Leita í fréttum mbl.is

Valkvæður misskilningur um valdaframsal og afneitun á eigin ábyrgð.

„Í lýðræðisríki kemur allt vald frá þjóðinni. Nú er orðið ljóst að lítill hópur þingmanna með forseta Alþingis í forsvari ætlar að hunsa niðurstöður þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór hinn 20. október síðastliðinn þar sem yfirgnæfandi meirihluti eða 2/3 ákvað að frumvarp Stjórnlagaráðs yrði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands.

Ef framganga forseta þingsins verður ofan á munu skapast hér á landi fordæmalausar aðstæður þar sem lítil klíka fólks á Alþingi hefur tekið völdin af þjóðinni." 

 Það er valkvæður misskilningu þremenninganna að fram hafi farið eitthvað 'valdaframsal' frá þinginu til þjóðarinnar.

Þjóðin var hins vegar beðin um ráðgefandi álit sitt á því hvort að leggja ætti fram tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýju frumvarpi að stjórnarskrá. En ekki sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá.

Töluverður munur þar á þar sem kveðið er á um það í þingsköpum að efnisleg meðferð frumvarpa á Alþingi fari fram í þremur umræðum í þingsal með nefndarstarfi á milli.

Nefndarstarfið gengur að stórum hluta út á það að leitað er umsagna fagaðila og hagsmunaaðila um þau mál sem til umræðu eru hverju sinni. Af þeim sökum er það einboðið að frumvörp taki breytingum í meðförum þingsins. 


Staða málsins er hins vegar þannig í dag að stuðningur við málið svo breyttu eftir að tillit hefur verið tekið til umsagna og athugasemda tillögur stjórnlagaráðs, er ekki fyrir hendi hjá meirihluta þingmanna.

Það er hins vegar rétt hjá þingmönnum Hreyfingarinnar að ábyrgðina á ástandinu er að finna hjá fyrrverandi og núverandi formönnum stjórnarflokkanna.  Ásamt þingmönnum þeirra flokka.

En þingmenn Hreyfingarinnar geta samt sem áður, ekki varpað allri ábyrgð á ástandinu af sér. Enda studdu þeir þann málatilbúnað stjórnarflokkanna og verklag að hefja ekki efnislega vinnu við tillögur stjórnlagaráðs er þær lágu fyrir, haustið 2011. 


mbl.is Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kristinn Karl og takk fyrir góð blogg, Er ekki athvæðagreiðsla um málskot forseta eina lögformlega athvæðagreiðslan fyrir utan Forseta, Alþingis og Sveitastjórnarkosningar þannig að athvæðagreiðsla um stjórnarskrártillögurnar var ekki neitt annað en óbindandi skoðanakönnun. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 15:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðustu 100 ár hafa farið fram fimm ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur hér á landi, um áfengisbann, um þegnskylduvinnu, um sambandslaögin við Danmörku, um afnám áfengisbannsins, um stjórnarskrá lýðveldisins og um frumvarp stjórnlagaráðs. Í öll fyrstu fimm skiptin virti þingið niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslanna, jafnvel þótt þátttakan væri minni 1918 en hún var síðastliðið haust.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2013 kl. 21:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru sex, þegar sú síðasta er meðtalin.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband