Leita í fréttum mbl.is

Launamál seðlabankastjóra. Sagan öll?

Skömmu áður en Már tók til starfa í Seðlabankanum, hafandi samið um ákveðin laun, ákvað forsætisráðherra að setja lög eða leggja fram frumvarp þess efnis að enginn ríkisforstjóri hefði hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra.

Komið hefur fram Már hafi verið í tölvupóstsamskiptum við Forsætisráðuneytið vegna málsins og þá væntanlega spurt að því hvort að fyrirhuguð lög þýddu það að hans umsömdu laun myndu lækka.

Það hefur svosem hvergi komið fram, með hvaða hætti Má var svarað.  En ýmsar vísbendingar hljóta þó að felast í því að skömmu eftir að Már hóf störf hjá bankanum var lögð fram tillaga í stjórn bankans um að laun hans yrðu aftur hækkuð upp í þau laun er hann hafði samið um.

Þáverandi formaður stjórnar bankans, fulltrúi Samfylkingar Lára V. Júlíusdóttir lagði tillöguna fram á stjórnarfundi bankans og sagði hana vera að tillögu Forsætisráðuneytisins.  

Fréttir bárust af tillögunni út fyrir bankann og eftir töluverðar deilur í samfélaginu og í raun skammir frá þingflokki Samflkingar tók Lára tillöguna til baka.  Auk þess sem að hún tók til baka þau ummæli sín um hvaðan tillagan væri komin.

Lögboðin lækkun ríkisforstjóra tók semsagt til launa Más. 

Upp úr því ákvað Már að leita réttar síns og tryggja með dómsúrskurði umsamin laun.  Már tapaði því máli á báðum dómsstigum og bankinn og Már voru dæmdir til þess af Hæstarétti að greiða sinn hluta málskostnaðar.

Þá skyldi maður ætla að málið væri úr sögunni. Menn hefðu sæst á dómsörðið og lífið héldi bara áfram. Eins og sagt er.

Það var þó ekki alveg svo.  Því af einhverjum ástæðum, ákvað Lára V. með ímynduðu samþykki stjórnar bankans að bankinn greiddi málskostnað Más.  Jafnvel þó að bankinn hafi krafist þess fyrir dómi að Már greiddi allan málskostnað.  

Afhverju í ósköpunum datt Láru það í hug  að eigin frumkvæði eins og hún sjálf segir, að greiða málskostnaðinn fyriri Má?   Er uppgefin ástæða hennarfyrir því  trúverðug?  Eða fór einhver þess á leit Láru að hún léti bankann greiða málskostnað Más?  Afhverju var stjórn bankans ekki spurð?  Var eitthvað að fela?


mbl.is „Mér finnst þetta ekki rétt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kata Júll þarf líka að gera grein fyrir sinni afstöðu

Hún hefur sagst ekkert hafa vitað  en fannst henni þetta í lagi

 Mjög undarlegt að hún skuli ekki vera stórhneyksluð á þessu einsog mörgu öðru

Grímur (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 21:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Trúir því einhver að Kata Júll hafi ekkert vitað hvað var í gangi????

Jóhann Elíasson, 9.3.2014 kl. 10:07

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kastljós fær Jóhönnu í viðtal á morgun ef allt er með felldu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.3.2014 kl. 20:42

4 identicon

Undarleg er eftiráskýring Más að þetta mál hafi snúist um "sjálfstæði Seðlabankans" Það er ekki misst á það einu orði í dómum héraðsdóms eða Hæstaréttar.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband