Leita í fréttum mbl.is

Lausn frá hinu gagnlitla 110% úrræði stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.

Reglur um mat fasteinga verði samrýmdar á þann hátt, að ekki geti munað milljónum á mati tveggja eða fleiri aðila á sömu eigninni. Umboðsmanni skuldara verði falið að annast matið á eignunum, þ.e. ráða þann mannskap sem það gerir. Fjármálastofnunum verður ekki kunnugt hver metur eignina, fyrr en slíkt mat hefur farið fram. 

Að því loknu er höfuðstóll þess láns sem hvílir á eigninni fært niður í það hlutfall af metnu verði eignarinnar, sem það var í upphafi.

Næstu þrjú til fimm ár eftir það, verða afborganir lánsins í ásættanlegu hlutfalli við tekjur þess sem af láninu borgar. Ákveðinn hluti afborgunar skal fara í að borga niður höfuðstól lánsins, en það sem eftir stendur, færi í vexti.
Að þessum þremur til fimm árum liðnum, væri fólki gefinn kostur á því, að skuldbreyta lánum sínum í óverðtryggð lán, eða hafa lánin áfram verðtryggð. Verði slík lán þá enn í boði hér á landi.

Það er nokkuð ljóst að fjármálastofnanir fá ekki meira fyrir lánasöfn sín, en lánþeginn getur borgað. 
Það er því betra, fyrr en síðar, að gera sér grein fyrir raunverulegu verðmæti lánasafnanna, svo hægt verði mæta þeim afföllum sem síðar kunna að verða, með góðum fyrirvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband