8.6.2012 | 17:24
Ögmundur í ruglinu.
Það er greinilegt að innanríkisráðherra þjóðarinnar þekkir ekki stjórnskipan landsins. Í það minnsta er ekki annað að sjá en að ráðherrann sé gersamlega í myrkrinu, er hann ritar þann pistil, sem hlekkurinn hér að neðan vísar í.
http://www.ruv.is/frett/ogmundur-liu-beitir-hotunum
,,Ögmundur segir einnig að ef stjórnarandstaðan á Alþingi ætli með málþófi að koma í veg fyrir veiðigjald og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu muni málið enda frammi fyrir þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það þyrfti ekki að vera slæmur kostur, að mati Ögmundar, en þá dygði ekki að setja fram útvatnaðar tillögur sniðnar á málamiðlun á Alþingi heldur ganga lengra í átt að þjóðarviljanum sem vill, að sögn Ögmundar, uppskurð á kvótakerfinu.
Ögmundur ætti að vita betur, þó ekki væri nema vegna þess, að ráðuneyti hans ber ábyrgð á framkvæmd allra kosninga í landinu. Hann ætti því að vita, að þjóðin sem slík getur ekki sett ný lög, með því að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Fari svo að stjórnarflokkarnir komi ekki kvótafrumvörpunum í gegn á þessu þingi, þá er ekkert annað í stöðunni en að frumvörpin aftur fram á næsta þingi. Ætli menn sér að gera þessi frumvörp að lögum.
Jafnvel þó að stjórnarflokkarnir ákveddu að taka frumvörpin úr þinginu og láta þjóðina kjósa um þau, eins og þau líta nú út, þá yrðu þau ekki að lögum við það eitt að þjóðin segði já við þeim.
Enda væri þjóðaratkvæði um mál sem löggjafinn hefur ekki leitt til lykta, ekkert annað en skoðanakönnun. Skoðanakönnum sem að þingmönnum bæri samkvæmt stjórnarskrá að láta sem vind um eyru þjóta. Ef sannfæring þeirra segir annað en úrslit þjóðaratkvæðisins.
Ögmundur á að vita það, að hótun hans eða loforð um þjóðaratkvæði, með þessum hætti um kvótamálin, er hrein markleysa og honum sem þingmanni og ráðherra engan vegin sæmandi.
Treysti stjórnarflokkarnir sér ekki til þess að koma kvótafrumvörpunum, eins og þau nú líta út í gegnum þingið, þá eiga þau engra annarra kosta völ en breyta frumvörpunum á þann hátt, sem sátt ríkir um í þinginu eða einfaldlega draga þau til baka.
Allt tal um að þjóðin, sem slík, fái að stunda einhverja lagasetningu með þátttöku í þjóðaratkvæði, er ekki bara óraunhæft, heldur gersamlega óábyrgt og í raun ekkert annað en dæmi um algjört rökþrot og uppgjöf stjórnvalda í málinu.
Stjórnvöld hvorki mega né eiga að kasta fram svona bulli, til þess eins að brengla umræðuna og jafnvel vekja falsvonir í brjóstum hluta þjóðarinnar. Þeim er ævarandi skömm af slíku háttalagi.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist bara vera algjörlega rafmagnslaust allstaðar sem þessi maður er. Í það minnsta er engin glæta í því sem þessi maður segir eða gerir......................
Jóhann Elíasson, 9.6.2012 kl. 06:47
Ögmund langar til að vera ærlegur og heiðarlegur, eða hann langar til að vera álitin vera það, en hann er það ekki frekar en aðrir þeir sem fylkja sér um foringjann óprúttna og sjálfumglaða Steingrím j. Sigfússon.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.