Leita í fréttum mbl.is

Villtustu draumar manna um beint lýðræði.

,,Þó að þjóðaratkvæðið sé ráðgefandi, þá er það í raun bindandi, því það yrði ekki boðlegt að þingmenn gengju gegn þjóðarvilja", segir Þorvaldur Gylfason.

Hvað meinar hann með því? Að svokallaður þjóðarvilji, felli t.d. 48 gr. núgildandi stjórnarskrá úr gildi? Að þingmenn sem rjúfi ekki drengskaparheit sitt við núgildandi stjórnarskrá, séu fífl eða kjánar?

Fylgi flokka í kosningum fer fyrst og fremst eftir því, alla jafna, hvernig þingmönnum flokkanna tekst að fylgja 48. gr. á því kjörtímabili sem er að renna sitt skeið. Enda fengu þeir kosningu í upphafi kjörtímabilsins út á þá sannfæringu sína, sem þeir kynntu þjóðinni.
Fari flokkar út af sporinu, þ.e. framkvæmi annað en þeir sögðu sína sannafæringu, þá er þeim refsað í næstu kosningum. Oftast nær.

Villtustu draumar  manna um beint lýðræði, gera í raun elsta löggjafarþing veraldar óþarft. Nóg væri að halda þjóðfund einu sinni á ári eða sjaldnar sem valið yrði á með sömu aðferð og á þjóðfundinn haustið 2010. Þjóðin gæti svo kosið í þjóðaratkvæði um helstu áherslur þjóðfundarins í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsetinn svo kvittað undir.

Þjóðin gæti svo að loknu auglýsinga og umsóknarferli kosið sér framkvæmdastjórn (ríkisstjórn) til þess að framkvæma þjóðarviljann.

Eflaust myndi það spara einhver útgjöld við að halda úti Alþingi og stofnunum þess.  En ekki er þó víst að sá sparnaður yrði bara ,,gróði“.  Enda óvíst hvað slíkt stjórnskipan kostaði þjóðina í reynd. Hvort lagasetning almennt yrði betri,  hvort meiri sátt væri með lagasetningarnar  eða hvort t.d.  útgjöld vegna lagasetninga eða öllu heldur vegna afleiðinga þeirra yrðu lægri o.s.f.v. ........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enda eiga villtustu draumar það sameiginlegt að vera DRAUMAR :)

Þar fyrir utan með allt þetta stjórnlagaráðgefanditilgangslausakosningaeitthvað, þá er , að mínu viti, flest okkar vandamál leyst með persónukjöri á þing. Þá hafa kjósendur vald, sem flokkarnir taka sér núna, til að losa sig við lélega þingmenn og veita þannig aðhald.

larus (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband