17.8.2013 | 22:08
Alþingi þarf að álykta að nýju varðandi ESB.
Það má vera hverjum mann það ljóst, sem sæmilega er læs á íslenskan texta, að samkvæmt samþykktum æðstu stofnanna beggja stjórnarflokkanna að báðir flokkarnir telji hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB.
Það er því alveg glórulaust að núverandi stjórnarflokkar, taki upp þráðinn í aðildarferlinu, þar sem frá var horfið. Þegar fyrrum stjórnarflokkar ákváðu, til bjargar andliti annars flokksins, að gera hlé á aðildarferlinu síðastliðinn vetur eða haust.
Enda væri það í raun og veru argasti dónaskapur gagnvart ESB að ganga til viðræðna um lyktir máls sem engin pólitísk sannfæring væri fyrir. Heiðarlegast væri því að láta staðar numið í aðildarferlinu á meðan slíkar aðstæður eru viðvarandi.
Ákvæðið um þjóðaratkvæðið í samþykktum beggja flokka ber auðvitað ekki að skilja á þann hátt, að flokkarnir ætli að leita samþykkis þjóðarinnar um að ganga gegn eigin sannfæringu. Heldur er það leiðbeinandi um þann sem hátt sem hafa skal. Komist hér til valda stjórnvöld er sannfæringu hafa fyrir því að hagsmunum Íslands sé betur borgið innan ESB.
Allt tal um þjóðaratkvæði um aðildarumsókn á yfirstandandi kjörtímabili er því fjarstæða. Hvað sem næstu kjörtímabil kunni að bera í skauti sér.
Stjórnarflokkarnir ættu því að leggja fram þingsályktunnartillögu á komandi þingi sem gæti verið eitthvað í þessa veruna:
Alþingi samþykkir að fella úr gildi ályktun Alþingis frá 16/7 2009 er fjallar um aðildarumsókn að ESB. Alþingi ályktar einnig að ekki skuli að nýju lögð inn aðildarumsókn að ESB eða sú eldri endurnýjuð nema að undangengnu þjóðaratkvæði um málið.
Það skuli þó ekki gert nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þeirra flokka er mynda ríkisstjórn á þeim tíma um að þeir telji hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB.
Auk þess sem að á undan þjóðaratkvæðinu skuli fara fram ítarleg kynning á þeim samþykktum og reglum ESB er við yrðum undanbragðalaust að gangast undir.
Með örfáum mögulegum undantekningum í formi sérlausna, sem að séu í eðli sínu ekki undanþágur frá reglum ESB. Heldur tímabundin aðlögun landsins að breyttum aðstæðum.
Þau stjórnvöld er ákveði að leggja af stað í þetta ferli skuli því einnig kynna það fyrir þjóðinni, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram, á hvaða sviðum stjórnvöld hyggist leita sérlausna í aðildarferlinu.
Fari svo að til valda komist aðildarsinnuð stjórnvöld og þau ákveði að nema hugsanlega ályktun úr gildi, t.d. í hefndarskyni, í stað þess að fylgja henni eftir og leita vilja þjóðarinnar undanbragðalaust með sannfærandi hætti. Er hætt við því að ásetningur þeirra til þess að afla aðild þjóðarinnar að ESB fylgis, hljóti sömu örlög og hið misheppnaða aðildarferli sem fyrri stjórnarflokkar settu af stað og fjari út. Vegna skorts á pólitísku baklandi aðildarumsóknar.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í viðtali á Bylgjunni í morgun afgreiddi utanríkisráðherra ESB-málið í eitt skipti fyrir öll með því að hnykkja á því að viðræðum hefði verið slitið og að þær yrðu ekki teknar upp aftur, né haldin um þær þjóðaratkvæðagreiðsla.
Fyrsta verk Framsóknarflokksins var það þegar lýsta var yfir því í Brussel að viðræðum væri slitið og að meirihluti íslensku þjóðarinnar fylgdi því að það væri gert á afgerendi hátt.
Þetta var stjórnmálalegur gerningur sem ekki verður afturkallaður og Alþingi getur sparað sér umræður um það og snúið sér að verkefnum, sem hafa legið í lág sumarleyfa og fjarveru ráðherra í mestallt sumar.
Ómar Ragnarsson, 18.8.2013 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.