Leita í fréttum mbl.is

Hvað tafði málið?

Á meðan reynt er að semja um þinglok dæla ráðherrar nýjum málum inn í þingið. Eins og enginn sé morgundagurinn.

Hverslags vinnubrögð eru það, að leggja fram frumvarp til lausnar vanda sem hefur blasað við í tvö ár ca. á síðasta áætlaða  starfsdegi þingsins?

Það féll dómur fyrir ca. tveimur árum í máli fólks sem skrifað hafði upp á húsnæðislán, sem síðan var afskrifað að hluta. Dómurinn gekk á þann veg að fólkið sem skrifað hafði upp á lánið sæti uppi með það sem afskrifað var. Semsagt bankinn mátti gera kröfu á fólkið sem skrifaði upp á lánið fyrir þeirri upphæð sem afsrifuð var.

Núna ca. tveimur árum síðar, á síðasta degi þingsins samkvæmt starfsáætlun, vaknar loks fjármálaráðherra og leggur fram frumvarp um aukavaxtabætur fyrir fólk sem þarf að greiða lán það skrifaði upp á en voru síðan felld niður.

Fyrir tveimur árum hefði kannski mátt fagna svona frumvarpi. En í dag læðist að manni sá grunur að framlagning frumvarpsins hafi meira með nálægð kosninga að gera. En einhvern skilning á stöðu þess fólks er frumvarpið á ná til.

mbl.is Þingfundur á laugardegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er þetta kosningabragð, Kristinn.

En þetta skot er laust og lítið gagn af því. Boltinn rétt nær að rúlla inn á vítateyginn. Jafnvel þó ráðherra hefði lagt þetta frumvarp fram tímanlega og það náð í gegnum þingið, er hjálp þess engin. Fyrirvarar og hámarksbætur gera það að verkum að það mun ekki koma að neinu gagni.

Þetta frumvarp er lagt fram til atkvæðaveiða, lagt fram á næstsíðasta degi Alþingis í þeirri von að kjósendur lesi einungis fyrirsögn þess, sleppi því að skoða innihaldið.

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2013 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband