9.9.2012 | 13:48
Furðuræða Ögmundar.
Magma fór sem sagt á svig við vilja löggjafans en gæti komist upp með undanbrögð í þröngri túlkun á lagabókstafnum og með hliðsjón af formlega skráðum eignatengslum. Með öðrum orðum, formlega séð kunni salan að standast þótt veruleikinn hrópi á allt annað!
Undirritaður fær nú illa séð, hver andstaða löggjafans, Alþingis hafi verið við málið. Í nefnd er fjallaði um málið er í sátu fulltrúar flokkanna á þingi, utan Hreyfingarinnar að ég hygg, voru viðskiptin samþykkt af fulltrúum flokka er hafa nærri 3/4 þingsæta.
Hafi leikið vafi á lögmæti ákvörðunarinnar, þá hefði auðvitað átt að fara með málið fyrir dómstóla. Sú leið var hins vegar ekki farin, heldur var starfshópur settur í málið, að kröfu Vinstri grænna. Það var þeim hins vegar ljóst frá upphafi, sem á það vildu koma auga, að sá starfshópur gæti aldrei og myndi aldrei, úrskurða um lögmæti viðskiptana. Eins og ætla mætti að tilgangur starfshópsins, hafi átt að vera.
Stofnun starfshópsins var í rauninni ekkert annað en ein af fjölmörgum leiksýningum sem stjórnarflokkarnir hafa sett á svið Skjaldborgarleikhúsinu. Ein af þessum leiksýningum sem engan annan tilgang hafa, en að halda hinni norrænu velferðarstjórn saman.
Ögmundur lætur þess hins vegar ógetið, að þrátt fyrir að viðskipti þau sem Magma átti með HS-Orku heyrðu undir Viðskiptaráðuneytið, þá má rekja upphaf þess til funda í Iðnaðarráðuneyti Össurar Skarphéðinssonar, þar sem fulltrúum Magma var, af einhverjum ástæðum, ráðlagt frá því að stofna íslenskt félag um kaupin. Betra væri að notast við sænsku skúffuna.
Yðar einlægur veit svo sem ekki, frekar en aðrir, hvað kann að búa í veruleika Ögmundar. Enda er það mál varla til, sem að hann hefur ekki stígið í eða úr .
Veruleikinn er hins vegar sá, að yfirgnæfandi líkur eru á því að viðskipti Magma hafi verið með lögmætum hætti. Hvort þau séu siðlaus eða ekki, má svo deila um.
Það liggur hins vegar alveg morgunljóst fyrir, að hvorki Ögmundur né aðrir í þingliði Vinstri grænna, hafa lagt það til marktækum hætti, að þeim lögum sem viðskipti Magma rúmast innan verði breytt. Enda eru þau lög hluti af EES-samningnum.
Krafa um breytingar á þeim samningi, myndu torvelda enn frekar aðildarferlið að ESB. Aðildarferli sem Ögmundur er, að eigin sögn, mótfallinn ,,í prinsippinu" þó hann hafi ekki greitt atkvæði gegn því í þinginu þann 16.júlí 2009.
Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hlítur að teljast áfellisdómur yfir alþingi, löggjafarvaldinu sem Ögmundur er hluti af, að geta ekki sett lög sem endurspegla vilja löggjafans. Að lögin skuli segja eitt en dómstólum sé síðan ætlað að hundsa lögin en dæma eftir einhverjum ætluðum vilja löggjafans. Réttarkerfi Ögmundar þar sem lögin hafa enga merkingu því dómurum sé gert að giska á hver vilji alþingis sé eða hafi verið......Eða á það að vera; ...giska á hver vilji Ögmundar sé?
sigkja (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.