Leita í fréttum mbl.is

Skemmtikvöld Ung vinstri grænna.!!!

Ég get varla annað en ímyndað mér það, að fundir hjá Ung-Vg. geti verið annað en skemmtilegir og fyndnir, eða jafnvel hlægilegir.  Alla vega má vel draga þá ályktun, endi allir fundir með ályktun, sem er á pari við nýjustu ályktun þessa ágæta fólks.  En þar segir meðal annars:

 

,,Hreyfingin telur það fagnaðarefni að fulltrúar flokksins í bæjarstjórn fórni ekki gildum sínum til þess eins að mynda meirihluta. "

Annað hvort er þetta ágæta fólk búið að gleyma svokölluðum ,,gildum" Vinstri grænna, er flokkurinn kynnti fyrir síðustu kosningar, eða þetta ágæta fólk hafi í rauninni ekki vitað hver gildi flokksins voru fyrir kosningar.  Enda fuku þessi ,,fyrir kosningargildi" Vinstri grænna, líkt og dögg fyrir sólu, þegar sæti í meirihluta við stjórn landsmálanna var í boði.

Enn fremur segir í ályktuninni:

„Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu telja að stefna hreyfingarinnar og trúverðugleiki séu alltaf dýrmætari en seta í meirihluta,“ segir í ályktuninni.

Það hlýtur að liggja morgunljóst fyrir að næsta ályktun Ung vg. á höfuðborgarsvæðinu, verður eitthvað á þá leið, að félagið harmi svik flokksforystunnar við eigin gildi og kjósendur sína, með því að ganga á bak þeirra loforða um gildin sín, er viðhöfð voru í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

Nema auðvitað að eini tilgangur Ung vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sé að skemmta sér og öðrum með fyndum og absúrd ályktunum, um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. 


mbl.is Gleðjast yfir viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þeim hefur líklega ekki dottið í hug að segja Steingrími J frá þessu „Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu telja að stefna hreyfingarinnar og trúverðugleiki séu alltaf dýrmætari en seta í meirihluta,“

Trúverðugleiki VG er enginn eftir 3 ár í ríkisstjórn. Þar sem framkvæmdin hefur oftar en ekki verið þvert á stefnu VG

Hreinn Sigurðsson, 2.2.2012 kl. 21:51

2 identicon

þau eru greinilega eitthvað að villast í greiningunni litlu VG ungarnir, senninlega fengið sér aðeins of mikið í tána og fara svo að hvetja öldurnarlækninn sem er ábyggilega andlega háaldraður til að feta ekki í fótspor foringjans.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 22:53

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður! Takk fyrir síðast :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.2.2012 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband