Leita í fréttum mbl.is

'Groundhog day' kjörtímabil vinstri stjórnar.

Ástandið í þinginu ber fyrst og fremst vott um það, hversu ósamstíga 'minni-meirihlutastjórnin hefur verið nær allt kjörtímabilið. Einnig sem að viðvaningsleg og hreint út sagt léleg verkstjórn þeirra sem með dagskrárvaldið fara hefur leikið stórt hlutverk.

Það hefur frekar verið regla en undantekning að stór og viðamikil mál hafi ekki ratað í þingsali fyrr en á lokadögum hvers þings. Ástæðan er nær undantekningalaust ósamstaða stjórnarflokkkanna um efnislega þætti þeirra mála.

Gott dæmi um þannig mál er stjórn fiskveiða. Á þessu kjörtímabili hafa verið lögð fram þrjú stjórnarfrumvörp um málið. Hinu fyrsta fylgdi meira segja sú umsögn í greinargerð með frumvarpinu að líklegast hefði ekkert stjórnarfrumvarp í gervallri þingsögunni fengið ýtarlegri og vandaðri meðhöndlun stjórnarflokkanna og það frumvarp. Engu að síður dagaði það frumvarp uppi á þinginu það vorið og bíða varð næsta vors eftir nýju frumvarpi um sjórn fiskveiða. Þá væntanlega með jafn vönduðum vinnubrögðum stjórnarflokkanna og við það fyrra.

Reyndar var málþófi stjórnarandstöðunnar kennt um hvernig fór fyrir frumvarpinu í þinginu. Stjórnarliðar voru hins vegar ekki marga daga að afsanna sína eigin kenningu hvað það varðar.

Fyrst Árni Páll Árnason, þá viðskiptaráðherra í blaðaviðtali þar sem hann sagði frumvarpið meingallað. Össur Skarphéðinsson bætti svo um betur í Kastljóssviðtali og sagði frumvarpið hafa verið "bílslys". Auk þess sem að ætla má að vegna þess hversu langur tími leið þar til málið var aftur var á dagskrá þingsins að samstaða stjórnarflokkanna um málið hafi verið minni af hafi verið látið.

Frumvarp númer 2 um stjórn fiskveiða kom svo eftir dúk og disk í þingið fyrir ári síðan. Þó enginn ráðherra hafi kallað það frumvarp "bílslys" eða eitthvað því um líkt er alveg ljóst að það frumvarp var lagt fram í engu minna ósætti innan stjórnarflokkanna og það fyrra.

Enda kom þriðja frumvarpið ekki fram fyrr en að lokinni mikillar vinnu stjórnarflokkanna við að berja í bresti ósættis þeirra vegna fyrri frumvarpanna. Þriðja frumvarpið situr hins vegar ennþá fast inní atvinnuveganefnd og verður nær örugglega ekki afgreitt á þessu þingi. Jafnvel þó stjórnarflokkarnir hafi meirihluta í þeirri nefnd. Líkt og í öllum fastanefndum þingsins.

Einnig ætti fólki að vera í fersku minni vandræðagangur stjórnarflokkanna varðandi rammaáætlunina. Þar sem marga mánuði tók að sverja af þeirri áætlun þá þverpólitísku og faglegu vinnu. Til þess eins að þóknast einhverjum smákóngum stjórnarflokkanna.

Vísasta uppskriftin að öðru eins kjörtímabili er að kjósa eitthvað annað Sjálfstæðisflokkinn og bjóða þeim ómöguleika heim að hér verði sami "Groundhog-dagurinn" og verið hefur hér undanfarin fjögur ár í boði vinstri stjórnar.

mbl.is Þingfundi frestað enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tölum bara íslensku! Þeir eiga að hundskast heim með skottið á milli lappanna! Fyrirlitning almúgans á þeim vex með degi hverjum!

Almenningur (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband