27.9.2012 | 18:19
Guðmóðir jafnréttismála kveður sviðið.
Í stjórnarandstöðu var Jóhanna einhver harðast talsmaður jafnréttis á Íslandi og lét öllum illum látum ef jafnréttislögin voru brotin. Hún krafðist jafnan afsagnar þess er þau braut. Enda ráðherra vart vært í embætti sínu með lögbrot á bakinu.
Einnig fannst henni það frekar klént að niðurskurður Kærunefndar jafnréttismála, væri bara ráðgefandi en ekki bindandi. Enda hefur ráðgefandi niðurstaða, litlar sem engar afleiðingar í för með sér. Til þess að gera slíka niðurstöðu bindandi þurfti að reka dómsmál og án þess að reka slíkt mál, voru vonir þess er brotið var á, um bætur harla litlar.
Jóhanna réðst því í þá vinnu, hún varð félagsmálaráðherra 2007, að breyta jafnréttislöggjöfinni á þann hátt t.d. að niðurstöður Kærunefndarinnar yrðu bindandi og þeim ekki hægt að hnekkja nema með dómsmáli. Við niðurstöðu kærunefndarinnar yrði þá sá brotlegi að greiða þeim er brotið væri á lágmarksbætur. Ella fá niðurstöðunni hnekkt fyrir dómstólum og eiga þá jafnvel á hættu að vera dæmdur til þess að greiða enn hærri bætur, fallist dómstólinn ekki á það að hnekkja niðurstöðunni.
Var góður og mikill rómur gerður af lögum Jóhönnu og var henni hampað sem Guðmóður jafnréttismála á Íslandi. Það fór nú samt svo, að sem forsætisráðherra, var Jóhanna fyrst til þess að brjóta eigin lög. Það breytir þeirri staðreynd í engu, þó svo að um svokallað ,,faglegt ráðningarferli hafi verið að ræða, er brotið var framið.
Í dag nokkrum klukkustundum áður en hún tilkynnti um brotthvarf sitt úr stjórnmálum, talaði hún svo fyrir breytingum á jafnréttislöggjöfinni. Enda telur hún það sjálfsagt fáum það fært að fara að þeirri löggjöf, fyrst hún gat það ekki sjálf.
Breytingarnar eiga helst að ganga út á það, að hæfnisnefnd við ráðningar, sem hefur í rauninni ekkert lögformlegt gildi, heldur er ætlað að gera huglægt mat á hæfni umsækjenda og Kærunefnd jafnréttismála, samræmi vinnubrögð sín og viðmið.
Slík lagabreytinga er þó með öllu óþörf. Nóg ætti að vera að setja hæfnisnefndum framtíðarinnar þau skilyrði í skipunarbréfi til þeirra, að fara að þeim lögum er varðar ráðningar forstöðumanna hjá hinu opinbera. Hvort sem um er að ræða, lögformlegt hæfnismat á umsækjendum eða jafnréttislögin. Til þess þarf engar lagabreytingar. Aðeins að skrifa skipunarbréfið.
Nema auðvitað að til standi að lögfesta huglægt mat á umsækjendum, þar sem geðþóttaákvarðanir hæfnisnefndarinnar og /eða ráðherrans, geti ráðið úrslitum og verið jafnvel æðri jafnréttislöggjöfinni.
Hvað ætli stjórnarandstæðingurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði sagt um slíka löggjöf?
Jóhanna ætlar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að losna við hana farið hefur fé betra!
Sigurður Haraldsson, 27.9.2012 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.