Leita í fréttum mbl.is

Hvað ef þjóðin segir nú ,,nei"?

„Við í nefndinni erum enn að vonast til að þetta lýðræðismál verði ekki stoppað,“ segir Valgerður. „Ef það verður gert er auðséð að þeirri miklu vinnu sem var lögð í tillögurnar verður hent út um gluggann. Það sjá allir.“
Það er athyglisvert að meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, virðist ekki ,,þora" að leggja fram tillögur stjónlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, fram án leyfis eða ráðgjafar þjóðarinnar. 

  Ætti slíkt ,,leyfi“ að forða þingmönnum eða öðrum að leggja til breytingartillögur við frumvarpið?  Verður það þá kannski viðkvæðið, ef einhver vill breyta einhverju, að þjóðin hafi viljað eitthvað og því megi engu breyta?  Ætlar þjóðin eða stjórnlagaráðið að axla pólitíska ábyrgð, komi í ljós síðar að einhverjar þessara tillagna standist ekki skoðun?
 Getur þá þingið eða þá einstaka þingmenn afneitað ábyrgð sinni á að hafa greitt þessari stjórnarskrá atkvæði sitt, með því að segja, að þjóðin hafi viljað þetta svona? 

Hvað ef þjóðin ,,bannar" nú framlagningu á tillögum stjórnlagaráðs?

Á þá tíu mánuðum fyrir kosningar að hefja vinnu við gerð nýrrar stjórnarskrár? Verður þá bara bætt inn þeim atriðum í ,,gömlu“ stjórnarskrána, sem þjóðin kann að samþykkja í ráðgefandi þjóðaratkvæði?  Eða bara sleppa allri frekari vinnu við gerð stjórnarskrár og henda rúmlega einum milljarði út um gluggann?


mbl.is Vinnu stjórnlagaráðs hent út um gluggann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sú staðreynd að Valgerður er að reyna að hvetja þetta í gegn, er nóg ástæða fyrir mig til að hafna því. Punktur.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2012 kl. 22:37

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þetta uppkast að nýrri stjórnarskrá, verður aldrei samþykkt, ... að mínu mati.

Tryggvi Helgason, 25.3.2012 kl. 23:04

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar er bara spurt, hvort leggja eigi fram tiltekinn texta sem frumvarp. Ekki hvort samþykkja eigi svo frumvarpið óbreytt. Enda væri það framsal Alþingis á stjórnarskrárbundinni skildu sinni og í raun tilefni þingrofs og nýrra kosninga.

Hins vegar er nærri öruggt að ,,já-ið" ef af verður, verður túlkað sem samþykki þjóðarinnar á textanum sjálfum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.3.2012 kl. 23:16

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eitt af skilyrðum ESB fyrir aðild Íslands, er að stjórnarskránni verði breytt á þann hátt, að afsal fullveldis við inngöngu í ESB sé einungis eftir þeirra Brussel-kokkabókum. Valgerður Bjarnadóttir og aðrir "háttvirtir" eru ekkert að hugsa um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir alþýðu Íslands. Alþýðan er einungis notuð í skítverkin, til að greiða fyrir framapots-liðhlaupum í ríkisstjórninni.

Látið ekki blekkjast.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.3.2012 kl. 00:06

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fullveldisákvæði í núverandi stjórnarskrá koma í veg fyrir inngöngu í ESB að óbreyttu. Þess vegna var stjórnlagaráðssirkusinn settur af stað.

7. liðurinn í lögum um stjórnlagaþing er það eina sem hugur stendur til að koma í gegn. Hitt skiptir þau engu máli. Sá teksti mun því verndaður í gegnum sýru og eld og troðið í gegn.  Hafðu auga á honum.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2012 kl. 01:22

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Steinar þetta ákvæði heldur nú ekki betur en svo að Davíð Oddsona og stjórn hans sem og Alþingi skrifaði undir EES samninginn sem reynir á sömu fullveldisákvæði þrátt fyrir að lagsetningarvaldið, stór hluiti efnahagslífsins og fleiri fullveldisþættir  hafi verið fært til ESB þá. Hefur held ég ekki angrað fólk verðulega. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband