Leita í fréttum mbl.is

Óvönduð vinnubrögð í nafni heiftar og hefnigirni.

Það er að koma meir og meir í ljós, hversu illa igrundaður málatilbúnaður minnihlutans og Gunnars B. var í málinu.  Ekki mátti fresta afgreiðslu tillögunnar, svo hægt yrði að undirbyggja hana með tilætluðum fjárheimildum.  Eða hreinlega til þess að komast að því hvort bærinn gæti staðið undir verkefninu.

  Í fréttum RÚV í kvöld segir svo oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi að það eigi að fara í þessar aðgerðir einhvern tímann á árinu og því hafi verið alger óþarfi að gera úr þessu eitthvað mál.   Afhverju mátti þá ekki fresta afgreiðslu málsins og kanna ofangreint,  fyrst ekkert lá á?  

Af öllum málatilbúaði minnihlutans og Gunnars B. má glöggt sjá að mun minna fer fyrir umhyggju fyrir húsnæðislausum Kópavogsbúum og áhuga fyrir lausn vandans.  Heldur sé megin tilgangurinn að reka fleyn í og koma höggi á meirihlutasamstarfið og gera störf heilindi bæjarstjórans tortryggileg.

Jákvæðu fréttirnar eru þó þær, að þeir tveir einstaklingar helst að baki þessu standa, hafa meldað sig út úr bæjarmálunum frá og með kosningum í vor.  Hljóta þau tíðindi að létta þungu fargi af stærstum hluta bæjarbúa.
mbl.is Kópavogur skuldbundinn að tilkynna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjubundin vinnubrögð hjá þeim sem stjórna - því miður

Miljarða skuldbindingar samþykktar á 5 mín með "tafarlausri" virkni

marga daga umræða um hvaða kaffi skuli boðið upp á stjórnarfundum

Grímur (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband