Leita í fréttum mbl.is

Rétt hjá Brynjari - Eins og oft áður.

Það er alveg hárrétt hjá Brynjari, að ekki er einhvern  „pakka“ að ræða.   Í það minnsta ekki lengur.

Síðan að viðræðunefndir Íslands og ESB tóku til starfa, þá hefur það verið ljóst hvað sé í þessum margumrædda „pakka“.  Enda er í gangi það sem  kallast aðildarferli.  Ekki samnings eða umsóknarferli.   Enda er þeim tveimur ferlum lokið.

Umsóknarferlið hófst þegar aðildarumsóknin var send út til Brussel.  Í kjölfar umsóknarinnar sendi ESB íslenskum stjórnvöldum greinargerð þar sem stöðluðu aðildarferli að ESB var lýst, ásamt því sem íslensk stjórnvöld voru sendir tugir spurninga um íslenska stjórnsýslu og lagaumhverfi, sem ESB þurfti svör við, svo sambandið gæti  tekið afstöðu til aðildarumsóknarinnar.

Eftir að íslensk stjórnvöld höfðu svarað spurningunum og sent svörin til Brussel fengu þau um hæl, senda úttekt á því með hvaða hætti þyrfti að breyta íslenskri stjórnsýlsu og lagaumhverfi.  Svo hægt yrði að aðlaga þessa hluti að ESB.

Eftir að íslensk stjórnvöld höfðu samþykkt úttekina, gat ESB loksins tekið afstöðu til umsóknarinnar. Hvort samþykkja ætti hana , sem sambandið gerði.  Eða þá að  hafna henni.

Eftir samþykkt sambandsins á umsókn Íslands að ESB, lauk hinu svokallaða „umsóknar eða samningsferli".

Þegar hér var komið við sögu, var búið að taka allar umbúðir utan af „pakkanum“ svokallaða.  Í ljós kom að Íslendinga beið í stórum dráttum að undirgangast sams konar skilmála og öll umsóknarríki á þessari öld hafa þurft að gangast undir.

  Mögulegar væru þó einhverjar sérlausnir í þeim málaflokkum, sem Íslendingar þyrftu lengri  tíma til aðlögunnar á. Eins og hvað varðar sjávarútveg og landbúnað.  Svo eitthvað sé nefnt.

Að öðru leyti var allt annað óumsegjanlegt.

Þarna var sem sagt kominn þessi  „væntanlegi aðildarsamningur“ sem álýktun Alþingis frá 16/7 2009, segir að þjóðin eigi að fá að taka afstöðu til.

En ályktunin er svohljóðandi:

" Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Næsta skref var þó ekki þjóðaratkvæði um „væntanlegan aðildarsamning“, eins og ályktun Alþingis kveður á um.  Heldur tóku viðræðunefndir  Íslands og ESB til við að ákveða hvenær en ekki hvort íslensk stjórnsýla og lagaumhverfi yrði aðlagað að ESB.

Fyrri ríkisstjórn sveik m.ö.o.  þjóðina um að taka afstöðu til „væntanlegs aðildarsamnings“.  Auk þess sem að hún braut gegn eigin ályktun.

Verði efnt til þjóðaratkvæðis um málið, dugir því ekki að spyrja eingöngu hvort haldið verði áfram með eitthvað.  Heldur þarf þá að spyrja þjóðina hvort hún samþykki þær breytingar (aðlögun) á íslenskri stjórnsýslu og lagaumhverfi sem ESB setur sem skilyrði fyrir  aðild Íslands að sambandinu.

Verði niðurstaðan úr því þjóðaratkvæði jákvæð, geta viðræðunefndir Íslands og ESB haldið áfram að ákveða tímasetningar aðlögunar íslands að Sambandinu.  Ásamt nokkrum mögulegum sérlausnum til þess að fá lengri tíma til aðlögunar í nokkrum málaflokkum.

Neikvæð niðurstaða, þýddi að málið væri úr sögunni, þangað til að til valda kæmu stjórnvöld er teldu hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB.

Verði hins vegar ekki efnt til þjóðaratkvæðis um málið.  Er borðleggjandi að lögð verði fyrir Alþingi um að umsóknin verði dregin til baka.  Það myndi þá bíða stjórnvalda er telja hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB að sækja um að nýju.

Þau stjórnvöld yrðu þá að ljúka ferlinu öllu á því kjörtímabili er sótt yrði um á.  Eða þá að ná endurkjöri í næstu kosningum  og ljúka ferlinu á því kjörtímabili er þá hæfist.

 

 

 


mbl.is Þjóðaratkvæði eða umsókninni hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 1607

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband