Leita í fréttum mbl.is

Er ,,rétt" að fara á svig við lög?

,,Fjármálaráðherra hefur í dag sett á stofn tvö fjármálafyrirtæki sem taka við rekstri Sparisjóðsins í Keflavík, annars vegar, og Byrs sparisjóðs, hins vegar. Er það gert eftir að stjórnir þessara sparisjóða óskuðu eftir því við Fjármálaeftirlitið að það tæki yfir starfsemi sparisjóðanna, í kjölfar þess að samningaviðræður sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði leiddu ekki til niðurstöðu."

Þessi texti, hér að ofan, er úr fréttatilkynningu sem birt var á vef Fjármálaráðuneytisins, þegar Steingrímur ákvað að taka þessa sparisjóði yfir.
Stjórnir sjóðanna gerðu í rauninni það sama og stjórnir bankanna þriggja er féllu í okt 2008 gerðu. Enda bankarnir í raun gjaldþrota, líkt og flest bendir til að sparisjóðirnir hafi í raun verið.

Það er því nokkuð borðleggjandi að setja hefði þessa sparisjóði í slitameðferð. En ekki að hætta skattfé landsmanna í björgunaraðgerðir, sem að mönnum má hafa verið ljóst, að væru vonlitlar.

Til þess að bíta höfuðið af skömminni, ákvað Steingrímur J. Sigfússon hins vegar sjálfur að reka þessa sparisjóði, úr skúffu í Fjármálaráðuneytinu. En ekki fara að lögum um Bankasýslu ríkisins, sem kveða á um að Bankasýsla ríkisins, skuli fara með hluti ríkisins í fjármálastofnunum. Hvort sem það stór eða lítill hlutur.

Þáttur FME þ.e. að hafa í það minnsta í tvígang leyft þessum fyrirtækjum að starfa, þó eiginfjármagn þeirra væri undir lögbundnum mökrum, hlýtur einnig að teljast afar ámælisverður. Enda miðast undanþágur FME, við það að um lífvænleg fyrirtæki sé að ræða. 

Það stendur því upp á þáverandi fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon og FME, að gera grein fyrr þessum gjörðum sínum, á skýran og hispurslausan hátt og draga ekkert undan.


mbl.is Rétt ákvörðun hjá Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekkert í okkar laga og réttarfars strúktúr sem bregðst við og tekur á svona brotum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 20:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei líklega ekki Kristján B. Kristinsson.  Vinstrimenn eru alltaf stikkfrí og íslenska réttarkerfið ræður ekkert við alvöru fjármála hagfræðinga eins og Steingrím j. Sigfússon .   

Við verðum því víst bara að bíða þess að Jóhanna verð sjálfdauð og vona að þá verði eftir nokkrar spýtur til að kveikja eld.  Enn hann verðum við víst að kveikja sjálf því ekki gerir stjórnarandstaðan það.

  Biðst velvirðingar á afskiptaseminni Kristinn Karl.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2012 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband