með því að leggja til á dögunum að hafnar yrðu viðræður við Japan um fríverslunarsamning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Opið og gegnsætt eða hitt þó heldur. Össur hefði haldið áfram,það hefði ekki vafist fyrir honum og meðstjórnendum að því er virðist. Allt í einu eru orð formanna núverandi stjórnarflokka heilagri heldur en rituð orð í Stjórnarskrá,,auk skilyrða utanríkisnefndar,vegna umsóknarinnar sem var þvinguð í gegnum þingið 2009.

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2014 kl. 00:41

2 identicon

Fáum við þá ekki ódýra kjúklinga?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 07:19

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta rímar ekki við það sem aðalsamningamaður Íslands hefur haldið fram á fundum. Hann segir að vegna þess að ESB er að breyta sjávarútvesstefnu sinni um þessar mundir þá treysti þeir sér ekki til að leggja fram sín samningsmarkmið fyrr en búið sé að klára þá breytingu. Það sé ekkert því til fyrirstöðu að opna þann kafla þegar því sé lokið.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2014 kl. 09:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að geta vitnað í einn kall, þegar allir aðrir segja allt annað. HVersu lengi ætla menn að berja hausnum við steininn? Þetta ferli var sjálfdautt svo snemma sem 2011. Eins og kemur svo skýrt fram í þessari færslu Kristins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2014 kl. 11:50

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi "eini kall" er reyndar yfirmaður samninganefndrinnar þannig að hann veit betur en nokkur annar Íslandingur hvernig viðræðurnar þróast. Reyndar er þetta lík aí samræmi við orð þess sem var utanríkisráðherra á þessum tíma. Getur þú vitnað í einhvern sem hefur meiri þekkingu en þeir á gangi mála í samningaviðræðunum?

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2014 kl. 18:25

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvernig stendur þá á því að Thomas Hagleitner tali fyrir því að Íslendingar þurfi að taka upp sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,  það hafi alltaf legið fyrir, en Stefán Haukur segi eitthvað annað? 

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.3.2014 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband