Leita í fréttum mbl.is

Gamla samtryggingarkerfið ,,endurlífgað" af Samfylkingunni.

Í ályktun stjórnar Samfylkingarfélags Reykjavíkur, þar sem þingmenn flokksins voru hvattir til þess að koma í veg fyrir að ákæran á hendur Geir Haarde yrði dregin til baka, stendur m.a.:


,, Með því væri gamla samtryggingarkerfið leitt til öndvegis á ný í íslenskum stjórnmálum, öfugt við málflutning Samfylkingarinnar við síðustu alþingiskosningar og raunar allt frá stofnun flokksins fyrir tólf árum."


Það er nú varla hægt að draga aðra ályktun en, að þegar greidd voru atkvæði um landsdómsákærur, hafi einmitt ,,gamla samtryggingarkerfið" verið í aðalhlutverki hjá þingmönnum Samfylkingarinnar.  Enda hlífðu þingmenn flokksins eigin félögum við ákæru fyrir landsdómi.

Það er með algerum ólíkindum að Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, hafi lagt sín lóð á þær vogarskálar, að mál sem hún taldi rangt, eða í það minnsta sagði það rangt, nái fram að ganga, þegar möguleiki er á öðru. 

En það segir okkur líklega bara það að Jóhanna og Samfylkingin eru enn föst í ,,gamla samtryggingarkerfinu“ og virðast bara þrífast vel í því.

Líklegt má telja að hefði frávísunin verið felld og greidd atkvæði um tillögu Bjarna, að  þá hefði ákæran verið afturkölluð.  Þá hefðu blasað við, þau stjórnarslit sem stefndi í, fyrir ,,atkvæðahönnun“ þingflokks Samfylkingar  þegar atkvæði voru greidd vegna landsdómsákæranna.

  Enda stefndi í stjórnarslit, eftir að Jóhanna flutti ræðu í umræðunni um landsdómsákærunar, þegar Jóhanna sagði málið rangt og ekki ætti að ákæra nokkrun mann fyrir landsdómi.  Eina sem gat forðað þeim stjórnarslitum, var að koma í það minnsta einum fyrir landsdóm.

 


mbl.is Jóhanna styður frávísun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband