21.9.2012 | 22:04
Að álykta annað en er....
Á fundi í Valhöll í gærkvöldi, mættust þeir Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar og Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefur sá fundur eflaust verið um margt góður, en undirritaður átti ekki heimangengt og komst því ekki á fundinn, til þess að verða vitni að því.
Hins vegar reiknar yðar einlægur með því að evrópumálin og evrukrísan hafi verið þar ásamt mörgu öðru til umræðu.
Reyndar er ljóst miðað við það sem ég sá á einni bloggsíðu hér á Moggablogginu að evrukrísan hið minnsta var til umræðu. Spurning úr þeirri umræðu og svarið við henni, er einmitt það sem þetta blogg snýst um og að mínu mati, heiftarleg rangtúlkun á svarinu. Þar sem svarið var í raun túlkað sem möguleg kúvending á stefnu Sjálfstæðisflokksins til ESB-aðildar.
En hér að neðan kemur spurningin:
"Aðspurður hvort Illugi "st[yddi] myndun sambandsríkis ESB" sagði hann JÁ, "það verður að gera til að vernda evruna." Ennfremur mætti hún ekki verða illa úti vegna áhrifa á Ísland (þ.e. ef evran hrynur)."
Hafi spurningin verið svona og svarið einnig, þá segir það í rauninni ekkert um afstöðu Illuga eða Sjálfstæðisflokksins til aðildar að ESB. Ekkert í svarinu gefur tilefni til þess að stefnan sé önnur en síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins markaði, þ.e. að íslenskum hagsmunum sé betur borgið, án aðildar að ESB.
Hins vegar lýsir svarið þeirri skoðun Illuga, að til þess að evrusamstarfið eigi sér einhverja lífsvon, þá þurfi svokallað sambandsríki ESB að koma til.
Það hljóta flestir að átta sig á því, óháð því hvort þeir séu fylgjandi aðild að ESB eða ekki, að hrun evrusvæðisins kæmi sér illa fyrir Ísland með útflutningsgreinarnar í huga.
Reyndar hefur krísan á evrusvæðinu nú þegar, skapað vandræði hjá saltfisks og skreiðarframleiðendum, sem selja afurðir sínar til Suður Evrópu, þar sem evrukrísan hefur komið hvað harðast niður á evrusvæðinu.
Hins vegar þarf fjörugt ímyndunarafl eða skáldagáfu til þess að túlka svarið við spurningunni hér að ofan sem einhverja kúvendingu í afstöðu til aðildar að ESB.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þetta,hafa skal það sem sannara reynist.
Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2012 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.