Leita í fréttum mbl.is

Reglugerð Ögmundar Svarti Pétur sem aðrir sitja uppi með.

Bara svo það fái að koma fram, þá er ég ekki par hrifinn af áformum Nubos varðandi Grímsstaði á Fjöllum.  Eða önnur áform af svipiðu kaliberi.

 Ég er heldur ekkert hrifinn af því að í EES-samningnum skuli  ákvæðið um fasteigna og landakaup  (ekki spírann) útlendinga  af  EES-svæðinu skuli vera með þeim hætti sem það er.  En ég fékk engu ráðið um það,  frekar en afgangurinn af þjóðinni. 

 Hrifnari er ég af öðru ákvæði EES-samingins, sem fjallar um eignarhlut útlendinga af EES-svæðinu í sjávarútvegsfyrirtækjum.  Þó ég reyndar hallist að því að hámarkshlutinn mætti vera eittvað minni en 49%.

 Ég efast um að nokkrum manni dytti það í hug, að óbreyttu  að setja reglugerð einhliða, er gengi gegn ákvæðinu um 49% eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum.  Nema í besta falli ef að upp kæmi stemmning  varðandi  sjávarútvegsfyrirtæki . Líkt og var vegna máls Nubos.  Enda væri það eflaust brot á ákvæði áðurnefnds EES-samnings og eflaust ekki liðið af ESA.

 Reyndar kom upp mál vegna eignarhluta kínversks fyrirtækis í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki fyrir nokkrum misserum.  Hins vegar  var ekki hægt að aðhafast neitt vegna alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins.

  Mér segir svo hugur að Ögmundur hafi nú alveg vitað það, að þessi reglugerð myndi aldrei og gæti aldrei lokað málinu.  En hún gæti hugsanlega tafið það og fælt þá frá sem reglugerðin var í rauninni sett til höfuðs.  Ögmundur má einnig hafa vitað, í ljósi þess allt benti til þess að hann væri á síðustu dögunum í embætti, að það yrði annarra að taka á afleiðingum reglugerðarinnar.   Hverjar sem að þær yrðu.

 Varðandi fasteigna og landakaup útlendinga annnars staðar frá en á EES-svæðinu sem sérstakt leyfi þurfi fyrir kaupunum skilst mér að í nær öllum þeim tilfellum hafi leyfi fyrir kaupunum verið veitt að lokum.  Þá væntanlega að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

 Þessi mál hljóta því á endanum að leiða til þess,  að menn hugleiði, hvort 20 ára gamall EES-samningur, nánast óbreyttur að mér skilst, sé það sem okkur sem þjóð hentar.

 Hvort óska eigi eftir breytingum á honum t.d. í ljósi þess að heimsmyndin hefur breyst töluvert frá því þessi samningur var gerður.   Gangi það ekki eftir, að skoða möguleikan á uppsögn hans.  Og í framhaldinu skoða möguleika á tvíhliða saminga við þær þjóðir og þjóðabandalög  um það  sem okkur skiptir fyrst og fremst máli sem þjóð.

 Svo er auðvitað alltaf möguleikinn að hafa þetta óbreytt áfram.  Atvikum sem þessum yrði þá mætt í þeim mæli sem stjórnarfar hvers tíma byði upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband