Leita í fréttum mbl.is

Er Þorsteinn Pálsson Guðfaðir "loforðsins"?

Ég rakst á soldið athyglisverðan vinkil á "loforðinu" í dag.


Skömmu eftir landsfundinn sagði Þorsteinn Pálsson það  nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir smá glufu í ESB málum til þess að auka möguleika sína við stjórnarmyndun.

Enda taldi Þorsteinn líkt og margir aðrir að annað hvort Sjálfstæðisflokkur eða Framsókn fengi umboð til stjórnarmyndunar.


Glufan átti því nýtast í því að vera ekki eingöngu bundinn við Framsóknarflokkinn ef að Sjálfstæðisflokkurinn fengi umboðið. Heldur gæfi glufan möguelika á því að ræða einnig við og ná saman með Samfylkingu og BF.


Glufan var svo margumtalað loforð um þjóðaratkvæði, sem átti að vera beitan fyrir Samfó og BF.


Þorsteini og ýmsum öðrum varð hins vegar ekki að ósk sinni um draumastjórnina og því kannski eðlilegt að þeim  finnist þau svikin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja þá er grafni hundurinn fundinn ,sem sagt !

rhansen (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 22:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að Ólafur Ragnar hafi vitað alveg hvað hann var að gera þegar hann valdi Sigmund Davíð til að setja saman stjórn. Sem betur fer miðað við stöðuna eins og hún var.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2014 kl. 23:04

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Framsókn ber ábyrgð á “Icesave,stjórninni” oftast nefnd Jóhönnustjórn,það allra skelfilegasta í íslenskri pólitík,ætti þvi að einhenda sér í að losa okkur við svika ESb,umsóknina. Kannske Þorsteinn hafi einnig hannað orðalagið,sem auðvelt er að herma upp á Sjálfstæðisflokkinn sem “loforð”velti því oft fyrir mér. En Bjarni er aðeins bundinn af samþykkt Landsfundar Sj.flk.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2014 kl. 00:41

4 identicon

Það er allavega ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka til hjá sér og hætta að reyna þóknast öllum ef hann ætlar að verða sterkur leiðandi flokkur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband