Leita í fréttum mbl.is

Heimsmet í valkvæðri heimsku.

Það er heimsmet í valkvæðri heimsku að halda, þó ákveðinn dómur varði bara mál einna hjóna vegna eins lánssamnings, þá sé ekki hægt að líta á þann dóm sem fordæmisgefandi. 

Séu  endurútreikningar gengistryggðra lána,  á þann veg sem dæmdur var ólögmætur í máli hjónanna, er varla ástæða til annars en að ganga út frá því að í öðrum lánasamningum, endurútreiknuðum á sama hátt, sé sama lögbrot fyrir hendi.

Það er ekki boðlegt að stjórnarmeirihlutinn, loki augunum fyrir þeirri staðreynd og ætlist til þess að skuldpíndar fjölskyldur og einstaklingar fari í mál við fjármálastofnanir til þess að fá réttlæti og leiðréttingu á sínum málum, vegna svotil nýtilkominna laga.

Löggjafinn á bera ábyrgð á handvömm sinni, við lagasetningu og  á að tryggja þjóðinni, fólkinu sem land þetta byggir, réttlát lög og forða því eftir megni að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.

Fyrsta mál Alþingis á morgun ætti að vera framlagning og flýtimeðferð með afbrigðum , frumvarps til laga, er veitir öllum þeim sem eru með gengistryggð lán skjól gegn aðförum og vörslusviptingu, á meðan lögfróðir menn (aðrir en þeir sem komu að gerð laga 151/2010) vinna að breytingum á ákvæðinu um endurútreikning gengistryggðra lána, í það horf að það sé samkvæmt stjórnarskrá og tryggi öllum lántakendum gengistryggðra lána jafnan rétt. 

Að leita aðstoðar fjármálafyrirtækja við túlkun dóms gegn þeim sjálfum, er eins og ef að dæmdur sakamaður væri spurður, hvað hann teldi hæfilega refsingu við glæp sínum.


mbl.is Leiðbeinandi tilmæli skortir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að grínast?

Er það ekki alveg örugglega?

Einar Arnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband