4.4.2012 | 21:36
Þjóðaratkvæði leysir ekki vandann- Leysi Alþingi ekki málið, þarf að kjósa til þings að nýju.
Þór Saari segir ríkisstjórnarflokkana ekki hafa umboð til þess að leggja þau fram þar sem þau séu í engu samræmi við það sem flokkarnir hafi lofað fyrir síðustu þingkosningar.
Veit maðurinn það ekki að sú leið sem stjórnarflokkarnir ,,lofuðu" í aðdraganda síðustu kosninga, er nánast óframkvæmanleg? Í besta falli möguleg með greiðslu bóta úr ríkissjóði, upp á tugi eða hundruðir milljarða.
Eins og kom fram í áliti sem ,,Sáttanefndin lét vinna fyrir sig, þá myndi fyrningarleið sú er stjórnarflokkarnir lofuðu í aðdraganda síðustu kosninga, setja mörg útgerðarfyrirtæki á hausinn og mörg önnur í slæma stöðu. Slíkt myndi bitna á bönkunum, enda skulda þessar útgerðir háar upphæðir þar. Samkvæmt samningi stjórnvalda og kröfuhafa bankanna, þá bætir Ríkissjóður þann skaða sem kann að verða á efnahag bankanna vegna stjórnvaldsaðgerða stjórnvalda.
Hins vegar væri það ekki ósanngjörn krafa að leiðtogar stjórnarflokkanna, upplýsi þjóðina, af hverju í ósköpunum þeir hafi lagt til fyrningarleiðina, í undanfara síðustu kosninga, án þess að láta kanna afleiðingar hennar, svo einhverju nemi.
Það er Alþingis á hverjum tíma að ákvarða hvaða stefna skuli vera í gangi varðandi lög um stjórn fiskveiða, sem og önnur lög. En ekki einhverra annarra að ákveða, hvað Alþingi skuli ákveða, varðandi málið, eða önnur mál. Geti Alþingi eða öllu heldur stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, ekki ákveðið hver stefnan skuli vera í jafn mikilvægu máli og stjórn fiskveiða er, þá ber vissulega að kalla til þjóðina. En það verður þá ekki til þess að þjóðin geti sagt þinginu, eða stjórnarmeirihlutanum til, hvaða stefna skuli vera uppi. Heldur til þess að þjóðin geti kosið að nýju til Alþingis.
Það er ekki fyrr en að Alþingi kveður svo á um að ,,lög þessi" öðlist ekki gildi, fyrr en eftir samþykkt þjóðarinnar í kosningum, eða þá að forsetinn synji lögunum staðfestingar, sem að lög um stjórn fiskveiða, eru tæk í þjóðaratkvæði.
Það ætti maður með þriggja ára þingsetu að baki að vita.
Þjóðaratkvæði eða synjun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.