Leita í fréttum mbl.is

Sáttin sem brann á sundurlyndisbáli stjórnarflokkanna.

Líklegast var stofnun svokallaðrar ,,sáttanefndar" haustið 2009, ein af fáum eða sú eina aðgerð stjórnvalda, í viðleitni sinni til að skapa sátt um sjávarútveginn, sem hefði getað skilað tilætluðum árangri. 

 Það virtist líka vera svo, er sáttanefndin skilaði af sér haustið 2010.  Enda höfðu fulltrúar allra flokka á Alþingi, utan Hreyfingarinnar ef ég man rétt og allra hagsmunasamtaka er sæti áttu nefndinni, utan einna ef ég man rétt, skrifað upp á niðurstöðu nefndarinnar.

Hins vegar varð raunin sú, að fulltrúar stjórnarflokkanna, virtust ekki hafa haft umboð til þess að skrifa upp á þá niðurstöðu sem nefndin skilaði af sér.  Í það minnsta ekki umboð þeirra þingmanna stjórnarflokkanna, sem rekið hafa lýðskrumsvæddan og allt að því hatursfullan áróður gegn sjávarútveginum.

 Enda tók það stjórnarflokkanna heila níu mánuði að klambra saman þeim frumvörpum er Jón Bjarnason lagði fram á þingi sl. vor.  Reyndar höfðu hrossakaup og baktjaldamakk stjórnarflokkanna tekið það langan tíma, að frumvörpin voru lögð fram, með afbrigðum, einum og hálfum mánuði eftir að síðasti skiladagur þingmála leið.

Frumvörp Jóns sem reyndar voru samkvæmt greinargerð með þeim, unnin á faglegan og málefnalegan hátt af stjórnarflokkunum, fengu svo síðar þann dóm frá utanríkisráðherra, að hann líkti þeim við bílslys.  Auk þess sem fleiri stjórnarliðar, sem unnu að gerð frumvarpana , eða samþykktu framlagningu þeirra, fundu þeim  allt til foráttu.  

Með öðrum orðum, þá er engu líkara, en að fólkið sem ætlaði að skapa sátt um sjávarútveginn, hafi ekki einu sinni getað náð þeirri sátt innbyrðis sín á milli.

Frumvörp Steingríms um stjórn fiskveiða og veiðigjald, virðast enn sem komið er, njóta fylgis innan stjórnarflokkanna, hvað sem síðar verður.   Hins vegar er engu líkara en að frumvörpin, séu í mun meiri ósætti við þjóðina, en frumvörp Jóns voru á sínum tíma.

Niðurstaðan hlýtur því að verða sú, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki bara mistekist hrapalega að ná breiðri sátt meðal þjóðarinnar um sjávarútveginn.  Heldur hafi pólitískar væringar og hrossakaup innan stjórnarflokkanna, alið af sér málamiðlanir sem beinlínis gætu stefnt sjávarútveginum, eins af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, í voða. Eins og lesa má úr ca 70 umsögnum ýmissa aðila tengum og ótengdum sjávarútvegi, um frumvörp Steingríms. 


mbl.is LÍÚ segist vilja samvinnu um lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband