Leita í fréttum mbl.is

Skyndilegur kynjahallaáhugi RÚV!

Fréttamenn RÚV fóru mikinn í kvöld yfir því að Ólöf Nordal, hafi ákveðið að láta gott heita í pólitík.  Í bili í það minnsta.  Var fréttin tengd við þann atburð þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins skipti um þingflokksformann í vikunni þar sem Illugi Gunnarsson tók við af Ragnheiði Elínu Árnadóttur.

Var í fréttinni látið líta svo að þessar tvær konur, sem um er rætt, hafi horfið úr forystusveit flokksins. Það er í besta falli hálfur sannleikur, þar sem Ólöf mun flytjast búferlum til Sviss þar sem eiginmaður hennar starfar.  

Hins vegar er það meira en líklegt að Ragnheiður Elín muni leiða flokkinn í Suðurkjördæmi í næstu þingkosningum og ef að fer fram sem horfir, þá mun flokkurinn koma best út í því kjördæmi og vinna stórsigur.  Það er vart hægt að ímynda ser  að manneskja sem leiðir lista flokks í kosningum, sé ekki í forystusveit hans.  Auk þess sem að Ragnheiður Elín mun án efa sem oftar vera áberandi í þinginu í vetur.  Það er því vart hægt að segja hana hafa horfið úr einhverri forystusveit, þó titilinn kannski vanti.

Það er samt ekki annað að sjá, en að þessi kynjahallaáhugi Fréttastofu RÚV sé nýr af nálinni.  Ekki minnist ég þess að fréttastofan hafi talað eitthvað sérstaklega um kynjahalla í þingflokki Samfylkingar, þegar þær Steinun Valdís Óskarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, sögðu af sér þingmennsku og tveir karlar settust á þing fyrir þær.  Ekki nóg með það, heldur var kynjahallinn svo enn frekar aukinn þegar Magnús Orri Schram var kosinn formaður þingflokksins við brothvarf Þórunnar.  En ekki einhver konan sem eftir var í þingflokknum.

Einnig þótti það lítil áhrif hafa á kynjahallann í Vinstri grænum þegar Guðfríði Lilju Grétarsdóttur var bolað burt úr embætti formanns þingflokks Vg.  Það þykir nefnilega ekki fín latína að tala um þessa hluti, eigi þeir sér stað innan raða vinstri flokkanna, flokka jafnréttis og réttlætis.  Skiptir það engu þó ráðherrar þessara flokka hafi á kjörtímabilinu í tvígang brotið jafnréttislöggjöfina og launamunur kynjana hafi einnig aukist á kjörtímabilinu.

Ætla má að sökum þessa skyndilega áhuga Fréttastofu RÚV á kynjahalla í stjórnmálaflokkum, að fréttastofan leggi hart að Jóhönnu Sigurðardóttur, að vera formaður Samfylkingarinnar eitthvað áfram, svo kynjahallinn aukist ekki þar.  Enda eflaust ekki biðröð af konum í flokknum sem sækjast eftir því að taka við þeirri flokksrest er hún mun skilja eftir sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband