Leita í fréttum mbl.is

Af gefnu tilefni. - Um virðingu Alþingis.

Um virðingu Alþingis sagði Jón Sigurðsson forseti  árið 1845: „Það er skylda þingmanna, bæði við landið og þjóðina, við þingið og við sjálfa sig, að þola enga ósiðsemi á þeim stað, eða neitt, sem getur rýrt tign eða álit þingsins meðal alþýðu, og þetta ætla ég muni vera hægt, eins á Íslandi og annars staðar.“

Ósjaldan á þessu kjörtímabili og jafnvel áður, hafa þingmenn ekki getað setið á sér undir ræðum annarra og truflað þær með frammíköllum og öðrum dónaskap.  

Þessir sömu þingmenn mæta svo gjarnan í sjónvarpsviðtöl og umræðuþætti , með  „hvolpaaugu“ og tala um mikilvægi þess að auka virðingu Alþingis.

Ætli þingmenn að upphefja virðingu Alþingis, þá þurfa þeir fyrst og fremst að láta af þessum fíflalátum og falsi og fara að vinna að þeim málum sem í rauninni skipta einhverju máli. 

Að fyrirtækjum einstaklingum sé búinn sá „rammi“ að geta lifað með reisn og skapað þjóðinni aukin verðmæti, aukna velmegun. 

Þinginu ber einnig að tryggja það með lögum, að við skuldauppgjör einstaklinga og fyrirtækja, gildi það sama fyrir alla.  Því án þess verður engin sátt né réttlæti.

Þeim þingmönnum sem telja sig yfir þessar skyldur hafnir og finna sig knúna til þess að níða virðingu niður í skítinn, er bent á skrifstofu og afgreiðslu Vinnumálastofnunar í gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna.  Aldrei að vita nema þar væru að finna störf við þeirra hæfi. 


mbl.is Sakar þingmenn um „skrílslæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert með þetta "skítinn"

Sigurður Haraldsson, 21.11.2012 kl. 05:27

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

og skíturinn vellur enn upp

Magnús Ágústsson, 21.11.2012 kl. 14:18

3 identicon

Það er rétt Magnús. froðan vellur upp úr þessu búsáhaldaliði eins og MT, Saari & co

Aðalbjörn Þór Kjartansson (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 21:41

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Kristinn ég var einmitt að hugsa þetta út frá þeim punkti sem þú kemur inn á og þessari fyrirmynd sem Alþingismenn og Ríkisstjórn eiga að vera...

Trúverðugleiki og traust er eitthvað sem er ekki að finna hjá Lúðvíki eða Birni Val...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.12.2012 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband