Leita í fréttum mbl.is

Stóra Baldurs-Lexmálið.

Í athugasemdakerfum á systurmiðlunum , dv.is og smugan.is stökkva menn í löngum bunum upp á nef sér yfir þeirri fásinnu, að þeirra mati, að Baldur Guðlaugsson, fái eins og margir aðrir fangar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum að búa síðustu mánuði afplánunar á Vernd.  

Þar fá menn eingöngu að búa hafi þeir orðið sér út um vinnu eða eru í námi.  Hvorugt þessa útvegar Fangelsismálastofnun.  Heldur sækja fangarnir um vinnuna sem þeir fá eða þeim er boðin hún.  Eins sækja þeir sjálfir um skólavist sem eru í námi. 

Þeir sem búa á Vernd þurfa að vera á Vernd alla daga milli klukkan18 og 19 en hafa útivist eftir það, þar sem þeir geta hitt fjölskyldu og vini eða sinnt öðrum hugarefnum sínum til klukkan 22 eða 23.   

Hvort að það sé eðlilegt að dæmdur maður, vinni á lögmannsstofu skal ósagt látið.  En gera verður þó greinarmun á því, að þó hann vinni á stofunni þá sinnir hann ekki lögmannsstörfum.  

Dv.is leyfir sér þann munað að ,,misskilja", með eða án vilja, fréttina á þann hátt að Baldur sinni samfélagsþjónustu á lögmannsstofunni.  Með lágmarks grúski, ætti hins vegar meðalgreind manneskja að sjá, að ekki er um samfélagsþjónustu að ræða.  Enda er starf hans á lögmannstofunni, ekki hluti af afplánuninni, heldur ástæða þess að hann fékk að afplána síðustu mánuðina á Vernd.  

Hvað sem fólki finnst um Baldur og það brot sem hann var dæmdur fyrir, þá má fólk ekki gleyma því að hann nýtur sömu mannréttinda og aðrir fangar.  

 Að vilja svipta hann þeim mannréttindum, er í rauninni ekkert annað en mannvonska, knúin áfram af pólitískum réttrúnaði, eða þaðan af svæsnari kenndum og þeim sem það vill til ævarandi minnkunnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Í samfélagsþjónustu hjá eigin verjendum  eftir nokkurra mánuða afplánun.  Hmm... 

hilmar jónsson, 17.9.2012 kl. 22:17

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hann er ekki í samfélagsþjónustu Hilmar. Hans afplánun fer fram á Vernd, en ekki á lögmannsstofunni.

Þó þeir á dv og smugunni kalli þetta samfélagsþjónustu, þá þarf það ekki endilega að vera svo.

Farðu inn á heimasíðu Verndar og kynntu þér þau skilyrði sem fangar þurfa að uppfylla til þess að fá að afplána þar. Eitt skilyrðið er það að vera með vinnu (launaða) eða vera í námi.

Í lögum um samfélagsþjónustu stendur m.a. ,,Vinnan felst í líknar- eða hjálparstörfum og hefur uppeldislegt gildi fyrir brotamann og nýtist samfélaginu." Einnig stendur í sömu lögum að Fangelsismálastofnun, velji það starf sem fangi/afbrotamaður skuli sinna í samfélagsþjónustunni.

Að ofantöldu sögðu, finnst þér það þá líklegt að samfélagsþjónustu sé að ræða?

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2012 kl. 22:46

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér skilst Kristinn, að fangar þurfi almennt að vera búnir að afplána að lágmarki 1 ár innan fangelsis áður en þeim býðst afplánun utan þess.

hilmar jónsson, 17.9.2012 kl. 22:51

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hvenær hóf hann afplánun? Mannstu það?

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2012 kl. 23:03

5 Smámynd: Skarfurinn

Baldur var einungis  3-4 mánuði á Kvíabryggju sem mér skilst að sé með betri mötuneytum, hvers konar rugl er þetta maðurinn framdi glæp þar sem hæst liggur við 9 ára fangelsi en er svo laus eftir 4 mánuði ?

Skarfurinn, 17.9.2012 kl. 23:05

6 identicon

Hann hóf afplánun 11.mars. Var því búinn að sitja af sér fjórðung dómsins þegar hann fór á Vernd. Samkvæmt reglum Verndar þurfa menn fyrst að sitja þriðjung dómsins í almennu fangelsi. Það er bara stórfínt ef menn sem ekki eru hættulegir geta komist út á almennan vinnumarkað og notið aðeins meira frelsis en ef það er rétt sem mig grunar að langflestir þurfi að sitja minnst þriðjung dómsins í almennu fangelsi, þá merkir þetta að mönnum er mismunað í fangelsiskerfinu, hugsanlega eftir stéttarstöðu. Og það er ekki í lagi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 23:15

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér skilst, af orðum fangavarðar þar,að gæðum mötuneytisins sé fyrst og fremst að þakka því að fangarnir sinni matseldinni þar sjálfir að mestu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2012 kl. 23:17

8 Smámynd: Skarfurinn

Nákvæmlega Eva þú hittir nagklann á höfuðið, mönnum er mismunað í kerfinu: áður "virtur" lögfræðingur fær bómullarmeðferð þrátt fyrir brot sitt en t.d. verkamaður eða sjómaður gæti aldrei átt von á slíku, jafnvel róninn sem stal kjötlærinu fékk enga velvild.

Skarfurinn, 17.9.2012 kl. 23:29

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er gaman að segja frá því, að samkvæmt fréttum RÚV, þá er það ekki einsdæmi, að menn fái að fara jafnfljótt á Vernd og Baldur.

Sjálfsagt hefðu systurmiðlarnir dv og smugan, getað komist að því sama og RÚV, ef þeir hefðu bara haft á því áhuga.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.9.2012 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband