22.2.2012 | 22:20
Poppúlismi og drengskaparheit.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr.
Það hlýtur að vera eðlileg krafa að fram fari umræða um tilgang hins ráðgefandi þjóðaratkvæðis um frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga við umræður og afgreiðslu Alþingis við frumvarpið.
Ætla þingmenn almennt að láta sem að þeir hafi ekki undirritað drengskaparheit að núgildandi stjórnarskrá?
Er það svo að á Alþingi Íslendinga sitji fólk sem skammist sín fyrir eigin sannfæringu og þori ekki að upplýsa þjóðina um hana? Fólk sem er tilbúið að setja sannfæringu sína og drengskaparheit í klæði poppúlisma og brjóta þar með núgildandi stjórnarskrá?
Getur verið að sá þingmaður sem metur drengskaparheit sitt að stjórnarskránni ofar húrrahrópum lýðsins, verði úthrópaður sem andlýðræðislegur hagsmunagæslumaður annarlegra hagsmuma?
Getur verið að endurkoma stjórnlagaþings til starfa og hið ráðgefandi þjóðaratkvæði, sé einungis enn eitt leikritið sem ríkisstjórnarflokkarnir setja upp. Leikrit sem ætlað er að fela getuleysi leiðtoga stjórnarflokkanna til þess að leiða vinnu við stjórnarskrárbreytingar í sátt við alla þingflokka?
Hvenær telur fólk að þingmenn eigi að láta eigin sannfæringu víkja fyrir úrslitum ráðgefandi þjóðaratkvæðis? Við ákveðið mikla kjörsókn? Eða við afgerandi samþykkt eða synjun á frumvarpi stjórnlagaráðs í hinu ráðgefandi þjóðaratkvæði? Verður 51-49 nóg eða þarf það að vera 75-25, meira eða eitthvað þar á milli nóg til þess að lögbundin sannfæring þingmanna víki.
Hvers virði er ný stjórnarskrá, ef drengskap þeirra sem hana samþykkja á Alþingi er fórnað á altari poppúlisma? Hvers virði verða þá drengskaparheit þingmanna að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?
Þetta eru forkastanleg vinnubrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hittir naglann á höfuðið þegar minnst er á leikrit í þessu samhengi. Allt sem þessi ríkisstjórn setur frá sér er eitt leikrit og eins og í öllum góðum Hollywoodmyndum þá vinna góðu gæjarnir og þeir eru ekki innanborðs.
Það var aldrei meiningin að gera neitt með þetta stjórnlagaþing, hvað yrði upp á borðum í framhaldinu, eftir 51-49 samþykkt í þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá?
Er þetta eitthvað sáttarmjálm óstýrlátra katta? Á að leggja þetta fyrir þjóðina???
Sindri Karl Sigurðsson, 23.2.2012 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.