13.9.2012 | 21:43
Skoðannasystur ósáttar.
Það þarf nú svosem ekki, í sögulegu samhengi, að koma á óvart að þau þrjú hafi valdið uppnámi á fundi Atvinnuveganefndar í morgun. Enda þau þrjú oftar en ekki á skjön við það, sem þó er sátt um, þegar lög um stjorn fiskveiða eru til umræðu.
Bókun Ólínu má sjá í fréttinni sem fylgir. En hér að neðan birtast lokaorð bókunnar Lilju Rafneyjar:
,, Að lokum vil ég mótmæla harðlega að þeir þingmenn sem eru undirrituð og Ólína Þorvarðardóttir sem unnið hafa trúnaðarstörf fyrir stjórnarflokkana að sjávarútvegsmálum allt kjörtímabiliið hafi ekki verið tilnefndar í þann vinnuhóp sem skipaður var við þinglok síðastliðið vor."
Þegar um er að ræða hóp sem bara einn fulltrúi úr hverjum flokki situr í, þá hljóta menn að velja sína helstu talsmenn varðandi greinina í hópinn og þá væntanlega þá einnig sem líklegir væru til þess að ná breiðri sátt í málaflokknum. Hafi einhvern tímann staðið til að ná sæmilegri sátt í málinu. Fara byr beggja. Við þær aðstæður, þá væri varla við hæfi að velja í hópnn manneskjur sem hafa ekki einu sinni hljómgrunn innan sinna eigin flokka í hópinn.
Hvorki Lilja né Ólína hafa getað tjáð sig um sjávarútveginn á annan hátt en að vekja upp væringar innan eigin flokka, svo ekki sé minnst á aðra flokka á þingi.
Þær tvær fengu reyndar sinn séns til þess að koma með tillögur fyrir ári síðan, sem lítinn hljómgrunn hlutu, innan flokka þeirra eða þingsins. Það hefði af þeim sökum ekki verið klókt að skipa þær í þennan hóp.
Góðu heilli er líklegra en ekki, að breytingar á kvótakerfinu verði bara hluti af því sem lagt var upp með í upphafi. Enda þær breytingar það umdeildar að stjórnarflokkarnir sem undanfarin misseri hafa verið í frjálsu fylgisfalli, þora vart að leggja þær fram og þvæla þeim í gegnum þingið í undanfara kosninga.
Stóra fréttin er nú samt sem áður sú, að eftir nærri þriggja og hálfs árs stjórnarsetu og vinnustundir sem enginn hefur varla lengur tölu á, eru stjórnarflokkarnir enn að karpa sín á milli og innbyrðis um sjávarútvegsmál. Án árangurs og eru enn í bullandi ágreiningi sín á milli.
Andsnúin vinnu nefndarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara 1 n í skoðanasystur...
Erla Björk Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.