23.10.2012 | 18:49
Þeir sem heima sátu eru líka þjóðin.
Í ljósi þess hvers eðlis kosningar á laugardaginn voru, þ.e. að verið var í rauninni að kjósa um mál sem enn er í vinnslu, en ekki um endanlegar lyktir þess, þá verði að túlka úrslit þeirra á annan hátt, en hefði annars verið gert, væri um endanlega afgreiðslu máls að ræða.
Að mati undirritaðs væri heillavænlegast að túlka úrslitin þannig að Alþingi hafi fengið heimild frá þjóðinni, að vinna þessi drög áfram og gera þær breytingar á þeim sátt næst um. Bæði hvað varðar breytingar á orðalagi eða efnislegar breytingar. Hvort sem að slíkar breytingartillögur komi frá þingmönnum sjálfum eða eru byggðar á vel rökstuddum umsögnum, sem nær öruggt er að berist stjórnsýslu og eftirlitsnefnd þingsins.
Meiri líkur eru á því að vegsemd þingsins aukist verði það verklag notað sem lýst er hér að ofan. Misjöfn viðhorf og skoðanir verði kölluð þeim nöfnum, en ekki viðhafðar upphrópanir um flokkadrætti, klæki eða hagsmunagæslu. Heldur verði í sátt reýnt að móta og afgreiða stjórnarskrá, í sátt, sem tekur tillit sem flestra skoðana og viðhorfa þeirra er á þingi sitja. Skoðanir og viðhorf manna eiga ekki endilega og þurfa ekki endilega að breytast þó svo úrslit þjóðaratkvæðis séu á einhvern veg eða annan.
Þegar uppi verður staðið í vor, mun þjóðin miklu fremur horfa til þess, í hversu mikilli sátt, án óþarfa upphlaupa og upphrópanna þingið vann úr þessum tillögum stjórnlagaráðs. En að hún horfi á þær breytingar sem kunna að verða á tillögum stjórnlagaráðs í meðförum þingsins.
Stjórnarskrá samþykkt í skugga illdeilna og með ltilum mun í þinginu, mun eingöngu auka enn frekar á deilurnar í þjóðfélaginu og gera þjóðina enn sundurleitari en nú er. Hafa verður í huga að þeir sem sögðu nei á laugardaginn eða sátu heima, eru líka þjóðin.
Flokkadrættir og klækir víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
Athugasemdir
Hef verið að heyra það að kæra sé á leiðinni frá sjómönnum sem áttu ekki þess kost að kjósa vegna þess að þeir fóru út áður en utankjörstaðakosning var opnuð og komu ekki í land fyrr en eftir kosningar.Slæmt mál ef rétt er en þú veist kannski meira um þetta mál en ég þar sem ég bý út í noregi.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 19:55
Ég hef ekkert heyrt af hugsanlegri kæru vegna þessarra kosninga. Ég man ekki í svipinn hversu löngu fyrir kjördag, eigi að opna á kosningar utan kjörfundar.
Það væri vissulega alvarlegt, ef farið hefur verið á svig við lög er kveða á um það.
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.10.2012 kl. 20:37
Höfuð málið er eins og við kosningu til stjórnlaga þings að meiri hluti landans taldi að sér kæmi þessi leikþáttur Jóhönnu ekki við, að öðru leiti en að hann þurfti að kosta hann.
Við þetta má bæta að hin svokallaði þjóðfundur sem er Jóhönnu mjög heilagur og hafði mig innanborðs, þrátt fyrir að mér sýndist að vinstrisinnaðir og kennarar væru í verulegum meirihluta og er ég þó ekki kennari og ekki verulega til vinstri.
En þarna sýndist mér að undantekningin sannaði regluna.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2012 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.