Leita í fréttum mbl.is

Kristinn Karl Brynjarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

Eftir því sem ég sé umræðuna um stjórnarskrártillögur stjórnlagaráðs þróast.  Sannfærist ég enn betur um það að þó mér hafi fundist margt í tillögunum brúklegt.  Hafi það verið rétt ákvörðun hjá mér að segja nei við öllu nema við spurningunni um þjóðkirkjuna.

Ástæður  þessarar niðurstöðu minnar er afskaplega skýrar. 

Hefði ég kosið með því að tillögurnar yrðu lagðar til grundvallar nýju frumvarpi, á þeirri forsendu að mér þættu sumar þeirra brúklegar.  Eins og stuðningmenn tillagnanna reyndar hvöttu til.  Þá væri atkvæði mitt nú túlkað sem krafa að tillögurnar allar ættu að standa óbreyttar í nýrri stjórnarskrá.  Engu mætti breyta.  Jafnvel ekki því sem færustu fræðimenn þjóðarinnar á sviði stjórnskipunar segja vart standast skoðun.

Mér finnst t.d. ákvæði sem byrja á: „Tryggja skal með lögum......´´ ekki brúkleg í stjórnarskrá.  Slík ákvæði bjóða upp á það að þau hugtök sem um er rætt í þeim ákvæðum geti haft breytileg viðmið. Eftir því hvernig stjórnarmynstur er hverju sinni.  Eru t.d. ekki líkur á því að næsta ríkisstjórn eða þarnæsta hafi aðrar meiningar á því, hvað fellst í frelsi fjölmiðla?  En stjórnarskrárdrögunum stendur, að „tryggja skuli með lögum frelsi fjölmiðla“.

Ég er fylgjandi auðlindaákvæði í stjórnarskrá.  Ég kaus þó ekki með því í þjóðaratkvæðinu.
Ástæðan er einfaldlega sú  að ég óttaðist, líkt og raunin hefur orðið, að já mitt hefði verið túlkað sem samþykki við auðlindaákvæði stjórnlagaþings. Orðrétt og óbreytt.    Atkvæði mitt hefði verið túlkað á þann hátt að ekki mætti breyta ákvæðinu í neinu.  Jafnvel ekki þó svo lögfróðir menn myndu benda á að hluti þess gæti skarast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Reyndar má segja að við öllu hinu sem ég kaus nei við í þjóðaratkvæðinu fylgi svipuð rök.  Ég var og er ekki andvígur því að þau efni sem þar var spurt um eigi heima í stjórnarskrá.  Ég er hins vegar ekki sammála tillögum stjórnlagaráðs efnislega.  Af þeirri ástæðu gat ég ekki kosið með þeim. Þar sem mig grunaði það sem á daginn hefur komið.  Að atkvæði mitt hefði verið túlkað sem samþykki tillögu stjórnlagaráðs er varðar viðkomandi „hugtak“.  Jafnvel þó ég gæti aldrei samþykkt ákvæðið óbreytt.

Mitt já, hefði ég kosið á þann hátt og eflaust já fleiri manna og kvenna á ekki að túlka á annan hátt. En að hinn eiginlegi löggjafi þjóðarinnar Alþingi hafi umboð þjóðarinnar, til þess að nýta tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskrá.  Taka þær til efnislegrar meðferðar í þinginu í þremur umræðum.  Gera þær breytingar sem sátt er um í þinginu og til þess bærir fræðimenn telja nauðsynlegar svo ný stjórnarskrá standist skoðun.

Krafan um eitthvað annað stenst engan vegin skoðun og er í rauninni sett fram af þvílíkri tilætlunarsemi og vanhugsaðar frekju, eða í besta falli valkvæðum misskilningi  sem varla ætti að teljast svaraverður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Atkvæði móttekið” sammála.

Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2013 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband