28.2.2012 | 21:10
Fráleit frávísun.
Allt frá því að þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, um afturköllun ákæru á hendur Geirs Haarde, fyrir landsdómi kom fram, hafa stjórnarflokkarnir og Hreyfingin, reynt hvað af tekur að forða því að Alþingi komist að efnislegri niðurstöðu í málinu.
Fyrst var því haldið fram að tillaga Bjarna væri ekki þingtæk. Síðan kom fram álit þess efnis að hún væri þingtæk.
Var þá forseti Alþingis beittur þrýstingi um að taka málið af dagskrá. Ella gæti hlotist af embættismissir. Forseti Alþingis gerði hins vegar það sem bar að gera við þessar aðstæður og tók málið á dagskrá. Enda hafði verið samið um slíkt, þegar samið var um þinglok fyrir jólafrí þingsins.
Málið komst á dagskrá var þá lögð fram frávísunartillaga af Magnúsi Orra Schram, svo málið færi ekki fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd þingsins. Var sú tillaga felld með 29 -31.
Meginrök framangreinds hamagangs, voru þau að málið kæmi í raun þinginu ekkert við, enda væri það afskipti að dómskerfinu og í raun atlaga að því. Saksóknari Alþingis og margir lögfróðir menn sögðu hins vegar, að svo sannarlega kæmi Alþingi málið við. Enda væri það ákæruvaldið í málinu og þar með talið málsaðili.
Að öllu ofansögðu, er í raun varla annað að merkja, en að frávísunartillaga meirihluta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar þingsins, opinberi ótta stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar við efnislega meðferð málsins og afstöðu þingsins til afturköllunnar ákærunnar.
Ekkert hefur komið fram sem ýtir undir líkur á því að þessi frávísunnartillaga hljóti önnur og betri örlög en sú fyrri. Enda fyrir löngu búið að hrekja öll rök fyrir frávísun. Það er því varla líklegt að einhverjri þeirra er greiddu atkvæði gegn fyrri frávísuninni greiði atkvæði með þeirri seinni. Reyndar frekar líkur á því, m.a. vegna álits saksóknara Alþingis, að fleiri þingmenn greiði atkvæði gegn seinni frávísunartillögunni, en það gerðu við þá fyrri.
Að leggja fram frávísunartillögu á mál, vegna ótta við að efnisleg niðurstaða fari á annan veg en meirihluta huggnast, er í rauninni ekkert annað en druslu og gunguháttur og ekki sæmandi nokkrum þingmanni að standa að slíkri tillögu.
Eiginlega er skömm þeirra þingmanna er að slíkri tillögu standa slík, að vandséð er hvaða erindi þessir einstaklingar hafa á Alþingi.
![]() |
Tillögunni verði vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- 70 missa vinnuna og fyrirtækið sagt á leið í þrot
- Algjörlega óljóst hvað bíður þessa unga fólks
- Jens telur niður dagana
- Tíu skjálftar yfir þremur að stærð
- Heimaþjónusta við eldra fólk nú undir einn hatt
- Biður um svigrúm til að fara yfir málin
- Tveir handteknir hér á landi
- Óska eftir frekari viðtölum vegna vöggustofuvistunar
Erlent
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.