Leita í fréttum mbl.is

"Pakkinn" kom! Enda er samþykkt hans forsenda aðildarviðræðna.

Fyrri ríkisstjórn, sú sem sótti um aðild að ESB,  talaði alltaf um að þjóðin fengi að skoða í "pakkann" þegar hann kæmi og taka afstöðu til hans.
"Pakkinn" kom, fyrri ríkisstjón kíkti í hann og samþykkti . En þjóðin fékk hvorki að kíkja né kjósa.

Aðildarferli líkt og við erum eða vorum í fer ekki af stað, án þess að umsóknarríki samþykki þær óumbreytanlegu kröfur sem ESB setur fyrir inngöngu í sambandið.  Engar undanþágur eru í boði frá þeim kröfum.

 Eingöngu sérlausnir, sem í praxis virka þannig að umsóknarríki fær lengri tíma til þess að uppfylla þær óumsemjanlegu kröfur sem settar eru fram í þeim málaflokki sem sérlausnirnar ná til.

Umsóknarríki afsalar sér þó öllu lagasetningarvaldi í þeim  málaflokkum sem sérlausnirnar ná til.  Líkt og gerist með  þær kröfur sem uppfylltar verða strax við aðild umsóknarríkis að sambandinu.

Þessar kröfur eru í rauninni "pakkinn" sem talað er um.  Enda ekkert annað í boði en þessar kröfur ESB,  með möguleikum á áðurnefndum sérlausnum.

Ef að kjósa á um framhaldið, þarf þjóðin að fá að kjósa um þessar kröfur ESB.
Stjórnvöld gætu, til þess að auðvelda þjóðinni að taka upplýsta ákvörðun, útlistað fyrir þjóðinni á hvaða sviðum þau hyggðust fá "tímabundnar sérlausnir" frá kröfum sambandsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Össur kíkti í pakkann um sjávarútvegsmál og fölnaði

lokað honum snarlega aftur og setti lengst undir jólatréð

þar sem hann hefur rykfallið síðan

enda "hægði" fyrri ríkisstjórn á aðildarviðræðunum

Grímur (IP-tala skráð) 23.8.2013 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband