24.6.2012 | 12:08
Athugasemdir um skort á athugasemdum .
Við blogg mitt hér neðar á síðunni "Faglegt dómgreindarleysi", birtist skondin athugasemd. Þar kýs fyrrum Fésbókarvinur minn, hinn síkáti Grindjáni, Björn Birgisson, að gera athugasemd við skort á athugasemdum, við bloggskrif mín.
Lýsir hann jafnvel áhyggjum sínum yfir því, að vegna skorts á athugasemdum við bloggskrif mín, þá hljóti Moggabloggið að vera í andaslitrunum.
Nú er það svo, að yðar einlægur hefur stundum látið það vera að skrifa blogg, svo dögum eða vikum skiptir. Samt sem áður, þá hefur gamla góða Moggabloggið verið til staðar, er ég sný aftur í bloggheima. Það er því varla hægt að mæla lífslíkur Moggabloggsins á því, hvort að einhver sjái sig knúinn til þess að gera athugasemdir við bloggskrif mín.
Fyrir mér, þá eru bloggskrif mín, til þess eins að koma frá mér skoðunum mínum og hugsunum, um hin ýmsu málefni. Ekki til þess að hrúga að mér stórri ,,já-hjörð" eða einhverju þess háttar.
Ég hef enga þörf fyrir það, að um mig safnist einhver ,,já-hjörð", sem hneigi sig og bukti við skrif mín. Veit ég þó af þó nokkrum sem lesa skrif mín reglulega og líkar þau vel, þó svo þess sé ekki getið í athugasemdakerfi bloggsins.
Eins og áður sagði, þá eru þessi bloggskrif mín, fyrst og fremst ætluð til þess, að koma frá mér því sem er að hugsa hverju sinni og skoðunum mínum á mönnum og málefnum. Auðvitað gæti hrúgað að mér athugasemdum, með því að skrifa texta, fullan af rangfærslum, uppnefningum og fleiru sem vakið gæti hörð viðbrögð annarra. En ég hef bara ekkert við slíka athygli að gera og veit í rauninni ekki hvernig slík athygli ætti að vera mér og Moggablogginu til framdráttar.
En eins og komið hefur fram, þá erum við Björn Birgisson, fyrrum Fésbókarvinir. Hann sjálfur bað um vináttu mína, sem að ég samþykkti með glöðu geði. Enda margt skemmtilegt sem Björn skrifar, þó svo að í fæstum tilfella sé ég sammála honum. Reyndar tel ég okkur ekki vera nálægt hvor öðrum hvað skoðanir varðar, nema þá í málefnum sjávarútvegsins.
Það var jú einmitt ástæða þess, að yðar einlægur lenti undir fallexi Grindjánans á Facebook, að ekki gat hann gengið nógu fallega í takt við Grindjánann og var jafnan, með röngu, kallaður hægri öfgamaður og fleira sem að svokallaðir jafnaðarmenn, líta á sem dauðasök.
Engu að síður, ber ég virðingu fyrir Birni sem persónu og hans skoðunum, þó mikið greini þar á milli. En varla er sú virðing gagnkvæm, úr því að vera mín á Fésbókarsíðu kappans, varð honum ofviða. Mér getur þó, engu að síður, ekki verið meira sama. Enda vil ég ekki að minn kæri Björn finni fyrir einhverjum ónotum, við það eitt að bera fyrir mér lágmarks virðingu og skoðunum mínum.
Lifið heil.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Þakka þér fyrir alla þína frábæru pistla Kristinn Karl. Það eru víst örugglega margir sem lesa þá sér til ánægju og pósta þeim jafnvel á Facebook eins og ég. Það þarf ekki alltaf að vera gjammandi í athugasemdum eins og sumir sem sjá rautt í öllum hornum.
Ég hvet þig til að halda áfram bloggskrifum og bið þig líka heilan að lifa.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 13:02
Tek hér undir með Sigrúnu Guðmundsdóttur.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.6.2012 kl. 14:09
Frábær pistill! Gott að eiga nokkur % í honum! Bestu kveðjur!
Björn Birgisson, 24.6.2012 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.